Fálkinn


Fálkinn - 21.03.1962, Blaðsíða 36

Fálkinn - 21.03.1962, Blaðsíða 36
VERKASKIPTI Frh. af bls. 34. Látleysi hennar snart mig djúpt, en þó gjammaSi ég: ,,Það er sama, eitthvað hlýtur að vera undir þessu fargi, sem ætlar að kæfa þig. Ég ætlast til að þú sért kvenmaður — á vissan hátt — en enginn bölvaður brekkusnigill. Og ég ætla að gera gangskör að því, að grafa þig út.“ „Ég skil ekki við hvað þú átt,“ mælti hún. „Nei, þú skilur ekkert. En í fyrra- málið klukkan níu, ætlast ég til að þú fáir bílinn og farir að hitta frú Black- adder.“ Frú Blackadder var ein af þessum fátæku en gramgjörnu heiðurskvinnum, er lifa á samböndum sínum, þær hafa vit á að velja og hafna, þær innleiða nýja tízku og lifa sæmilegu lífi á um- boðslaunum sínum. Þær fylgjast með því nýjasta í allri skreytingu innanhús. Þær koma af stað úttektaræði og eru hægri hönd allra klæðskera og tízku- sala. Þangað beina þær stöðugum straumi ríkra en ráðlausra viðskipta- vina. Þær eru á leynisamningi við hár- skera og hótelstjóra. Þessa manntegund hljótið þér að þekkja? Ég hélt áfram: „Frú Blackadder mun hjálpa þér til að velja nýjan alfatnað, hæstmóðins en þó smekklegan. Þú ert fertug, en sýnist vera sextug. Ég vil að þú lítir út eins og þrítug. Láttu klippa hár þitt og lita það. Kastaníubrúnt vil ég helzt. Frú Blackadder fer með þér til beztu — það er að segja dýrustu — fegrunarstofu ósmekklegra kvenna. Láttu þá nudda þig og núa leir inn í þitt einfeldningsandlit, og snyrta það, — glæsilega en smekklega. Hún hjálpar þér til að velja rétt undirföt — silki, knipplinga og svo framvegis. Uss, ég lít aldrei á þau,“ bætti ég við með sann- færingu. „En mér er sagt, að konum eins og þér, líði betur í þeim, og ef þér líður betur, þá lítur þú betur út. Heyrirðu hvað ég er að segja?“ Lafði Anguish var hreint orðlaus af undrun. Nú tók hún til máls: „En þú hefir alltaf-----“ „Skiptir engu máli hvað ég hef allt- af!“ „En kostnaðurinn!“ „Mætti segja mér að það væru þínir eigin peningar, eða hvað?“ hreytti ég út úr mér. „Ég býst við því. En þó;-------“ „Allt í lagi!“ Mikið gat ég verið göf- uglyndur. „Ég skipti mér ekki af, þó það kosti þúsund pund. Og hafi Black- adder hönd í bagga með þér, máttu þakka fyrir að sleppa með þá upphæð tvöfalda Komdu aftur annað kvöld, fegr- uð og fullkomnuð, ellegar ég vil fá að vita hvers vegna svo er ekki. Aðeins fyrirbýð ég þér, að hafa pilsin of stutt. Og takist þér sérstaklega vel, skal ég lofa þér að bera perlur móður minnar.“ 36 FALKINN Hún bjóst til að fleygja sér í fangið á mér, en ég bandaði henni frá mér og sagði: „Þú veizt að ég vil fá að vera í friði. Farðu að hátta!“ Hún andaði til mín kossi og var nærri því falleg í sinni nýfundnu hamingju. Sú myndi ekki sofa mikiðí nótt,ef ég átti rétt að þekkja hve æsandi áhrif tilhlökk- unin hefir á tilfinningalífið. Anguish lá- varður kom litlu síðar og við höfðum fataskipti „Ekkert jafn ilmandi og dyggðin, herra lávarður," sagði ég. „Við hvað áttu?“ „Aðeins það, að í ákafa yðar við boð- un fagnaðarerindisins, virðist þér hafa svitnað af ilmvatni,“ svaraði ég, þefaði af ermi minni og burstaði hana. „Farðu að hátta!“ Daginn eftir spurði hann mig, hvar lafði Anguish hefði falið sig. Ég svaraði ósköp hreinskilnislega: „Hvað er þetta, herra lávarður, þér senduð hana út í búðagerð. Þér sögðuð náðugri frúnni í gærkvöldi, að hana vantaði bæði föt og fleira. Ég býst við að náðug frúin verði mestallan daginn í ferðinni." Hann urraði eins og rándýr. „Ég — ,“ byrjaði hann en beit það sundur. „Þú -----,“ hélt hann áfram, en svelgdist á. „Það-------,“ Og loksins: „Þetta skaltu fá borgað!“ Ég svaraði; „Ekki ég, herra lávarður. Ég var í St. Johns Wood, að sinna störf- um hinna réttlátu í húsi ungfrú Hya- sintu Burbage frá Léttúðarleikhúsinu.“ „Hvað veizt þú um ungfrú Burbage?