Fálkinn


Fálkinn - 21.03.1962, Blaðsíða 18

Fálkinn - 21.03.1962, Blaðsíða 18
ÍSLENZKIR FRAMKVÆMDAMENN Kristján Friðriks- son í Últíma KENNARIp RITSTJORI, KAUPMAÐUR OG Allar götur síðan Skúli fógeti var og hét, hefir iðnaður verið vaxandi atvinnu- grein á íslandi. Heimilisiðnaður hér á landi miðaðist lengst af við öflun klæða og tilbúning þeirra, skógerð úr misjafnlega end- ingargóðum efnum, og ýmislegt annað, sem búið mátti ekki án vera. í dag er iðnaður á íslandi stór at- vinnugrein og vaxandi. Félagasamtök og einstaklingar hafa lagt hugvit og fjár- muni í að iðnvæða landið og árangur- inn er hreint ekki slæmur miðað við þá reynslu erlendis að það taki minnst þrjá mannsaldra að breyta landbúnaðarþjóð í iðnþjóð. Það sem áður var unnið í baðstofum sveitabýlanna, er nú unnið í stórvirkum vélum verksmiðjanna. íslenzka ullin er kembd, spunnin og ofin í stórvirkum og fullkomnum tækjum. Skæðin eru sniðin og saumuð í nýmóðins skó. Fötin eru sniðin og saumuð af færum fag- mönnum og gefa reyndar ekkert eftir því sem bezt gerist í nágrannalöndunum. Næstum öll þessi breyting hefir átt sér stað á einum mannsaldri. Einn þeirra einstaklinga, sem hvað hæst hefir borið í hópi iðnrekenda hin síðari ár, er Kristján í Últímu. Á þeim rúmlega tuttugu árum, sem liðin eru síðan hann opnaði fyrirtækið í kjallara á Skólavörðustígnum, hefir stjarna hans farið hækkandi á himni iðnmála og um þessar mundir hefst hann handa um byggingu stórrar verksmiðju. Kristján Friðriksson er fæddur að Efri-Hólum í Núpasveit í Norðurþing- eyjarsýslu hinn 21. júlí árið 1912. For- eldrar hans voru þau Guðrún Halldórs- dóttir Guðbrandssonar bónda á Syðri- Brekkum, Sauðaneshreppi í Norður- Þingeyjarsýslu og Friðrik Sæmundsson Jónssonar bónda að Narfastaðaseli, Reykdælahreppi í Suður-Þingeyjarsýslu. Friðrik var dugandi bóndi og sá búi sínu vel farborða, en þó hafa kunnugir menn sagt, að til móðurinnar sæki Krist- ján skerpu sína og dugnað og þá sköp- unarlöngun, sem alla tíð hefir einkennt hann. Það vakti umtal um sveitir aust- ur- þar, er Guðrún húsfreyja á Efri-Hól- um sendi ull sína til Noregs til vinnslu, fékk heim fullunna dúka, sem hún síð- an sneið niður í fatnað, saumaði og seldi. Kristján var 6. í röðinni tíu barna þeirra Efri-Hóla hjóna og var snemma bráðger. Séra Páll Þorleifsson prestur að Skinnastað, kenndi piltinum kristin fræði og fermdi og fékk svo mikið álit á þessum áhugasama nemanda, að hanrt bauðst til að kenna honum undir skóla Hjá séra Páli var Kristján í læri í tvo vetur, en fór að því komnu til Ak- ureyrar og settist á skólabekk hjá hin- um kunna Sigurði skólameistara í Menntaskóla Akureyrar Eftir eins vetrar dvöl í M. A. tók Kristján gagnfræðapróf. Séra Páll Þor- leifsson hafði mjög kvatt til þess að hann legði fyrir sig langskólanám, en þá þegar höfðu Kristjáni opnast töfra- 18 FÁLKINN heimar listarinnar, sem síðan hafa ekki yfirgefið hann. Hann langaði til að verða málari. Ungur að aldri fór pilturinn að teikna það sem fyrir augun bar og fyrir ferm- ingu þótti hann sérlega slyngur að teikna mannamyndir og gerði þá m. a. myndir af ýmsum bændum í Núpasveit. Ungur listmálari úr sama hverfi hafði á þessum árum getið sér frægðar og frama, Sveinn Þórarinsson. Það var því ekki óeðlilegt, að unglingur með jafn ótvíræðar listgáfur og listhneigð léti sér detta í hug að ganga listbrautina. Senni- lega munu þessar þenkingar hafa valdið því að Kristján lét gagnfræðaprófið duga í Menntaskólanum á Akureyri og sigldi til útlanda sumarið 1930. Mun Kristján nú hafa farið að hugsa til að velja sér kennslu að lífstarfi. Það starf veitti aðstöðu til að gefa sig að hugðar- efninu — málaralistinni — yfir sumar- mánuðina. Það var heldur fátítt í þann tíð að sveitapiltar innan við tvítugt legðu í slík langferðalög, en „Út vil ek“ sagði víkingurinn er vildi til íslands forðum og út vildi Kristján. Hann hafnaði um haustið á Vallekilde Folkehojskole á Sjálandi. Að lokinni verunni í Valle- kilde, hélt Kristján til Askov og fór þar á tæplega árs kennaranámskeið í smáriti sem Kristján birti 1959 um stefnu Framsóknarflokksins, kemur fram að í Askov urðu að vissu leyti þátta skil í lífi hans. Þessi. þingeyski gáfaði piltur hafði frá barnæsku verið mjög áhugasamur um þjóðmál. Hann dreymdi um framtíðarríki sósíalismans hér á jörð og var óragur við boðun þeirrar kenningar. En í Askov urðu umskipti. Við nánari athugun fann hann ýmsa höfuðgalla á skipulagi sósíalismans, of-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.