Fálkinn


Fálkinn - 21.03.1962, Blaðsíða 37

Fálkinn - 21.03.1962, Blaðsíða 37
□TTD - BARDAGINN UM ARNARKASTALA Þegar hinn þorparinn sá, hvernig Ottó hafði leikið félaga hans, missti hann kjarkinn, þvi að hann vissi vel að hann var enginn keppinautur fyrir svo hraustan riddara. Og í stað- inn fyrir að leggja til atlögu, sneri hann hestinum og lagði á flótta. Hann kallaði hástöfum á hjálp. Það hefði verið skynsamlegra að hætta við eftirförina, en Ottó vildi ekki hætta leiknum. Nú var hann á góðum hesti, og átti gott tækifæri til að komast leiðar sinnar og burt. Hróp reið- mannsins urðu til þess að fólk þyrptist út úr tjaldbúðunum. Meðal þess var Ruth. Hún varð skelfingu lostin, þegar hún sá, hver riddarinn var. „Ottó“, kallaði hún. Þegar Ottó sá stúlkuna, áttaði hann sig, en því miður var það of seint. Alls staðar I kring voru vopnaðir menn og þeir nálguðust hann óðum. Það væri einskær heppni, ef honum tækist að komast undan. „Víktu“, sagði hann við stúlkuna. „Ég ætla ekki að láta þennan skríl drepa mig.“ „Nei, Ottó“, sagði hún og tók i tauminn. Síðan sneri hún sér að hinum vopnuðu mönnum og skipaði þeim að víkja. Þeir mölduðu í móinn og höfðu í hótunum. „Hlustaðu á mig, Ottó“, sagði stúlkan blitt. „Vertu skynsamur. Rasaðu ekki um ráð fram, bíddu rólegur, ég lofa ...“ Það sló þögn á hópinn. Reiðmaður nálgaðist, og Ottó sá sér til skelfingar, að það var Fáfnir ... Hinir vopnuðu menn viku fullir virðingu til hliðar. Það var augljóst, að hann hafði töluvert vald yfir þessum óaldarlýð sínum. Ottó hugsaði, hvað Fáfnir mundi gera við hann. Ryðja honum úr vegi? Það mundi vera auðveldasta leiðin til þess að ná valdi yfir Arnarkastala. Eða mundi Fáfnir neyta annarra bragða. Svipur Fáfnis boðaði ekkert gott. Hann starði á Ottó. „Hvað sé ég“, hrópaði hann undrandi. „Er þetta ekki Ottó, sonur Klængs vinar míns.“ Hann glotti viðbjóðslega. „Velkominn, velkominn", sagði Fáfnir og rétti út hendina. FÁLKINN 37

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.