Fálkinn


Fálkinn - 21.03.1962, Qupperneq 28

Fálkinn - 21.03.1962, Qupperneq 28
Bettina yppti öxlum. — Ég er hætt að skilja hana Doris, héit hún áfram. — Hún vissi vel að við ætluðum að snæða kvöldverð með Felipe Gonzales í kvöld. Hún er alltaf annars hugar og úti á þekju . . . síðan hún hitti Pedro í París . . . Bettina lét sig falla í eina hæginda- stólinn í herbergi Alberts. — Þessi strákskratti virðist gjörsam- lega hafa ruglað hana í ríminu. Hann hefur víst heillað hana. — Og þú ert mikið á móti því, ef ég skil þig rétt. En þýðir nokkuð að vera að hafa áhyggjur af því, þótt ung stúlka verði ástfangin? Hin hátíðlega rödd Alberts og alvöru- gefni gerði það að verkum. að Bettina rak upp skellihlátur. — Ég er sannfærð um. að þú kannt heilmikið fyrir þér í fornleifafræði, LITLA SAGAN: NIRFILLINN OG ÁLFKONAN Að vísu segir fólk, að peningar séu ekki allt, en samt getur svo verið, að þeir séu hið eina, sem menn hafi gaman af. Um slíkt er sagan, sem þið fáið nú að heyra. Jakob Spinkelfink sat frá því snemma á morgnana þangað til seint á kvöldin með peningapoka fyrir framan sig. Gluggatjöldin voru dregin fyrir og við og við hellti hann úr einum poka, taldi peninga og raðaði þeim upp í stafla, færði upphæðina inn í bók og hellti síð- an peningunum aftur í pokann, gekk yfir að dyrunum og hlustaði. Ef enginn umgangur heyrðist, rauf hann vegg- fóðrið á einum stað og tók fram hvern vindlakassann eftir annan, hellti pen- ingaseðlum úr þeim á borðið, sleikti fingurna og taldi, færði inn upphæðina, og setti svo kassann á sinn stað. Hann rannsakaði gaumgæfilega sveiflu og verðbréf. En það gerði hann aðeins, þegar hann var alveg viss um að hann hefði gert góð kaup. Síðan fór hann heim og taldi peningana sína og verð- bréf áður en hann fékk sér þurrt rúg- brauð um leið og hann háttaði Þannig var ævi Jakobs nirfils, unz eitt kvöld, þegar hann var einmitt að tæma einn peningapokann, sem fullur var af krónupeningum, gljáfægðum, á borðið. Hann var að ganga úr skugga 28 FÁLKINN Albert. En þegar hjarta ungrar stúlku er annars vegar ... Hún þagnaði og horfði hugsi á Albert. — Doris mundi aldrei gera neitt rangt í þessum efnum, sagði hann. Bettina varð skyndilega alvarleg: — Hvað er rétt og hvað er rangt, þegar um ást er að ræða? Þegar maður er ástfanginn, þá hefur maður alltaf rétt fyrir sér, hvernig svo sem maður hagar sér. Og þá hlustar maður ekki á ráðleggingar annarra .. . Þau sátu Þögul um stund. Albert ýtti stólnum aftur og setti lappirnar upp á borðið. Síðan tók hann að troða í píp- una sína. — Ég er hrædd við þennan Pedro, hélt Bettina áfram. — Það var sveimér gott, að Felipe skildi hann eftir í París. Ef hann hefði komið með honum hingað til Tubingen, þá hefði ég enga ró í mín- um beinum. um, að innihaldið væri það sama og það hafði verið. Þá gerðist nokkuð und- ai'legt. Litla kvistherbergið fylltist kyn- legri og mjög skærri birtu, sem blind- aði hann. — Verið ekki hræddur, sagði blíðleg kvenrödd, ég geri yður ekkert mein. Jacob Spinkelfink rýndi í ljósið og sá nú fallega unga stúlku í hvítum bún- ingi — Hver ert þú? spurði