Fálkinn


Fálkinn - 21.03.1962, Page 13

Fálkinn - 21.03.1962, Page 13
Jæja, hér hafa þjónarnir átt athvarf síðastliðin tvöhundruð ár, og engir eru eins grandvarir og þeir. Segjum að hertogi gæti boðið jarli að þiggja glas af öli í Múrurunum, en ef þjónn hertogans byði vagnstjóra jarlsins, gætu þeir aldrei lotið að svo lágu!“ Húsbóndinn deplaði augunum, til þess að gera mér skiljanlegt að hann væri að spauga, og þurrkaði brosið af vörum sér eins vendilega og ef vasa- klúturinn hans hefði verið rakvél. „Fyrir þjón hefur bjórinn alltaf verið það sjálfsagða, og hér hefur alltaf verið sjálfsagði staðurinn, eða stundum heillar áletrunin, Marlowe Mews. Annars vill nú svo til, að það var metnaðarmál mitt, að verða húsbóndi hér, ekki hjartans þrá. Þér eruð amerískur, og þess vegna draumóramaður, herra minn. Ef til vill skiljið þér mig?“ „Ekki fyllilega,“ svaraði ég. „Hver er munurinn á því?“ Hann svaraði: „Einber metnaðargirnd er eitthvað holdlegt, sjáið þér? Þrá hjartans er þvert á móti andleg. Þó yður kunni að finnast það ólíklegt, ef þér lítið á mig, var ég alltaf haldinn rómantískri hneigð, blandinni mein- lausum gáska. Því var það, að hvað sem allri holdlegri metorðagirnd leið, var það mín innsta þrá — draumur sem fráleitt var að gæti rætzt — að bjarga konu í neyð, og fleygja um leið rjómaköku framan í erkifantinn.“ „En þér gerðuð það ekki!“ greip ég fram í. Herra Elwes eyddi heilum vikuforða af glaðværð í eina hláturskríkju. „Gerði ég það ekki?“ Hann bætti í glasið mitt og hélt áfram. „Herra minn, þér hljótið að hafa heyrt fjölda manna segja: „Ég gæti skrifað heila bók um ævi mína, ef ég hefði tíma til.“ Auðvitað gætu þeir það ekki, jafnvel þótt þeir væru ritfærir, því sé nákvæmlega að gætt, kemur venjulega í ljós, að fæstir menn hafa átt nokkra æfi. Ef yður væri það áhugamál, gætuð þér án efa ritað bók um ánamaðk eða kakalaka. En sá er í meira lagi hégómlegur, sem getur skrifað heilt bindi um sjálfan sig — nema í sambandi við aðra. í þessum skilningi gæti ég jafnvel skrifað bók. Ég var alltaf bókhneigður. Þegar ég var í þjón- ustu jarlsins af Wye, hjálpaði ég honum til að skrásetja bókasafn sitt, og síðustu ævidaga hans las ég iðulega fyrir hann á kvöldin. Margir kjallara- verðir hefðu litið niður á þetta starf og ekki talið það tilheyra skylduverkum sínum. En ég þykist ekki of góður til að leggja hönd að hverju sem er. Svo þegar minn ágæti Wye lávarður andaðist gjaldþrota, árið 1929, og afkoma í minni starfsgrein gerðist knöpp, þóttist ég ekki yfir það hafinn, að ganga í þjónustu Anguish lávarðar. Hann var alls ekki heiðursmaður, herra minn. Hinn fyrsti lávarður af Anguish fékk barónstitil sinn úr hendi Jakobs konungs I. sem greiðslu fyrir saumavörureikning. Og þrjú hundruð árum síðar var það, sem þið mynduð kalla, ekki svo lítill búðarmannsbragur á eftirmanni hans. Hann hafði næga tilgerð til að bera, en engum þeim þeim kostum búinn, er prýða sanna heiðursmenn. Hans var yfirborðið en ekki eðlisgjöfin. Anguish lávarður, húsbóndi minn, var alveg trúlaus, vonlaus og harð- ýðgin sjálf. Hins vegar þótti honum varið í að vinna sér álit fyrir góðgerða- starfsemi og fátækragjafir — með það fyrir augum, að vera hækkaður úr baróni til greifatignar. Því hann var hégómlegur eins og páfagaukur, ef eyða mætti svo skrautlegri líkingu á jafn litlausa persónu. Svo sat hann á allskonar ráðstefnum til endurreisnar unglingum á glapstigum ■— einkum ef það voru ungar og fallegar stúlkur. Svo fékk hann þeim oft vinnu með lágum launum, við fyrirtæki sem hann átti í, svo sem þvottahús og gilda- skála. Þarf ég að bæta því við, að hann krafði þær um greiðslu í vissum aukastörfum, til þakklætis fyrir aðstoð sína. Ó hann sleppti aldrei tækifæri til að græða eyri eða fullnægja löngun sinni, hann Anguish lávarður. Hann kvæntist líka auðugri konu, amerískri stúlku frá Michigan, og þó Frh. á bls. 33. FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.