Fálkinn


Fálkinn - 21.03.1962, Blaðsíða 17

Fálkinn - 21.03.1962, Blaðsíða 17
nokkra mánuði, og sum þeirra gáfu ekki svo lítið í aðra hönd. En hann afréð að taka sér nokkurra vikna frí næsta sum- ar og búa þá á hótel Royal. Það mundi þó að minnsta kosti vera hressing í því, og ef til vill gæfi það líka eitthvað í aðra hönd. Nú hafði hann eignazt marga kunningja á hótelinu. Kvenfólkið virtist bera nokkurs konar verndar- eða móðurtilfinningu í brjósti gagnvart honum vegna þess, hvað hann var lítill, en glaðværð hans skapaði honum vin- sældir hjá karlmönnum. Frú Tavor, sem hafði gaman af bridge, en spilaði alveg hræðilega, hafði fengið hann í partý, sem hún hafði stundum inni hjá sér. En nú var Perth, þar sem hann sat á bak við dagblaðið, ekki að hugsa um skemmtanir heldur alvarlega hluti. Hann hafði, eins og við höfum heyrt, ver ið að tala um þjófnaðinn við hr. Mount- shire, og honum fannst að sú samræða hefði alls ekki styrkt sig í þeirri trú, að Mountshire hefði ekkert á samvizk- unni. — Hann hafði staðhæft of mikið. Hann hafði verið of ákafur í fullyrðing- um sínum um það, að þjófnaðurinn hlyti að vera framinn af einhverjum gestin- um. Og hann hafði teygt of lengi úr þessu umræðuefni. Perth fannst eðlileg- ast, að ef hann væri saklaus, þá hefði hann ekki rætt lengur um þetta, en kurteisisskyldan krafði. Að vísu trúði Perth því ekki, að Mountshire væri að jafnaði óráðvandur. Hann var fullviss um, að hann stóð á- gætlega skil á öllu verðmæti, sem hon- um var falið til geymslu, jafnskjótt og honum var skilað viðtökuskírteininu. En Perth taldi ekki ósennilegt, að hann hefði fallið fyrir freistingunni, er auðvelt tækifæri gafst, og þá voru alltaf líkur fyrir því að svo gæti farið öðru sinni. Og ef svo skyldi vilja til, þá gat verið að Perth gæti haft eitthvað gott upp úr því. Hr Perth gekk upp í herbergi sitt til þess að skipta um föt áður en hann borðaði miðdegisverðinn. Er hann kom niður, þar sem menn sátu og fengu sér hressingu á undan matnum, settist hann hjá tveim kunningjum sínum. Litlu síð- ar kom frú Tavor þangað, snotur kona, miðaldra og heldur feitlagin. Hún var samkvæmisklædd og veifaði hendinni í kveðjuskyni til Perth um leið og hún fór út. Þegar Perth settist að miðdegisverð- Frh. á bls. 32 TEIKNING: MAGNÍJS TÓMASSON FÁLKINN 17

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.