Fálkinn


Fálkinn - 21.03.1962, Blaðsíða 11

Fálkinn - 21.03.1962, Blaðsíða 11
vegna ætti ég að fara að hætta þarna — þegar ég er loksins búin að koma mér svolitið fyrir. . . . En mér finnst skrýtið, hvað áhuginn er litill hér heima. Danskur blaðamaður, sem ég þekki og kynnti mig einmitt fyrír stjómanda Hitlers-myndarinnar, — skrifaði öllum blöðunum hér heima og bauðst til að skrifa fréttir af mér. Þau svöraðu því ekki einu sinni.... Þótt ekki hefði verið nema einu sinni í viku. . . . — Finnst þér þú vera falleg? Stundum! Raunar er ég afar venjuleg í útliti, — en ég reyni að gera eins gott úr því, sem ég hef, og ég get. Ég er aldrei ánægð. Það er alltaf margt, sem ég finn að mér, — en ég geri allt til að bæta úr því. Ég þakka auðvitað guði fyrir það, að ég er ekki vansköpuð, -—• og ég hef alltaf verið hraust. Ég þvæ mér í framan og horfi á sjálfa mig í speglinum. Ég hef nóg tækifæri til að krítesera mig, þvi að í baðinu í i iollywood eru speglar frá gólfi til lolts, — og það eru speglar á öllum hurðum í íbúðinni.... H. Sigríður Geirsdóttir kom heim frá Hollywood ekki alls fyrir löngu, eins og lesendum er kunnugt, og hefur að undaförnu sungið á hverju kvöldi á Röðti. Sigríður var kjörin fegurðar- drottning íslands 1960, en fór skömmu síðar til Hollywood til þess að freista gæfunnar þar. Viðtalið, sem hér birtist, er tekið af vinkonu hennar og bekkjarsystur, Hólm- fríði Kölbrúnu Gunnarsdóttur, blaða- konu. Hér segir Sigríður hreinskinings- lega frá lífinu í Hollywood, en það hefur hún hvergi gert áður opinberlega. Sigríður leyfði ljósmyndara FÁLK- ANS góðfúslega að taka myndir af henni. Sumar þeirra eru teknar á heim- ili hennar, aðrar niður í fjöru á Sel- tjarnarnesi og enn aðrar á heimili unn- usta hennar, Magnúsar Skúlasonar.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.