“ æpti hann ógnandi. Hún býr við Chittermole númer sex. Við börgum leiguna. Þjónustustúlkan hennar heitir Constance Green. Con- stance er trúlofuð bílstjóra Tygoe lávarðar, — ungum og viðkunnanlegum manni, sem heitir Hi'tchen. Hann tekur stundum þátt í kastkeppni í Marlowe Mews, þér kannist við það, heiðarlegt hús, þar hittumst við stundum og' spjöll- um um daginn og veginn. Ungfrú Burbage notar þessa tegund ilmvatns, sem ermin mín lyktar af. Henni finnst ég vera gamall og meinlaus græningi, og hefir kallað mig „kven- saman klæðamöl“ Hún----------“ „Þetta er nóg!“ æpti Anguish lávarð- ur afmyndaður af bræði. „Hún ætlar að reyna að fá mig til að kosta söngleik.“ „Ég sagði: Þetta er nóg!“ En ég hélt miskunnarlaust áfram: „Auðvitað er ég ekki svo ráðvilltur, að mér komi til hugar að gera neitt því- líkt, þótt ég kunni að vera kvensam- ur klæðamöiur. Hyasinta Burbage er nefnilega gjörsneydd öllum hæfileik- um, svo þetta væri sama og að fleygja peningunum í sjóinn. Og hversu svo sem ég kann að vera frakkur í fýsn minni eftir að hrifsa hana eins og eldi- brand úr íkveikju, haggar það ekki þeirri staðreynd, að hún er í ástamakki við Bosville húsarakaftein. Hinsvegar vek ég ekki aðrar kenndir hjá henni en óbeit og viðbjóð.“ Við þetta lét hann alveg bugast. Svo mikla fyrirlitningu sem ég hefi á hræsn- urum þeim, er slá um sig með ritningar- greinum, þá get ég nú varla annað en vorkennt honum, svo var hann yfir- kominn af eymd og smán. „Komið nú, herra lávarður,“ sagði ég. „Við skulum halda þessum feluieik áfram einu sinni enn á sunnudaginn kemur. Færið þessari Burbage stúlku skilnaðargjöf og leggi svo í langa og hressandi sjóferð með náðugri frúnni. Hún verðskuldar það, því hún er bæði góð kona og fögur, og þér vitið ekki hvort þér hafið ævin- lega efni á því.“ Áður en hann gat komið því við að svara mér, gekk lafði Anguish inn úr dyrunum. Og þá gleymdi ég mér satt að segja svo að ég gapti Hún hafði farið brott sem leirmoli, en kom aftur sem listaverk. Hár hennar var stuttklippt og litað smekklega rauðbrúnt, fagur- lega liðað í fíngerðar bylgjur. Varirnar voru vel litaðar og báru vott um festu, en gráu augun ljómuðu. Hér var sjá- anlega hefðarfrú, sem vissi og fann, að hún var í silkiklæðum næst sér. Hún bar sig tígulega og bauð af sér góðan þokka, — eins og gyðja, hefðu skáldin sagt. Aðeins var fótaburður hennar ofurlítið óviss, vegna háhæluðu skónna. „Jæja, Jón,“ sagði hún brosandi. Ég hafði aldrei séð hana brosa fyrr, en vænt þótti mér um að hún skyldi gera það, því hún beinlínis ljómaði í bros- inu. Jæja, Jón, leiðist þér enn þá að horfa á mig?“ Hann starði á hana eins og stein- runninn og stamaði: „Nei — nei — það er nú eitthvað annað.“ „Og ætlarðu þá að lofa mér að bera perlur móður þinnar?“ „Perlurnar hennar mömmu? Ég býst við því.“ „Frú Blackadder sagði að perlur misstu ljóma við að liggja ónotaðar. Það var indælt af þér, að senda mig til hennar, Jón.“ „Já,“ svaraði hann tómlega, strauk sér um augun og leit aftur á hana. „Já, já „Bíddu þangað til þú sérð nýju gler- augun mín,“ hélt hún áfram. Þau eru komin í franska umgerð úr skjaldböku- skel, settri örsmáum gimsteinum. Ó, ég veit að ég er óskaplega heimsk og hé- gómagjörn, en ég get ekki að því gert, að mér finnst ég vera orðin ung stúlka. Og mér hefir aldrei fundizt ég vera ung stúlka fyrr.“ Þannig leið vikan, að ekkert bar til tíðinda, og sunnudagurinn rann upp. En Aneuish lávarður var áhyggjufullur. Loks sagði hann við mig: „Elwes, ég ætla að binda endi á þessi bjánalæti okkar í kvöld. Ég er hræddur um að ég geti ekki haldið því áfram. Hver hefði trúað því, að konan mín byggi yfir slíku fjöri?“ „Gott og vel, herra lávarður. Sjónin skýrist ekki við gimsteinum settar um- Frh. á bls. 38.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.