Fálkinn


Fálkinn - 21.03.1962, Side 15

Fálkinn - 21.03.1962, Side 15
myndir eftir hann, uppgötvar maður eitthvað nýtt.-------- Kjarval hefur ætíð farið sínar eigin leiðir, án þess að hugsa um, hvort hann fullnægði lista- kröfum samtímans; hann þarf aðeins að tjá hug sinn. Myndirnar minna dálítið á aðra einstaklingshyggjumenn; Kjarval er frjáls og óbundinn í sínum skáldskap eins og Chagall, sem einnig málaði það, sem honum bjó í brjósti. Um Jón Stefánsson segir L. Estvad: —■ Annar af hinum miklu, gömlu, íslenzku málur- um, er Jón Stefánsson. Kjarval er tvímælalaust skáld náttúr- unnar, en Jón Stefánsson hef- ir lært af franskri list. Nátt- úra landsins er alltaf rík í huga hans, en hún er mótuð í form það, sem maður þekkir hjá Cezanné. Andinn er nor- rænn, en formið hefur alþjóð- leg einkenni. — Gagnrýnandinn fer síðan nokkrum orðum um list þeirra Ásgríms Jónssonar og Jóns Þorleifssonar en víkur síðan að yngri málurunum. Um Svavar Guðnason segir hann: — Svavar Guðnason er afstrakt, en enginn vafi leikur á því, að ósvikinn íslendingur er þar á ferð. Við þekkjum myndir eftir hann frá ótal- sýningum í Danmörku. Það er náttúra landsins, sem rikir í málverkum hans, það eru litir landsins, sem þar ríkja. Lag íslands hljómar fyrir eyrum okkar. — —- Þorvaldur Skúlason sýn- ir líka afstrakt-málverk, en hann fylgir allt annarri stefnu en Svavar, og sú stefna er upprunnin frá París. Og ungu málararnir fylgja þessum tveimur listamönnum að mál- um. — — Meðal hinna beztu af ungu málurunum má nefna Kristján Davíðsson og Guð- Frh. á bls. 35. Efsta mynd til vinstri: Séð yfir salinn, þar sem málverkin eru. Neðri mynd: Mál- verk eftir Gunnlaug Scheving. Efsta mynd til liægri: fslenzk aiþýðulist, munir frá National- museet i Köbenhavn. Neðri mynd: Högg- mynd eftir Ásmund Sveinsson. FALKINN 15

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.