Fálkinn


Fálkinn - 21.03.1962, Blaðsíða 38

Fálkinn - 21.03.1962, Blaðsíða 38
VERKASKIPTI Frh. af bls. 36. gerðir, og þar sem nú er sunnudagur, er engin hætta á öðru en lafði Anguish sitji við hannyrðir sínar, hljóð og prúð fram að háttatíma Ég skal kvarta um höfuðverk. Losið okkur við þessa Bur- bagestúlku, og við munum lifa ham- ingjusömu lífi upp frá því.“ Þá mælti hann: „Ég hef verið bjáni, og ég er hræddur um, að ég sé búinn að eyðileggja líf mitt.“ „Vitleysa,“ anzaði ég. „Það standa betri tímar fyrir dyrum, þótt okkur endist kannske ekki ævi til að lifa þá eins og sagt er. Komið yður af stað klukkan rétt sex, og ég skal sjá um heimilið.“ En þegar klukkuna vantaði fimmtán mínútur í sex, og við vorum búnir að skipta um föt og skilríki, var dyrabjöll- unni hringt, hátt og ákveðið. „Réttara að svara,“ sagði ég. Hann fór niður og opnaði dyrnar. Mér til mikillar skelfingar heyrði ég sagt með hárri og hljómmikilli röddu: „Komdu sæll, Elwes. Við þurfum að hitta An- guish lávarð, viltu vísa okkur upp til hans. Verst að þurfa að ryðjast svona inn á sunnudegi, en þetta er allmjög áríðandi.“ Eg gægðist niður og sá, að í forsaln- um stóðu tveir af allra nánustu við- skiptamönnum lávarðarins, — John McGee frá Toronto og grískur maður sem hét Daphnis. Hér var ekki um ann- að að ræða en halda leiknum áfram, kaldur og rólegur. „Vísaðu þessum heið- ursmönnum hingað upp, Elwes, bjáni.“ Þeir gengu upp í viðtalsstofuna, gamla og skuggsýna, McGee fjörlegur og Daphnis virðulegur, Báðir höfðu orð á því, hvað ég liti vel út. En Anguish lávarður stóð hjá og hlustaði á, ósegj- anlega þýlegur í fátæklega frakkanum sínum — og skalf. Loks ýtti ég honum út úr stofunni, að sönnum hætti hins rétta lávarðar og skipaði honum í skræk- um rómi að koma með hressingu. En milli setninga hvíslaði ég að honum: Við verðum að sjá okkur færi á að skipta aftur um föt.“ Daphnis varp nú orðum á mig. „Okkur þykir mjög fyrir því, Anguish lávarð- ur, en koparviðskiptin í Alberta hafa orðið á undan áætlun.“ „Svo við verðum að biðja yður að undirrita tvær ávísanir,“ bætti McGee við. „Á hvíldardaginn?“ spurði ég kulda- lega. „Já, fari það kolað!“ sagði McGee. „Hvað sem öllum hvíldardögum líður, eru kaupin farin í hundana ef þér skrif- ið ekki undir ásamt okkur Daphnis. Þér getið friðað samvizkuna með því, að gefa fáein pund af gróðanum til ein- hverra guðsþakka.“ Ég grenjaði fram til Anguish lávarð- ar; „Kampavín! Úrvalið frá 1906!“ Mér 38 FÁLKINN kom til hugar, áð ná honum niður í kjallara og skipta þar um föt í hvelli. En nú kom lafði Anguish á sjónarsvið- ið og þeir félagar urðu gagnteknir af aðdáun fyrir útliti hennar. Henni var því nauðugur einn kostur, að bjóða þeim að taka sér kaldan málsverð. Þarna. sat ég í klípunni, en Anguish lávarður stóð eins og hörmungin hel- ber, og gerði kraftaverk í klaufaskap við diskana á skutilborðinu. Þrem sinnum reyndi ég að ná honum einum í eldhúsinu og jafnoft varð ég að snúa frá. Þér spyrjið ef til vill, hvernig um- skipti okkar lávarðarins hafi getað far- ið framhjá athugulum augum gestanna? Auðvitað tóku þeir það sem sjálfsagð- an hlut, að ég væri Anguish, og datt ekki í hug að gefa því gaum. Ég hagaði mér líka í öllu eins og hans tign. Ég vatt mér nú að honum. „Þú ert drukkinn og vitlaus, fyllirafturinn þinn!“ hvæsti ég. „Fáðu mér þennan hníf, api,“ sagði ég, og svo framvegis. En undir niðri bað ég þess, að tækifæri bærist upp í hendur okkar. Það kom þegar hann bar inn ábætinn. Það var risavaxin rjómaterta, herra minn, indæll réttur og sherry hellt yfir, með ávöxtum og hlaupi. Ósköpin öll af þeyttum rjóma og skreytt með kirsuberjum og hvönnum, rennvættum í brennivíni. Nú afréð ég að sleppa mér alveg, og urraði: „Ferðu svona að því að bera fram rjómatertu? Eins og halt- ur hænuungi! Ég þreif fatið úr höndum hans og veifaði því eins og maður, sem er vitstola af reiði. „Heldurðu kanske að þú rért að búa til moldarkökur, eða hvað. Það er mikið að þú skulir ekki fleygja öllu saman í okkur, og láta þar með lokið.