Fálkinn - 07.11.1962, Síða 10
Myndin. hér að ofan: Langþráðu tak-
marki náð. Ríkharður tekur við bikar
íslandsmótsins fyrir hönd Akurnes-
inga. Fyrsta mynd til hægri: Rík-
harður skorar eitt af sínum fallegu
og óverjandi mörkum. Önnur mynd
til vinstri: Ríkharður í Koblenz 1951,
en þar dvaldist hann í þrjá mánuði
og kynntist þar mörgum stórum í
knattspymuheiminum. Þriðja mynd
til vinstri: Dómari aðstoðar Ríkharð
eftir meiðsli í leik. Myndin að ofan
til hægri: Skemmtileg mynd af Rík-
harði tekin af Willy Henrikssen, ljós-
myndara hjá Billed-bladet.
10 FÁLKINN
þetta sumar til Noregs og við Hermann
Hermannsson vorum fengnir að láni, ef
svo má segja. Þessi ferð var nokkuð
gagnrýnd vegna þess, að K. R. átti
marga í landsliðinu og fyrirhugaður
var leikur í Árhus við Dani rétt í þann
mund sem Noregsferðinni var að ljúka.
En af ferðinni varð nú samt, og er
einhver sú eftirminnilegasta sem ég hef
farið. í þessari ferð kynntist ég fyrst
K. R. og það var allt öðruvísi en ég
hafði búizt við. Þetta var upphaf að
mikilli samvinnu, sem ég hef verið mjög
ánægður með, og vona að K. R.-ingar
geti sagt það sama. Okkur gekk mjög
vel í þessari för og við spiluðum marga
leiki. í leik okkar við Valerengen kom
fyrir nokkuð broslegt atvik. Ég var
kominn vel inná vítateiginn með bolt-
ann og skaut, en það fór heldur illa
því boltinn lenti í brjósti markmanns-
ins sem kom hlaupandi á móti. Ég
hljóp áfram og markmaðurinn bar fyrir
sig öxlina, en það er sá staður sem
helzt má hrinda á, og þetta er í eina
skiptið sem ég hef borið markmanninn
í markið með boltann. Þetta var, eftir
því sem mótspilararnir sögðu á eftir,
löglegt mark. og markmaður hefði borið
sig kjánalega að, en einhverra hluta
vegna var þetta dæmt ógilt. Seinna í
leiknum var Hörður Óskarsson að
spyrna og vildi þá svo til að boltinn kom
í bakhluta dómarans með þeim afleið-
ingum að sá fyrri lak vindlaus niður.
Þetta var hefndin hjá Herði.
— Eitt sinn fórstu til Þýzkalands og
dvaldir þar í nokkra mánuði?
— Já árið 1950 kom hér á vegum
Fram þýzkt lið TUS Neuendorf og þá
buðu þeir einum manni frá Fram utan
til þriggja mánaða dvalar næsta ár.
Það sótti enginn um þetta nema ég, og
í ársbyrjun 1951 fór ég utan með Detti-
foss til Hamborgar. Það munaði
minnstu að þessi ferð yrði ekki lengri
því af ókunnugleika hafði ég ekki feng-
ið nægilegar uppáskriftir á vegabréfið.
Þarna í Hamborg var þá staddur Vil-
hjálmur Finsen, en bróðir hans Ólafur
hafði verið héraðslæknir heima í mörg
ár og þekkti ég Ólaf vel. Gerði ég nú
ferð á hendur Vilhjálmi og tók mér
það bessaleyfi að skila kveðju frá bróð-
ur hans um leið og ég tjáði honum
vandræði mín. Tók hann mér mjög vel
og greiddi götu mína þannig að fjór-
um dögum síðar gat ég haldið ferðinni
áfram til Koplenz. I Koplenz var ég
rúma þrjá mánuði í góðu yfirlæti. Þai'
kynntist ég ýmsum mönnum sem voru
stór nöfn í knattspyrnuheiminum, og
nokkrum sem áttu eftir að verða
heimsmeistarar, svo sem Fritz Walter
og bróður hans Othmar. Meðan ég
dvaldi þarna kom lið frá Vínarborg sem
hét Rabit Vin mjög gott lið og skemmti-
legt. Það var ákveðið að ég fengi að
leika á móti þeim, en á síðustu
æfingu meiddist ég og gat því ekki
verið með. Ég hef ekki í annan tíma
orðið sárari. í þýzka liðinu voru fimm
menn sem seinna áttu eftir að verða
heimsmeistarar, en þeir töpuðu þarna
fyrir Austurríkismönnum.
— Og svo lá leiðin heim á Akranes?
— Já ég lauk fyrst námi en fór upp-
eftir um helgar og æfði. í byrjun júní
flutti ég svo alfarinn uppeftir. Þetta ár
vann Akranesliðið íslandsmótið í fyrsta
sinn.
— Þið voruð þá tveir bræður í liðinu.
— Já eldri bróðir minn Jón S. Jóns-
son var með í þessu móti en hann varð
að víkja fyrir yngri bróður sínum
Þórði, þó ekki fyrr en árið eftir. Það
er enginn annars bróðir í leik.
— Og uppúr þessu hófst frægðarferill
Akranesliðsins?
— Þarna uppfrá var um þetta leyti
allstór hópur sem vildi spjara sig í
þessum efnum, og sýndi mikinn áhuga,
enda lét árangurinn ekki á sér standa.
í þessu sambandi langar mig til að
minnast á eitt atriði. Af þeim kjarna
sem myndaði þetta lið vorum við níu
eða tíu algjörlega bindindismenn á vín
og tóbak, þrír eða fjórir sem eitthvað
fitkuðu við þetta, og tveir sem í dag
mundu alls ekki vera taldir óreglu-
menn. Ég lít mjög stórt á þetta atriði.
Nú er þetta breytt, ekki aðeins heima
heldur alls staðar. Síðan þetta var höf-
um við alltaf verið á toppinum, aldrei