Fálkinn


Fálkinn - 07.11.1962, Side 8

Fálkinn - 07.11.1962, Side 8
Á undanförnum árum hefur Ríkharður Jónsson tvímælalaust verið með beztu og vinsælustu knattspyrnumönnum okkar. Honum er það mest að þakka, hversu lið Akurnesinga hefur verið sigursælt ár eft- ir ár, og þegar hann hefur tekið þátt í landsleikjum á erlendri grund, hefur hann ævinlega vakið hvað mesta athygh. Hvað eftir annað hefur hann hlotið þann dóm í erlendum blöðum, að hann sé knatt- spyrnumaður á heimsmælikvarða. Ríkarður á nú að baki sér lang- an knattspyrnuferil og í tilefm af því hefur FÁLKINN beðið hann að segja frá ýmsu, sem drifið hefur á daga hans. Við byrjum á hinni algengu spurnmgu um ætt og uppruna og gefum Ríkharði orðið: Þessar tvær myndir eru teknar í Ieik við sænska liðið Hákken. í bæði skiptin hefur Ríkharði tekizt að skora með skalla, sitt af hvorum kantinum. — Mynd- in á síðunni hér til hægri er af Ríkharði í Ameríku 1956. 8 FÁLKINN — Ég er fæddur 12. nóvember 1929. Við vorum níu systkinin. Já, maður byrjaði snemma að fást við bolta, þótt þeir fyrstu væru ekki merkilegir grip- ir, búnir til úr heyi og tuskum. Maður fékk skó af eldri bræðrunum og' svo var göslað í þessu. Það voru og eru tvö félög á Akranesi, Knattspyrnufélag Akraness og Kári. Hópurinn skiptist milli félaganna, og það má segja að heimilið okkar hafi allt verið undirlagt, bæði í handbolta og fótbolta, og hefur verið það allt til þessa dags. — Var samkomulagið alltaf gott? — Það hefur nú sjálfsagt verið pexað stundum, en það var ekkert alvarlegt. Mamma og pabbi skiptu sér lítið af þessu fyrst í stað, en fengu mikinn á- huga þegar framí sótti. Pabbi var van- ur því, eins og fólk af eldri kynslóð- inni, að þurfa að vinna mikið, og þetta var stór hópur sem þurfti að fæða og klæða. Honum þótti það einkennilegt og fann að því, ef við lágum heima með snúinn ökla. þegar aðrir voru að vinna. Þá voru vikulaunin 300 til 400 krónur. Þetta þótti honum dýrt sport. — Mig langar hér til að minnast á einn bróður minn, sem hét Þórður og var talsvert eldri en ég. Hann var að allra áliti mikið knattspyrnumannsefni, eiginlega séní, en hann dó ungur. Hann drukkn- aði við bryggjuna heima árið 1937. Það var verkfall og hann fór í bíl út á bryggjuna, stóð á öðru aurbrettinu þeg- ar bára reið yfir og sópaði bílnum í sjó- inn. Þá drukknuðu tveir, Þórður bróðir og annar til. Þegar þetta skeði var einn drengur heima óskírður á þriðja ári. Hann var skírður við kistuna og látinn heita eftir bróður sínum. — Og hann varð seinna góður knatt- spyrnumaður líka? — Já hann varð það. — Þú hefur ungur farið að keppa þarna upp frá? — Ætli það hafi ekki verið 1941 eða 1942 með yngstu flokkunum, en síðan hækkandi eftir því sem aldurinn og geta leyfðu. — Á þessum árum tókum við alltaf þátt í landsmóti 1. flokks Þegar mér kemur þetta í hug minnist ég eins leiks í þessum mótum. Þessir leikir fóru venjulega fram inni í Laugardal á velli sem þar var. Þetta var árið 1944 í leik gegn K. R. og ég var varamaður. Sennilega hefðum við unnið þennan leik ef Óli B. Jónsson hefði ekki snúið þessu úr höndunum á okkur. Hann hafði vegna mc?iðsla eða lasleika ekki leikið með meistaraflokki nema einn eða tvo leiki og gat þess vegna verið með. Hann var í marki fyrri hálfleik-

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.