Fálkinn


Fálkinn - 21.03.1962, Blaðsíða 22

Fálkinn - 21.03.1962, Blaðsíða 22
Dauflegt hefur verið um að litast í lestum algeirsku ræningjaskipanna, þegar marr og dráttarhljóð frá akkeris- vindum barst þangað, og boðaði brott- för frá Vestmannaeyjum. Sár harmur, söknuður og angist greip fólkið. Allir áttu um sárt að binda, fráskildir ætt- landi og ástvinum, ýmist vitandi þá dauða eða helsærða eftir hina grimmi- legu atburði. Öllum var ljóst, hvað beið þeirra, þegar náð var landi í Suðurálfu. í íslenzkum guðsorðabókum var Tyrkj- um lýst sem ægilegasta óvini kristins fólks. Prestarnir lýstu óspart grimmdar- verkum þeirra og ránum. Undanfarna áratugi höfðu Tyrkir rænt víða um strendur Norðurálfu, og þjakað og skelft hinn kristna heim. Þeir höfðu rænt allt norður um Bretlandseyjar og komizt til Noregs. Sumir hinna her- leiddu, höfðu komist heim aftur, ýmist sloppið úr herleiðingunni eða verið út- leystir. Þeir sögðu ófagrar sögur af með- ferðinni og þrældómnum í Barbaríinu. Prestar siðabótakirkjunnar notuðu Tyrki í predikunum sínum, sem nokkurs konar ógnvald á jörðinni og sanna sendi- menn Djöfulsins. Eins og áður var getið, eru til í íslenzkum guðsorðabókum mikið af bænum gegn Tyrkjum, sálm- um og predikunum, og þótti þetta hin hollasta fæða í andlegum efnum um margar aldir. Ofan á grát og kvein fólksins í lest- um ræningjaskipanna bættist svo kristið harmakvein og áköllun á Guð, eins og siður var hjá nauðstöddu fólki þeirrar aldar. En kjarkbetra og reyndara fólkið fór brátt að snúa sér að öðru. Það fór að búa um sig í lestunum eftir beztu getu og hlúa að sér og sínum, vitandi að ekki var sköpum rennt. íslenzkar heimildir greina, að sjóræningjarnir hafi mjög hrakið hertekna fólkið fyrir trúariðkanir, og bannað því harðlega að yfirhafa bænir, Jesúnafn og sign- ingar. Þetta er að öllum líkindum rétt og hefur margur maðurinn orðið að gjalda harðlega fyrir trú sína. Hægurinn var hjá fyrir sjóræningjana, að fylgjast vel með trúariðkunum hinna herteknu, þó að þeir sjálfir skildu lítið af slíku, því að allar líkur benda til, að talsverð- ur hópur af ræningjunum hafi verið Norðurálfumenn, ýmist herteknir eða ræningjar og illræðismenn frá kristn- um löndum í Norðurálfu. í þann mund og lengi síðan, var Algeirsborg eitthvert illræmdasta ræningjabæli í veröldinni, þangað safnaðist alls konar illþýði og stundaði þaðan sjórán og annan reyfara- skap. Prestafjölskyldurnar tvær úr Vest- mannaeyjum sem hér verður aðallega sagt frá, voru fyrst í stað sitt í hvoru skipi. Síra Ólafur Egilsson, kona hans og börn voru í stærsta skipinu, og komu ræningjarnir fremur vel fram við hann á leiðinni út, enda var kona hans komin á steypirinn. þegar þau voru hertekin. En ræningjunum var mikill akkur í að ná í ungviði, börn og unglinga. Margrét Jónsdóttir ekkja síra Jóns Þorsteins- 22 FÁLKINN sonar píslarvotts og börn hennar, Mar- grét og Jón, voru fyrst í stað á öðru skipi. En fljótlega voru þau færð á stóra skipið til síra Ólafs. Varð þar fagnaðar- fundur, þó kringumstæðurnar væru ill- ar. Á 11. degi frá brottförinni úr Vest- maimaeyjum, fæddi kona síra Ólafs sveinbarn. Varð sveinninn skírður á laun af föður sínum og honum gefið nafn síra Jóns píslarvotts. Siglingin suður eftir gekk sæmilega, þó hrepptu þeir talsverðan storm og að- skildust skipin. Síra Ólafur Egilsson gefur í skyn í ferðasögu sinni, að Tyrkir hafi orðið hræddir um að farast, sakir óveðursins. En þeir voru ekki ráðalaus- ir, þeir færðu guði sínum fórn, sem síra Ólafur telur auðvitað vera djöfulinn. Síra Ólafur segir svo: „Tóku þeir það til ráðs, að þeir skáru hrút einn feitan, svo sem til offurs djöflinum eður ein- hverjum af guðum sínum og skiptu honum í tvo hluti og köstuðu sínum helming út á hvort borð, og þá stillti storminn innan fárra tíma.“ Svo máttug hefur fórnin verið. Eftir miðjan ágúst komu ræningjarnir til Algeirsborgar. Var herleidda fólkið brátt flutt í land og búið undir að vera fært á torg þar sem það var selt mann- sali. Fróðlegt er að svipast um í íslenzk- um ritum og sjá, hvernig mannsalinu í Tyrkeríinu er lýst. Þannig greinir frá því í einu riti, er það sennilega þýtt: „Það er bæði aumt og hörmulegt að lesa og skrifa, hvernig þeir kristnu verða plagaðir sem fangaðir eður keyptir eru og verða af þessu barbariska fólki. Þegar mannkauparnir, sem höndla með þessar aumu mannskepnur að selja þær nokkrum, koma í eina borg um kvöld, sem markaðurinn er haldinn, og flytja þessa fanga að morgni á torgið svo sem sauðahjörð, þar til gengur kaupmaður- inn og skoðar þessar manneskjur, eins

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.