Fálkinn


Fálkinn - 24.10.1962, Blaðsíða 9

Fálkinn - 24.10.1962, Blaðsíða 9
Leit getur átt sér stað við mjög erf- ið skilyrði, — í fárviðri og hríðarbyl uppi á jökli, í svartaþoku og skamm- degismyrkri langt inni á öræfum. Yfir óvæð vötn getur orðið að fara, klífa þverhnípta hamra og jökulveggi og yf- ir jökulsprungur og kannski með slas- aða menn. Að inna svona verk af hendi er ekki á færi nema sérstaklega þjálf- aðra manna með góðum útbúnaði, manna sem þekkja þær hættur, sem við er að etja, og hvernig skuli bregðast við einstökum atvikum. Við skulum til fróðleiks rifja upp eina leit. Það var leit að vél af Neptun gerð frá varnarliðinu á Keflavíkur- flugvelli. Hún fórst á Mýrdalsjökli í desember 1953. Við skulum vitna í heimildir frá þessum tíma. í Morgun- blaðinu 18. desember er svo sagt frá m. a.: „í gærdag týndist tveggja hreyfla her- flugvél frá Keflavíkurflugvelli ein- hvers staðar í námunda við Vest- mannaeyjar. Þegar síðast var haft sam- band við hina týndu flugvél var hún á leið til Vestmannaeyja og kvaðst mundu vera þar um kl. 1.30. Síðan hafði flugumferðarstjórnin hér ekkert samband við flugvélina, en í Vest- mannaeyjum telja menn sig hafa heyrt í flugvél yfir eyjunum um klukkan 2.“ Og 19. desember er þetta m. a.: „Milli hádegis og nónbils í gær tókst amerískri leitarflugvél frá varnarlið- inu á Keflavíkurflugvelli að finna hina týndu flugvél. Hafði hún rekizt á Mýr- dalsjökul.“ Og frá fréttaritara blaðsins í Vík í Mýrdal er þetta m. a.: Hingað til Víkur komu í dag um klukkan hálf fjögur, fimm manna leitarsveit undir stjórn Magnúsar Þór- arinssonar. Þeir höfðu síðan samband við Ragnar Þorsteinsson að Höfða- brekku, formann Slysavarnadeildar- innar og var ferðin uppá jökulinn ákveð- in. Er skemmst frá því að segja, að Ragnar í Höfðabrekku gerðist fylgdar- maður leiðangursmanna Flugbjörgun- arsveitarinnar upp á jökulinn, en með Ragnari fóru tveir synir hans. Munu þeir ekki létta ferðinni fyrr en þeir koma á slysstaðinn, sem tæplega verð- ur fyrr en milli 3—4 í nótt. Með þeim félögum fóru og 7 menn úr Álftaveri og var farið á fjórum bílum. Ekið var austur að Hólmsárbrú í Skaftártungu, þaðan út af þjóðveginum sunnan árinnar í stefnu á Sandfell, sem er austur undir jöklinum, þar átti að leggja upp á jökulinn. Töldu mennirnir úr Álftaveri sennilegt, að bílfært væri alla leiðina, þótt ekki sé hún greiðfær FÁLKINN kynnir lesendum sínum Flug- björgunarsveitina og starfsemi hennar FÁLKINN 9

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.