Fálkinn


Fálkinn - 21.03.1962, Blaðsíða 29

Fálkinn - 21.03.1962, Blaðsíða 29
Bæjarstjórnarkosningar eru nú fyrir dyrum og má það af mörgu marka. Ég segi nú enn þá þæjar- þótt Moggi sé búinn að strika það orð út úr orðasafni sínu og noti sífellt borg- í öllum orðum, sem samsett eru með höfuðvígi hans á íslandi. Ekki má einu sinni lengur tala um, að maður sé að fara niður í bæ, heldur skal segja í borg. Andstæðingar íhaldsins neita samt enn að temja sér borgarnafnið, þótt ekki beri að draga í efa, að þeir munu innleiða borgarheitið, unum og öllu göturykinu, sem allt ætlar að kæfa og drepa. Sumir kenna meira að segja rykinu um innflúenzuna. íhaldsmenn Þykjast ekkert ryk sjá. ogi þeir ganga út á tröppur hjá sér og draga djúpt að sér andann, og segja síðan, að svo heilnæmt loft sem í Reykjavík, sé hreint hvergi að finna í öllum heimin- um. Og þrátt fyrir allt bröltið, þá er það víst, að íhaldið heldur sínu. Fáir vilja greiða kommum atkvæði. því þeir eru fjarstýrðir frá útlandinu, og enginn treystir þeim til að malbika hænufet, hvað þá meira. Framsóknarmenn eiga ekkert erindi í borgina, því þeir eru sveitamenn, og þar að auki eyðilögðu þeir sína litlu möguleika með fjóshauga- talinu. Nú, kratagreyin, þeir eru hvort sem er óaðskiljanlegir frá íhaldinu nema hvað þeir gjamma ofurlítið rétt fyrir kosningar, en enginn tekur það nú hátíðlega. Það ætti því að vera alger óþarfi að vera að öllu þessu brölti fyrir kosning- arnar. Bezt væri að leiða þetta alveg hjá sér, og jafnvel fella kosningarnar niður, og væri það snilldargóð sparnað- arráðstöfun. í staðinn ætti að halda eitt herjans borgarbingó í öllum samkomu- húsum borgarinnar. Forráðamenn Reykjavíkur gætu sýnt tvist og notað hin nýju og ómissandi tvistbelti. Gætu þeir ekið sér og skekið í eitt skipti fyrir öll en látið niður falla allar sýningar fram til kosninga. Myndi þá borgar- lýðurinn lofa þeim að tolla eitt kjör- tímabil í viðbót án kosninga. Dagur Anns. Á FQRNUM VEGI Ýmislegt fréttnæmt hefur borið við síðustu vikurnar, og væri ekki úr vegi, að við tækjum eitthvað af því til athug- unar. íslendingar hafa sýnt stórhug sinn á alþjóðavettvangi, og er það ekki í fyrsta sinn. Við höfum áður vakið á okkur athygli fyrir sendingar á lýsi og skreið til hungraðra blámanna í hinni svörtu Afríku. Væri mjög athugandi, hvort ekki mætti miðla Suður-Ameríkumönn- um einhverju af saltfiski þeim, sem tekið hefur kopargulu á Suðurnesjum. Jæja, í þetta sinn höfum við ákveðið að bjarga Sameinuðu þjóðunum úr úlfa- kreppunni með því að kaupa af þeim skuldabréf fyrir $ 80.000.00. Þetta vinar- bragð okkar litlu þjóðar mun án efa vekja hrifningu milljóna heimsins, og ekki sízt aumingja Kongóbúana, sem enn lifa af vernd hermanna S. Þ. þar niður frá. Það þarf náttúrlega ekki að fréttast, að veslings fátæka ríkið okkar skuli þurfa að fá þessa aura að láni hjá Lands- bankanum. Það hefur áður komið fyrir, að stórlátir fátæklingar hafa fengið lán- aðar 10 krónur til að gefa í Vetrarhjálp- ina. Og að gefa meira en maður á, er líka það bezta, sem maður getur gert. Innflúenza hefur herjað að undan- förnu, sérstaklega í skólum og verstöðv- um. Hefur orðið að grípa til þess ör- þrifaráðs að loka mörgum skólum vegna veikinda ungmenna. Mun lokun skól- anna koma mjög^ harkalega niður á sjoppueigendum, svo viðbúið er, að þetta verði reiðarslag fyrir marga þeirra svona á hávertíðinni. Svipaða sögu er að segja úr verstöðvum mörgum sunnan lands. Fólkið mætir ekki í frystihúsin og bátarnir komast ekki út vegna veik- inda sjómannanna. ef þeir kæmust einhverntíma á bæjar- tjörnina. Tíminn er byrjaður að jarma sinn óhróður um íhaldið, og var Moggi ekki lengi að taka við sér og skella því fsam, að Framsóknarmenn hefðu eitt sinn sví- virt hið helga fjall Reykvíkinga, og kallað það fjóshaug. í Mogganum eru svo í hverju blaði prentaðar ýmsar lof- greinar um starfsemi og skipulag bæj- arins. Birtar myndir af skipulagi og látnar fram fara ýmsar sýndarfram- kvæmdir. Þannig er nú verið að bora hér og það í sjálfu bæjarlandinu og reyndar inn í miðjum bæ. Má hreint mildi stjórna ef þeir hitta ekki á einhverja hitaveituleiðsluna, sem þegar hefur verið lögð. íhaldsandstæðingarnir hafa mjög fagnað hinum langvarandi frostum og þurrki, því þeir geta, dag eftir dag klifað á ófremdarástandinu í gatnamál- FALKINN 29

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.