Fálkinn


Fálkinn - 21.03.1962, Blaðsíða 16

Fálkinn - 21.03.1962, Blaðsíða 16
SMASAGA EFTIR BARRY PAIIM í setustofunni á Hótel Royal í Helm- stone sat mjög lítill maður í mjög stór- um stól. Dagblöð lágu á borðinu hjá honum og sumt, sem í þeim stóð, var honum mjög hugleikið. Ekki var hann þó að lesa þau, en reykti sígarettu og var að tala við hr. John Mountshire. Royal hótel var engan veginn hið' stærsta í Helmstone En það var lang- samlega dýrast og ekkert hótel í borg- inni jafnaðist á við búr þess og kjallara. Það var rólegt og einstaklega notalegt, og það var viðurkennt, að hr Mount- shire stjórnaði því prýðisvel. Ekkert var svo smátt að hann gæfi því ekki gaum. Til marks um það var t. d., að þótt svo gæti borið við þú borgaðir með skítugum peningaseðlum, þá voru á- vallt seðlar hótelsins spunkunýir. Starfs- mannaliðið var kurteist og ágætlega starfi sínu vaxið. Hótelið gistu ekki aðr- ir en úrvalsgestir. Mountshire var ekki aðeins forstjóri þess heldur líka einn af eigendunum. Hann var maður rúmlega fertugur, heldur snotur, en ekki eins enskur í útliti, sem þú hefðir getað ímyndað þér af nafni hans. Hann talaði leikandi þrjú tungumál, ensku talaði hann þó miklu betur en frönsku, þýzku talaði hann þó jafnvel betur en ensku. — Nei, hr. Perth, sagði hann við litla manninn, — þjófinn fundum við aldrei. Þjófnaðurinn hefur hlotið að hafa verið framinn nokkrum dögum áður, en kom- izt var á snoðir um hann, og það var ofur auðvelt að koma verðbréfunum undan. Herbergi og föt alls þjónustu- liðsins var rannsakað af lögreglunni, mín líka. Ég krafðist þess að láta byrja á mér. En þjónustulið mitt er samvizku- samlega valið, og enginn af því hafði drýgt hann. — Hver hefur þá staðið að verkinu? — Það gæti hafa verið einhver gest- anna. — Alveg rétt, sagði litli maðurinn og hló, — sjálfur er ég þjófur. Hr. Mountshire brosti góðlátlega, eins og hans var vani, þegar góðir viðskipta- vinir gerðu að gamni sínu. — Þér vitið, hr. Perth, að við getum ekki heimtað, að gestir okkar leggi fram meðmæli, og þjófar af þessari teg- und eru vel klæddir og kunna alla mannasiði. Auðvitað vil ég ekki halda því fram, að þessi gestur hafi búið á hótelinu, en því miður er veitingasalur- inn opinn fyrir alla til hádegis- og mið- degisverðar. Allir geta komið þangað. Þá er mikið að gera, og alls staðar get ég ekki haft augun. En fátt hefur mér sárnað meira en þessi þjófnaður. 16 FALKINN — Hvers vegna? Engu var stolið frá yður. — Nei, en það var bagalegt fyrir hótelið. En hvað get ég gert meira en það, sem ég geri. Á öllum hæðum hótels- ins og í öllum svefnherbergjunum eru aðvaranir til gestanna um það, að fela mér að geyma verðmæti sem þeir kunna að hafa í fórum sínum, gegn viðtöku- skírteini, og með öðru móti en því er ómögulegt að gera hótelið ábyrgt fyrir því, er gestir þessa kunna að tapa. En svo kom þessi hirðulausi Ameríkumað- ur og geymdi verðmæt skjöl í tösku í svefnherberginu sínu. Hvernig er hægt að gera við slíku? í ÞESSARI SMÁ- SÖGU SEGIR FRÁ ÞEIM ÓVENJULEGA ATBURÐI, ÞEGAR í þessu kom frönsk þjópustustúlka að borðinu til þeirra — Eruð þér ekki hr. Mountshire? Fi-úin mín bað mig um að fá yður þetta. — Segið þér frúnni, að ég skuli koma að vörmu spori með hálsfestina hennar. Stúlkan gekk burt og Mountshire hélt áfram; — Frú Tavar, sem býr á fyrstu hæð, eins og þér vitið, fól mér perlufest- ina til geymslu gegn viðtökuskírteini. Nú vill hún bera hana á sér í kvöld og bað mig um að fá stúlkunni hana. Þetta er nú allt gott og blessað, en hún fékk henni ekki skírteinið Hún segist ætla að fá mér það, ef ég biðji um það. — Bara að fólk kynni einföldustu viðskiptaregl- ur. Litli maðurinn brosti ástúðlega og greip dagblað. í skjóli þess hvarf venju- legi sólskinssvipurinn. Hann fór að brjóta heilann um eitthvað Fyrir ári síðan hafði hann lesið með mikilli athygli um það, að stolið hefði verið frá amerískum manni, er gisti á Hótel Royal í Helmstone, verðbréfum að upphæð 1500 £, sem mjög auðvelt var að koma í peninga. Blöðin, sem gátu um þetta, fóru mörg.um viðurkenningar- orðum um það, að forstjórinn hefði ósk- að þess, að lögreglan rannsakaði allt hótelið, og fyrst og fremst allt, sem hon- um sjálfum heyrði til. En þetta fannst hr. Perth — svo við nefnum hann því nafni, sem hann gekk nú undir — allgrunsamlegt hjá honum. Mountshire var slyngur hótelsstjóri, en enginn fáráðlingur. Hvers vegna var hann þá að gera þetta, sem bæði var gagnslaus og bjánalegt? Það var gagns- laust vegria þess, að sjálfsagt var, að lögreglan gerði alla eftirgrennslan, sem henni þótti nauðsynleg, án þess að vera beðin um það Og það var kjánalegt sök- um þess, að þjófurinn hlaut að vera framinn talsvert löngu áður en uppvíst varð um hann, en auðvitað tók það eng- an tíma að setja verðbréfin í umslag og koma þeim í póst. Hvers vegna gerði hann þá þetta? Ef leitin var gerð og ekkert fannst, þá gat það að vísu borgið áliti hótelsins, sem Mou.ntshire ekki aðeins stýrði heldur og átti hlut í. En hvernig gat Mount- shire vitað, að ekkert fyndist? Hann gat aðeins verið viss um það, ef annaðhvort hann sjálfur eða einhver aðstoðarmaður hans hafði verið þar að verki og komið skjölunum undan. Hótelstjórar eiga hægt um vik. En svo komu ýmis störf, sem gáfu hr. Perth nægilegt umhugsunarefni í

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.