Fálkinn


Fálkinn - 21.03.1962, Blaðsíða 34

Fálkinn - 21.03.1962, Blaðsíða 34
ég vissi ekki annað en lávarðurinn væri fjarverandi að vasast í svokölluðum mannúðarmálum, sem ég gerði reyndar ráð fyrir að væri ljóshærð stúlka með uppgerðarlátbragð og barnabull. Ég tók mér fyrir hendur að laga til í her- berginu hans. Þá flaug mér í hug að vita hvernig hann færi mér, þessi frægi loðírakki húsbóndans. Ég smeygði mér í hann, en frakkinn var of síður. Þá fór ég í þessa upphleðsluskó hans, og árang- urinn varð hinn bezti. Loks setti ég upp hattinn hans, sem auðvitað lá niðri undir nefi. Mér fannst þetta sérlega gaman, svo ég tók einn af einkavindlum hans, langap og mjóan og stakk honum upp í mig á ská, af mestu drýldni. En eitthvað vantaði enn þá. Hvað var það? Vitanlega andlitsfallið, svipmót Anguish lávarðar. Nú er það svo, að til þess að ná svipmóti, verður maður að ná réttri skapgerð. Þá mundi ég eftir þeim manni, sem mér hefir líkað einna verst við. Hann var háttsettur þjónn, en þjófgefinn, og hafði fyrir vana að lemja mig fyrir sín eigin skammar- strik, þegar ég var vikadrengur í Ballsacre höllinni. Hann var illur og ólundarlegur á svip, og tranturinn eins og hálfopnuð ostra. Ég reyndi að líkja eftir þessum andlitsblæ, og ég get ekki sannarra orð talað, herra minn, þarna var Anguish lávarður ljóslifandi kom- inn! En þá vaknaði ég upp við vondan draum, því ég sá sjálfan mig tvöfaldan í sama speglinum. Nema annar okkar var í dökkri yfirhöfn. Auðvitað var það enginn annar en lávarðurinn, hann hafði gengið hljóðlaust inn og komið að mér óvörum. Ég stóð kyrr og beið eftir ádrepunni, því hann var einn af þessum andstyggi- lega uppstökku mönnum, þér skiljið. En hann bara starði og starði, þar til hann sagði og var nærri hátíðlegur í rómnum: „Elwes, þú lítur næstum því eins vel út og húsbóndi þinn!“ Ég bjóst við hinu versta, og varð svona að orði; „Á ég að segja upp, eða ætlið þér að reka mig?“ Hann svaraði: „Hvorugt, maður, hvor- ugt! Hengdu þessa kápu upp og fáðu mér jakkann þinn.“ Svo smeygði hann sér úr axlafylltu treyjunni en fór í þjónsfrakkann minn með síðu löfun- um og skoðaði sig í speglinum. Ég horfði á hann, og sá hann verða að engu, herra minn. Ég sá Anguish lávarð verða að Elwes, nákvæmlega eins og Elwes hafði breytzt í lávarðinn rétt áður. Ég fylltist auðmýkt. Þá mælti hann, og strauk um höku sér; „Þetta er íhugunarvert.“ „Eigið þér við að fötin skapi mann- inn?“ spurði ég. Hann hnussaði. „Ég á ekki við neitt því líkt, bjáninn þinn. Hvað hefir þú í kaup?“ „Átta pund á mánuði, herra lávarð- ur,“ svaraði ég. „Hvernig heldurðu þér félli að fá tvö til þrjú pund í viðbót á viku?“ 34 FÁLKINN spurði Anguish lávarður. Og þegar ég sagði, að það myndi mér falla prýðilega, lét hann mig setjast, gaf mér brenni- vínsstaup og mælti: „Elwes, þegar ég sé þig klæddan svona eins og sjálfan mig, fylltist ég auðmýkt.“ Ég svaraði: „Alveg eins og ég, herra lávarður, þegar ég sá yður í fötunum mínum.“ „Þegiðu! Þú hlýtur að vita það, Elwes, að á vegum mannúðarstarfsemi minnar get ég orðið að fara hvert sem er og hvenær sem er.“ Eg var nákunnugur öllu þar að lút- andi, vegna slúðursins í hinum þjónun- um þar í húsinu, en sagði þó bara rétt svona: „Vissulega, herra lávarður." „Það er svo,“ sagði hann. „Og víst er þetta vondur heimur, að maður skuli ekki geta haldið sér hreinum, án þess að reka hendurnar niður í drafið. Þú getur ekki ímyndað þér siðleysi sam- kvæmislífsins, eftir að skyggja tekur.