Fálkinn


Fálkinn - 21.03.1962, Síða 10

Fálkinn - 21.03.1962, Síða 10
ff er ósköp venjuleg í útliti • • • — Þá sagði ég bara „nei takk“, — og eí' mig langaði í mat, fór ég í bió eða leikhús í staðinn fyrir að borða. Þetta tók eina þrjá mánuði. Ég hreyfi mig heldur elckert í Holly- wood, héma heima átti ég hund sem ég þurfti að viðra, og stundum fór ég í strætó, — en ég hef aldrei farið í strætó í Hollywood. Þar eiga allir bíl. . . . — En þú hefur nóg að gera? Já, alla daga. 1 Hollywood er um að gera að þekkja sem flesta og hafa sem mest sambönd. En það tek- ur sinn tíma, og það er erfitt að vera alltaf tilbúin að gera, hvað sem vera skal. Ég geri allt, sem er nógu vel borgað og mér finnst nógu gott. En samkeppnin er ægileg, get ég sagt þér. Stundum eru 500 umsækjendur að sækja um það sama, og oft hef ég verið ein af tíu eða jafnvei önnur af tveim og ekki fengið starfið. Það tek- ur á taugamar. Rétt áður en ég kom núna heim, keppti ég um að fá að auglýsa sápu. Við áttum að vera á skautum og ég hefði orðið hlutskörp- ust, — ef ein liefði ekki verið skautadrottning! —■ Hef ég sagt þér, hvernig stóð á því að ég hyrjaði að reykja? — Það var auglýst eftir stúlku til að auglýsa sigarettur. Ég fór, og það vom mörg hundruð stúlk- ur, sem sóttu um þetta. Ég plataði svolitið í viðtalinu, — sagðist vera alvön að reykja, — en í rauninni hafði ég aldrei reykt ofan í mig. Mér var sagt að koma til reynslu daginn efth’, — og ég fór beint heim, settist við að reykja og hætti ekki fyrr en ég gat reykt ofan í mig. Mig sveið i hálsinn og mér var óglatt, en ég fékk vinnuna.... Pelsinn minn fékk ég ódýrt af því að ég módelleraði fyrir þá í einni finustu pelsabúðinni i Beverley Hill og ég auglýsti cadill- •aca.... — En elsku Sirrý min, finnst þér þetta borga sig? — Já, þvi ekki það? Ekki vildum við hætta í 5. bekk í menntaskóla. Eins vil ég ekki heldur hætta við háfnað verk. Ég hef engan áhuga á að gifta mig strax. — Éinnst þér þá „stjörnurnar“ hamingjusamari en annað fólk? — Hamingjusamari! Nei, það held ég ekki. En það er upp og ofan.... — Nei, t.d. Tuesday Wild, hún er nú á toppinum núna, — en ekki finnst mér hún neitt skemmtilega glöð i boðum. . . . En einkalífið er allt öðru- vísi en kvikmyndirnar. . . . — Hvers vegna ferðu ekki út í leiklist hér lieima? — Ég hef meiri áhuga á kvik- myndaleik, — og ég fór nú þarna í þannig skóla.... Auðvitað elska ég mitt land og alla mína vini, en hvers

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.