“ Eg lézt fá kipp í handlegginn og kast- aði beint framan í hann fullri skeið af tertunni. Það var mikið og ægilegt augnablik! Ég notaði mér uppnámið, þreif í hálsmál Anguish lávarðar, hratt honum út úr stofunni og hrópaði: „Sjáðu hvað þú lézt mig gera! Fram í búr með þig, laxi.“ Meðan lafði Anguish bað gestina af- sökunar með mörgum fögrum orðum, hamaðist ég við að þurrka framan úr lávarðinum með votum klút, færði hann úr lafajakka mínum en klæddi hann í sinn eigin, lét hann í lyftuskóna, og sagði: „Farið nú inn og skrifið undir ávísanir yðar.“ Því næst makaði ég á mig ögn af rjóma, fór síðan inn eftir fimm mínút- ur og sagði: „Herra lávarður, á morgun leita ég ráða hjá lögfræðingum mínum. Eftir það strunsaði ég út, líkt og stór- móðgaður. Daginn eftir vék ég því að Anguish lávarði, að hann skuldaði mér tvö þús- und pund. Hann var góður kaupsýslu- maður og svaraði: „Ég er kominn í sjálf- heldu og ég skal borga. En þá verður þú að fara til ungfrú Burbage og játa að það hafir verið þú, sem heimsóttir hana síðustu fimm vikurnar, — klædd- ur mínum fötum. Þá er ég laus við það.“ Og græðir fimm hundruð á því, hugs- aði ég og dáðist að kænsku hans. Þá spurði ég: „Fráleitt er ungfrúin ekki neitt flón, og hví skyldi hún þá trúa mér?“ Hann blóðroðnaði og leit undan, síðan svaraði hann: „Þú skalt kalla hana gælu- nafninu Lillu Rillu. Og vita skaltu að hún nefnir mig á sama hátt Litla Kitla.“ Ég féllst á þetta, þó mér litist ekki á það, og tók við peningunum. Þegar ég var að fara, kvaddi lafði Anguish mig til dyngju sinnar og seldi mér í hendur umslag nokkurt. „Það er til yðar Elwes opnið það ekki núna. Sælir“. Hún tók svo fast í hönd mér til kveðju, eins og þeir gera í Michigan, að við sjálft lá, að hún gengi úr liði Síðan lét hún mig fara. Það var pappírsblað í umslaginu, og á því stóðu þessi orð: Hugmyndin um Blackadder var snjöll, en handtökin við rjómatertuna voru meistaraverk. Kærar þakkir. Hjá því lá ávísun fyr*i‘ eitt þúsund pundum. Herra minn, særinn er djúpur og dul- arfullur. En hjarta konunnar .... Herra Elwes hló og mælti: „Eftir þetta dró ég saman allt mitt sparifé, taldi Robbins gamla á að hætta, og tók sjálf- ur við gistihúsinu hans, eins og ævin- lega hafði verið mitt áhugamál.“ „Eftir að hafa fullnægt yðar innstu þrá,“ bætti ég við. „Alveg rétt, herra minn.“ „Var ungfrú Burbage með nokkrar vífilengjur?“ „Nei. Hún sagði bara: Ég hefi verið göbbuð Haltu þér saman, — ég get kom- ið upp um þig, þegar mér sýnist.“ Ekki var við annað komandi, en að hún skil- aði aftur gimsteinsarmbandi, sem hún taldi mig hafa gefið sér. Hún var viss um að ég hlyti að hafa stolið því.“ „Eigið þér armbandið?“ „Svo sem quid pro quid, herra minn.“ „Og þetta dásamlega viský?“ „Ég lét senda mér það sjálfur Það komu aldrei neinar kvartanir. Gjörið svo vel að bæta ofurlítið á yður.“ „En þau Anguish-hjónin?“ „Mikil ósköp, Anguish lávarður varð ástfanginn.“ „Af annarri dansmey?“ „Nei, af náðugri lávarðsfrúnni, sinni löglegri ektakvinnu. Og þau voru mjög hamingjusöm, er mér sagt. Og mér er sagt allt, herra minn. Hún gat eytt allri grimmd úr eðli hans og gert hann sér eftirlátan.“ Herra Elves geispaði með lokuðum munni, svo sem yfirþjónar, lögfræðing- ar og sálkönnuðir geta, einir manna. „Það er allt saman eins og draumur." mælti hann. „Hvað sem hann svo kann að þýða-------“ „Það er kominn tími til að bjóða góða nótt,“ sagði ég og skildi bending- una. „Ef yður liggur endilega á,“ svaraði herra Elwes.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.