“ „Nei, nei,“ anzaði ég. „Ég vona að þú þekkir það aldrei,“ hélt lávarðurinn áfram. „Nú vill svo til, að um stundarsakir verð ég að starfa á vegum Drottins, á sunnudagskvöld- um. Ég trúi að sunnudagarnir séu frí- dagar þínir, Elwes?“ Ég svaraði; „Ó, en herra lávarður — náðug frúin------•“ „Ég veit allt um náðuga frúna,“ gríp- ur hann fram í. „Lafði Anguish fer í öllu að mínum vilja, en hvíldardagurinn er henni ginnheilagur. Hún vill hafa mig heima á sunnudögum. En því er nú þannig varið, að það er óupplýst ung- lingsstúlka í St. Johns Wood, sem dans- ar í því nær engum fötum, sex daga vikunnar, og er því ekki hægt að ná fundi hennar til að tala um fyrir henni nema aðeins um þetta leyti á sunnudög- um. Nú spyr ég þig, viltu sleppa sunnu- dagsleyfinu þínu fyrir þrjú pund í hvert sinn?“ „Fjögur, kannski,“ svaraði ég. „Látum svo vera. Nú veiztu það, að lafði Anguish er nærri því blind?“ „Náðug frúin er töluvert sjóndöpur,“ sagði ég. „Eins og leðurblaka! Jæja. Svo höfum við fataskipti. Ég fer í sunnudagsleyfið þitt, en þú sest í stólinn minn hjá arn- inum. Þegar ég kem aftur, skiptum við um föt á ný. Þetta er jafn auðvelt og læra stafrófið.“ „Það eru á því annmarkar,“ sagði ég. „Eins og hverjir?“ Ég vissi að ég laug, en mér lék for- vitni á að heyra hvað hann legði til málanna, svo ég sagði: „Mér skilst, að milli manns og konu séu oft og tíðum einhver atlot — eh — svona gælur — eða svoleiðis —“ Hann benti mér að þegja. „Hvað er þetta, bjáninn þinn. Ef þú segir svo mikið sem „Gjörðu svo vel“ eða „Þakka þér fyrir“, við náðuga frúna, meðan þú ert í mínu gervi, grunar hún þig ekki um græsku. Nei, góði. Ég tala sjaldan við hana. Það er svo sem ósköp lítið um að tala. Þú heldur þig að dagblöðum og þessháttar. Ef hún dirfist að segja orð, skaltu aðeins svara: „Frú! Þey! Ég er að hugsa! Geturðu hermt eftir mér?“ Ég var orðinn dauðþreyttur á karlin- um, og sagði: „Þegar ég var hjá jarl- inum af Wye, hermdi ég stundum eftir hundinum hans fyrir krakkana. Mér finnst rómurinn líkur.“ Hann var einn af þeim mönnum, sem ekki skilur móðganir, enda hélt hann á- fram: „Ef hún skyldi komast að brellum okkar, s£m ekki er líklegt, þá segi ég henni bara, að ég hafi verið að reyna hana, hvort hún væri mér trú.“ í stuttu máli sagt, þá féllst ég á þetta laumuspil lávarðarins. Hann fór út í mínum fötum á sunnudagana, en ég sat hjá vesalings frúnni, nærsýnni og þolin- móðri, og las bækur. Klukkan sjö snædd- um við lafði Anguish kaldan málsverð, því lávarðurinn leið enga eldamennsku á hvíldardögum. Við þögðum bæði. Ná- kvæmlega klukkan tíu hreytti ég út úr mér; „Hetty, farðu að hátta!“ Og hún hlýddi. Hún var ekki beint aðlaðandi, nei, og lotin og daufgerð, ef ég mætti svo segja. En umfram allt var hún kjarklaus, ó- gæfusöm, hana skorti allt öryggi, hafði enga trú á sjálfri sér sem kvenmanni, og það eitt er nóg til að gera laglega konu ljóta. Einhvern veginn hafði það þau áhrif á mig, að hún var svo brjóstumkennan- leg, svo langt frá heimkynnum sínum í Michigan og vinum sínum þar, lokuð inni í helli hjá tröllinu Anguish, í leið- inlegri Lundúnaíbúð, — að hið róman- tiska eðli kom upp í mér, sem ég minnt- ist á áðan. Það fylgdi því einhver ó- lukku gáski. Eitt kvöldið hafði ég náð mér í nokkuð af drykkjarföngunum sem ég gat um áðan, og áður en ég réði mig, hafði ég hreytt út úr mér, með hunds- rödd Anguish: „Mér dauðleiðist að horfa á þig, Hetty.“ Hún hafði verið að hekla vandasaman borðdúk, en nú lagði hún frá sér nál- ina og svaraði: „Mig furðar ekki á því, Jón. Ég hefi aldrei verið álitleg, og allra sízt upp á síðkastið.“ Frh. á bls. 36

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.