Fálkinn


Fálkinn - 21.03.1962, Blaðsíða 19

Fálkinn - 21.03.1962, Blaðsíða 19
skipulagning og ókosti þess að allt fram- kvæmdavald færðist á fárra manna hendur. Ekki minnkaði áhugi Kistjáns fyrir þjóðmálum við það er þessi sann- indi urðu honum ljós og hann hefir alla tíð ritað mikið um þjóðfélags- og efna- hagsmál í dagblöð og tímarit. Frá Askov lá leiðin til íslands heim á fornar slóðir í Þingeyjarsýslu, þar sem hann gerðist farkennari í Reyk- dælaskólasvæði í Suður-Þingeyjarsýslu. Suður fór Kristján aftur að lokinni vetr- arkennslu nyrðra og settist um haustið í Kennaraskólann í Reykjavík og tók um vorið próf upp úr öðrum og þriðja bekk með láði og var þar með orðinn kennari. Eftir þetta gerðist hann kennari í Vestmannaeyjum, allt til 1938. Honum féll kennslan vel og þótti góður upp- fræðari og hafa gott lag á unglingum. Á árunum í Eyjum skrifaði Kristján nokkrar barnabækur, sem út voru gefn- ar og nutu vinsælda. Þá gaf hann út bókina íslenzka myndlist, sem hann safnaði og skrifaði að nokkru leyti. Kristján málaði á sumrin og neytti allra bragða til að kynna sér málaralistina, svo sem vikið verður að síðar Sumarið 1937 skýtur honum upp í skýrslum Síldarverksmiðja ríkisins, sem gjald- kera verksmiðjunnar á Raufarhöfn og nætsu tvö sumur á eftir er hann þar verkstjóri. Að loknum fyrsta skólavetri í Vestmannaeyjum fór hann í trygginga- leiðangur. Keypti hesta sunnanlands og reið austur sveitir, um suður og austur- land allt norður í Þingeyjarsýslur. Sam- hliða tryggingunum seldi hann fatnað, hafði þá umboð fyrir brezkt firma, tók mál og svo komu fötin í pósti. Árið 1938 stofnaði Kristján Útvarps- tíðindi, þá nýkominn af blaðamanna- námskeiði í Stokkhólmi. Má af þessu nokkuð ráða, að það var fátt daglegra vandamála, sem þessi ungi kennari í Vestmannaeyjum lét sér óviðkomandi. Árið 1938 flytur Kristján til Reykjavík- ur og starfar að útgáfu tímaritsins. Um haustið hófst heimsstyrjöldin síðari. Styrjöldin stráði tortímingu og dauða yfir borgir nágrannalandanna og eyðilegging blasir hvarvetna við. Jafn- vel á hafinu umhverfis ísland berast menn á banaspjótum og íslenzkir menn verða vígvélunum að bráð Undanfarinn áratug hafði ríkt atvinnu- leysi á íslandi, kröm í viðskiptum og svartsýni í framkvæmdum. En hér sannaðíst svo áþreifanlega máltækið, að eins dauði væri annars brauð. Fljótlega eftir stríðsbyrjun taka atvinnuvegirnir að blómstra. Landið er hernumið og herinn og hinir innlendu atvinnurekendur togast á um vinnu- aflið. Gömul atvinnufyrirtæki þenjast út og önnur ný eru stofnuð. Árið 1941 selur Kristján tímarit sitt og tekur á leigu kjallara í húsinu nr. 19 við Skólavörðustíg, ræður til sín ungan og snjallan klæðskera og stofnar fyrir- tækið: Klæðagerðin Últíma h.f. Við ýmsa byrjunarörðugleika var að etja, en þó gekk fyrirtækið svo vel, að þrem árum seinna flutti það í nýbyggt hús við Bergstaðastræti og hafði þá margt fólk í vinnu. Seinna fluttist það á Laugaveg 20 og fyrir fáum árum byggði Kristján í félagi við annan fyrstu verzl- unarmiðstöðina hér á landi, Kjörgarð við Laugaveg. Sú saga var einu sinni sögð, að á þeim árum er Kristján var kennari í Vestmannaeyjum hafi hann komið til Reykjavíkur og ætlaði m. a. að kaupa sér frakka. Frakka gat hann fengið, en hann kostaði 300 krónur, sem þá samsvaraði mánaðarlaunum kenn- ara. Kristján varð því að hætta við frakkakaupin að sinni, en sagt er að þetta atvik hafi leitt til mikilla heila- brota um hvernig hægt væri að bæta hér um; framleiða föt við vægara verði, svo það er kannske engin tilviljun að Úl- tíma varð fyrst þriggja fyrirtækja hér á landi til þess að seríuframleiða karl- mannafatnað. En fyrst maður saumar föt, því þá ekki að framleiða dúkana líka? Fyrir næstum áratug keypti Kristján vefstóla og byrjaði að vefa. Þessi starfsemi hef- ir stöðugt vaxið síðan og þessa dagana er verið að grafa fyrir nýju verksmiðju- húsi suður í Kópavogi, þar sem vefstól- arnir og fágunarvélar, nýlega keyptar, verða til húsa. Framleiðslan er margs- konar kambgarn, tveed, gluggatjöld og áklæði. Hjá Últímu vinna nú um 60 manns. Þótt í mörgu sé að snúast daglega og dagurinn endist vart til alls sem gera þarf, hefir Kristján aldrei lagt málara- listina á hilluna Heima í sveitinni var enga tilsögn að fá og tæki til listiðkun- ar fábrotin, unz ágætur maður, Einar á Ærlæk, gaf honum teikniáhöld og lita- Framhald á bls. 32. FÁLKINN 19

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.