Fálkinn


Fálkinn - 21.03.1962, Qupperneq 26

Fálkinn - 21.03.1962, Qupperneq 26
ÞEGAR BETTINA hafði lokið máli sínu, varð grafarþögn í herberginu. Loks reis Felipe snöggt á fætur. — Ég skil ekki, sagði hann. — Hvað kemu Pedro þessu máli við? Bettina virti hann fyrir sér og lét sér hvergi bregða. — Ég hef sagt hvaða skilyrði ég set og ég mun ekki breyta ákvörðun minni hvað sem í boði er. Felipe átti bersýnilega í miklu stríði við sjálfan sig. Hið heita skap hans sagði til sín, en þegar hann hugsaði til þeirrar aðstöðu, sem hann var í reyndi hann að stilla sig. í bræði sinni kreppti hann hnefana en á ytra borðinu tókst honum að leyna því, hvernig honum var innanbrjósts. — Ég biðst afsökunar, sagði hann. — Ég á auðvitað ekki um annað að velja en ganga að öllum þeim skilyrðum, sem þú setur. — Þú lofar sem sagt að fara beint heim frá París og taka Pedro með þér? Don Felipe kinkaði kolli. Bettina stóð á fætur. — Andartak, sagði hún. — Ég ætla bara að sækja Doris. Mér þætti vænt um ef þú vildir koma og snæða með okkur kvöldverð í kvöld. Don Felipe hneigði sig, en sagði ekkert, og Bettina fór út. Hún kom aft- ur að vörmu spori og Doris í fylgd með henni. Doris virti hann fyrir sér af mikilli forvitni. Þegar þau hittust síðast hafði umhverfið og aðstæður allar verið snöggtum rómantískari. En í hennar augum stafaði ljómi auðs og valda af öllum Mexikönum. Pedro hafði sagt henni frá öllum hinum miklu eignum þeirra í hinu fjarlæga landi. Og marga nótt hafði Doris legið vakandi og látið sig dreyma um alla þá dýrð, sem hún mundi njóta sem eiginkona Pedros. Ef hana hefði aðeins grunað hvílíkt regin- djúp var á milli draums hennar og veruleika! Don Felipe stakk hendinni niður í vasa sinn og dró upp tvo litla pakka. — Ég var nærri búinn að gleyma þessu hérna, tautaði hann hlæjandi. — Það er víst tími til kominn að afhenda þetta. Doris og Bettina opnuðu hvor sinn pakkann og í báðum var hringur í fagurri öskju. Doris rak upp hróp af undrun, en Bettina lét í Ijós þakklæti sitt á rólegan og kurteisan hátt. — Þetta var fallegt af þér, Felipe, 26 FÁLKINN sagði hún. — Það var algjör óþarfi af þér að vera að þessu. Hún sneri sér að Doris: — Þessir hringir eru framleiddir í Mexikó. Hefurðu nokkurn tíma áður séð svona fallegan grip? Doris kunni sér engin læti af ánægju yfir gjöfinni. Hringurinn hennar var gerður úr fléttuðum silfurþráðum og steinninn í miðjunni logaði eins og blár eldur. Hún var einmitt í þann veginn að fara að þakka honum með mörgum og fögrum orðum, þegar hann hóf máls og sagði: — Þessi litla gjöf á að vera ofurlítill vottur þess, hverjar tilfinningar Pedro sonur minn ber í brjósti til þín, sagði hann. — Því miður gat hann ekki komið með mér hingað. Hann varð eftir í París . .. Don Felipe þagnaði skyndilega og horfði óttasleginn á viðbrögð Dorisar við því, sem hann hafði sagt. Er henni í raun og veru svona annt um hann, hugsaði hann. Hvers vegna vill Bettina ekki sætta sig við það? Hvers vegna er hún svona miskunnarlaus við dóttur sína? Loks tókst Doris að þvinga bros á varir sínar. Hún leit spyrjandi á móður sína. — Það