Fálkinn


Fálkinn - 21.03.1962, Blaðsíða 4

Fálkinn - 21.03.1962, Blaðsíða 4
4 *o Kvenfólkið hefur á undanförnum árum Kvensótari tekið sér fyrir hendur í æ ríkari mæli störf, sem áður voru ekki beint talin við þeirra hæfi. Enn þá eru þó nokkrar atvinnugreinar eftir, en þeim fækkar óðum. Stúlkan hér á myndinni er sextán ára gömul, heitir Gun Ludvigsson og er búsett í Svíþjóð. Hún er eini kven- sótarinn á Norðurlöndum. Þess ber þó að geta, að hún kann illa við starfið, en er neydd til þess að stunda það af föður sínum, sem sjálfur er sótari. Orðið spurning er á Spurningamerki latínu Quæstio, og þeg- ar rithöfundar höfðu skrifað beina spurningu í texta, skrifuðu þeir þetta orð á eftir. Þeim sem skrifuðu handritin síðar fannst stundum að þetta Quæstio tæki of mikið rúm. Þess vegna létu þeir nægja að skrifa fyrsta og síðasta stafinn í orðinu hvern ofan á öðrum. Þessi háttur breyttist síðan smátt og smátt og loks varð hann að hinu alkunna spurningamerki, sem nú er víðast hvar notað: ?. Kvikmyndagagnrýnandi stórblaðsins iviyndir ársins New York Herald Tribune, Paul V. Beckley, sem nýtur mikils álits, hefur valið tíu beztu kvikmyndir ársins 1961. Listinn hljóðar svo: 1. Ljúfa líf (ítalía). 2. West Side Story (Bandaríkin). 3. Laugar- dagskvöld og sunnudagsmorgun (England). 4. Dómurinn í Núrnberg (Bandaríkin). 5. Tvær konur (ítalía). 6. Aska og demantar (Pól- land). 7. Utangarðsfólk (Bandaríkin). 8. Brúin (Vestur-Þýzkaland). 9. Sannleikurinn (Frakkland). 10. Kraftaverk á hverju strái (Banda- ríkin). — Nokkrar þessara mynda hafa þegar verið sýndar hér á landi og hinar koma eflaust áður en langt um líður. Kaldhæðni lífsins læt- Kaldhæðni ur ekki að sér hæða, eins og tvö eftirfarandi smádæmi sýna: Föngum í ríkisfangelsi Washington var nýlega boðið í veizlu sem laun fyrir að enginn þeirra hafði gert tilraun til að strjúka síðastliðið ár. Daginn eftir fundust fullgerð jarðgöng undir múrinn, sem fangarnir höfðu unnið að í fleiri mán- uði. — Bandaríkjamaður nokkur varð svo óttasleg- inn vegna stöðugt vaxandi slysahættu í umferðinni um helgar, að hann ákvað að dveljast heiman frá laugardegi til mánudags. Samt fór svo, að hann hafnaði á sjúkrahúsi á sunnudeginum. Flugvél, sem flaug yfir húsið hans, missti skrúfu, og féll hún beint í höfuðið á honum, þar sem hann var að slá blettinn sinn í mesta sakleysi. Þér vitið það ef til vill, að byrjað er að sýna kvikmyndir í stóru bandarísku farþegaþotunum. .— Þetta er gert til þess að farþegum leiðist ekki ferðin Þegar Bob Hope heyrði, að ein kvikmynda hans hafði verið sýnd í einni slíkri þotu, klappaði hann saman lófunum af hrifningu: — Ágætt, sagði hann, þá er engin hætta á því lengur, að áhorfendur fari fyrr en Hinn frægi hers- höfðingi Frakka, Juin marskálkur, hefur keypt sér nýjan bústað. Og bess vegna er hann nábúi þeirrar konu, sem er að verða frægari en hann bæði heima fyrir og erlendis. Þessi kona er Brigitte Bardot. Þegar hún heyrði, að marskálkurinn væri orðinn næsti nágranni hennar, sagði hún hrifin: — Marskálkur sem nágranni, en hvað það er dásamlegt. Þá hlýt ég að verða -vernd- uð gegn plastsprengjum í framtíðinni. Pablo Picasso sat og rabbaði við bandarískan her- mann á vínbar einum í París. — Eftir nokkra drykki, sagði hermaðurinn honum, að hann þyldi alls ekki að sjá þessi nýtýzku málverk. Þau nálg- uðust hvergi raun- veruleikann. Picas- so svaraði ekki strax. Stuttu seinna sýndi hermaðurinn honum mynd af vinkonu sinni. Picasso greip myndina og bar hana upp að ljósinu. — Hamingjan góða, sagði hann, er hún ekki stærri í raun og veru. ★ Hinn þekkti kvikmyndaleikari, Alan Ladd er skynsamur faðir. Davíð sonur hans hefur þegar sýnt það, að hann er töluverðum hæfi- leikum gæddur sem kvikmyndaleikari, en Alan hefur skipað svo fyrir, að hann megi aðeins leika, þegar hann ætti frí. — Þú getur verið leikari alla ævi, en eitt er víst, að þú getur ekki gengið í skóla'alla ævi. Og Davíð verður að beygja sig fyrir föður sínum, en kvikmyndaframleiðandinn Sam Goldwyn er ekkert ánægður með þetta. Hann hafði nefnilega ráðið strákinn til þess að leika í myndinni: Merry — Go — Round og hafði þegar undirbúið myndatökuna. En nú verður hann að bíða þangað til 1963, þegar stráksi mun losna úr skóla. myndinni er lokið. 4 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.