hann hásri röddu. — Álfkona, svaraði hin unga kona. — Vitleysa, álfar eru ekki til. — Jú, ég er til. — Ef þú ert álfkona, sannaðu það, sagði Spinkelfink hikandi. Álfkonan sveiflaði töfrasprotanum létt yfir hina gljáandi krónupeninga á borðinu og þeir breyttust í pínulitla einseyringa. Spinkelfink horfði skelfingu lostinn á borðið. — Hvað hefur þú gert? hrópaði hann. — Hvað hefur þú gert við allar krón- Frh. á bls. 30. Albert hrökk ósjálfrátt við. — En hvers vegna ... Ég skil ekki... Bettina varð óróleg. — Er svo erfitt að skilja það? Pedro býr yfir hættulegum töfrum. Hann er einmitt sú tegund karlmanna, sem allar stúlkur falla fyrir. Hann kann sitt fag, ef ég má komast svo að orði. Auk þess er hann suðurlandabúi. Ég vil ekki segja, að hann sé óáreiðanlegur, en f jöl- skyldan Gonzales hefur bæði ítalskt og mexikanskt blóð í æðum sínum og það er heit og hættuleg blanda. Blóð þeirra hitnar mjög skjótt, en það er líka jafn- skjótt að kólna aftur. Bettina sat og virti son sinn fyrir sér. Albert roðnaði og sagði ekkert. — Ég get sagt þér alla söguna, ef þú vilt, hélt hún áfram. — Ég vil ekki, að Doris verði fyrir hinu sama og önnur stúlka, sem einnig elskaði Pedro. Það var dásamleg stúlka. Hún hét María og var dóttir enska konsúlsins í Mexico City. Konsúllinn var stór auðugur og átti miklar landareignir. Hann var ná- granni Gonzales. Þegar ég segi nágranni, þá á ég ekki við, að þeir hafi búið hvor við hliðina á öðrum. Fjarlægðirnar eru miklar í Mexicó. En landareignir þeirra lágu saman og hús þeirra voru í mílu fjarlægð hvort frá öðru. Nújæja. .. Pedro varð yfir sig ástfanginn af þessari Maríu. Þau voru bæði kornung og ó- reynd. María hafði fengið mjög gott uppeldi, en hvað gagnaði það? Hann lét hana aldrei í friði. Dag og nótt sveimaði hann í kringum hana. Hann gerði árásir á hana með blómum og gjöfum — og hann ógnaði henni. Og ioks fékk hann vilja sínum framgengt. En það leið ekki á löngu. þar til áhuginn fór að dofna og hann fór að eltast við aðra. Þetta hafði svo mikil áhrif á Maríu, að hún svipti sig lífinu. Hún drekkti sér . .. Það var löng þögn, þegar hún hafði lokið máli sínu. — Skilurðu núna, hvers vegna ég vil ekki, að Doris sé neitt í slagtogi með Pedro? Albert hikaði, en svaraði svo: — Ég skil, sagði hann. — Og mér þykir vænt um. að þú skyldir segja mér þetta. Hann tók pípuna út úr sér og and- varpaði. — Það er dálítið, sem ég þarf að segja þér. Þegar Felipe sagðist hafa komið einn til Tubingen, þá sagði hann ekki satt. Pedro er með honum. Hann hitti Doris í dag. Og einmitt núna eru þau saman í Bebenhausen. Doris vildi að ég kæmi með, en ég hafði hugsað mér að vinna í kvöld, — auk þess vildi ég ekki ljúga þín vegna. Mér geðjast illa að því, að vera að segja frá þessu, en eftir það sem þú sagðir mér áðan, þá finnst mér ekki um annað að velja .. . Bettina hallaði sér aftur á bak í stóln- um. Það var eins og allt líf hefði skyndi- lega horfið úr svip hennar. Þá heyrðist hvell hringing dyrabjöll- unnar. Don Felipe var kominn . . . (Framhald í næsta blaði).

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.