er vissulega leitt, að hann skuli ekki geta verið hér hjá okkur núna, sagði Bettina. — En Don Felipe fer héðan til Parísar, sækir Pedro og síðan fara þeir báðir beint til Mexikó. Doris komst ekki hjá því að veita því eftirtekt, að það var eins og hlakk- aði í móður hennar, þegar hún sagði þetta. Innra með henni hrærðist eitt- hvað, sem mótmælti þessu. Þetta var sama gamla sagan, hugsaði hún. Full- orðna fólkið var alltaf sannfært um, að það vissi betur en unga fólkið. En þegar ástin var annars vegar, hin sanna og óflekkaða ást, þá hrukku klókindi fullorðna fólksins skammt. — Er í lagi þín vegna, ef við borðum klukkan sjö, spurði Bettina Don Felipe. — Þá muntu líka hitta báða synina mína. Þeir stunda nám við háskóla og ég sé þá ekki nema um kvöldmatar- leytið. — Það er mér sönn ánægja, svaraði Don Felipe kurteislega. Síðan kvaddi hann Doris og fór. Bett- ina fylgdi honum niður. Doris hljóp inn í herbergið sitt. Hún reif hringinn af sér og fleygði honum af öllu afli í gólfið. Augu hennar skutu gneistum af reiði. Hvílíkt samsæri! Hvað átti hún að taka til bragðs? Innra með henni svaraði rödd þegar í stað: Pedro! En hún var ráðvillt. Hún varð að tala við einhvern og leita ráða hjá einhverj- um. Wolfgang. .. Nei, hann var í skól- anum. Albert... Hún hljóp inn í her- bergi eldra bróður síns. Albert grúfði sig yfir skrifborðið sitt. Þegar systir hans kom æðandi inn í herbergið, tók hann pípuna út úr sér og ýtti til hliðar bókinni, sem hann var að lesa. Síðan hallaði hann sér aftur á bak í stólnum og virti systur sína fyrir sér. — Hvað get ég gert fyrir þig, systir góð? — Albert. Þú verður að hjálpa mér .. Pedro er hérna ... Og þú veizt að .. . Albert teygði sig og brosti til systur sinnar. — Auðvitað veit ég. Heldurðu að ég sé bæði heyrnarlaus og mállaus? Doris var mikið niðri fyrir og það óð á henni: — Fyrir réttum klukkutíma síðan hitti ég Pedro niður í bæ. Þegar ég kom heim aftur, var faðir hans hér að heilsa upp á mömmu. og þau sögðu ekki orð um það, að Pedro væri hér í Tú- bingen. Þau fullyrtu að hann væri í París. Það er greinilegt að .. . — Mjög greinilegt, greip Albert fram í. — Mömmu geðjast ekki að Pedro. —- En hún hefur boðið föður Pedros til kvöldverðar. Og ég hef lofað að hitta Pedro í Bebenhausen í kvöld. Ég verð að hitta hann . . Getur þú ekki komið með? Getur þú ekki sagt að þú hafir boðið mér með þér, svo að ég sleppi við að vera í kvöldmatnum. Get- urðu ekki að minnsta kosti sagt, að þú hafir boðið mér í bíó? Albert tottaði pípu sína í ákafa. — Satt að segja þá hef ég ekki tíma til þess, svaraði hann. — Auk þess sé ég ekki, hvers vegna ég ætti að vera að ljúga þín vegna. Er ekki betra, að þú farir til mömmu og segir henni hvernig í öllu liggur? Að Pedro sé hér í Tubingen og þú hafir lofað að hitta hann einmitt í kvöld. Rödd Dorisar skalf af reiði: — Þau eru öll á móti mér, hrópaði hún, þaut út úr herberginu og skellti hurðinni á eftir sér. í rúman hálftíma sat hún í herbergi sínu og vissi ekki sitt rjúkandi ráð. Kannski var bezt að hún stryki með

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.