Fálkinn


Fálkinn - 07.11.1962, Síða 23

Fálkinn - 07.11.1962, Síða 23
ástandi talar Kristín um skilning gagn- vart föður sínum. Maríon finnur að sú örugga sannfæring sem hún hefur alið í brjósti um tuttugu ára skeið, að manni hennar einum vseri um að kenna, hefur nú orðið fyrir fyrsta áfallinu. Og hún hopar á hæli. — Já, en mamma, þú verður líka að reyna að skilja pabba! segir Kristín í hlýjum bænarrómi. — Ég hef alizt upp hjá honum og séð hvernig .... — Þú hefur vanizt því að líta á hlut- ina með hans augum! grípur Maríon framí fyrir henni. — Nú verður þú einu sinni að líta á ævi mína með jafn miklum skilningi. Heldur þú virkilega, að skilnaðurinn hafi orðið mér léttbær? Hvað heldurðu að ég hafi ekki orðið að þola, öll þessi ár sem ég hef orðið að vera án þín, barnið mitt? Maríon Gaspadi stendur um hríð og starir hugsandi fram fyrir sig. — Ef ég hefði ekki haft Alfreð, segir hún svo, hefði ég aldrei lifað af þessi hörmunga- ár. — Alfreð, segir Kristín. — Hver er Alfreð? Það er steinhljóð í stofunni. Maríon stendur há og tíguleg fyrir framan Kristínu. Svo svarar hún hægt og ró- lega: — Alfreð .... er bróðir þinn! Kristín hörfar. Hægt og rólega, fet fyrir fet. — Bróðir minn? hrópar hún. Maríon stendur hreyfingarlaus. — Hann fæddist sjö mánuðum eftir að ég skildi við föður þinn. Hann er nú bráðum tuttugu ára. Móðurkærleikurinn skín úr augum hennar. — Já, en, það .... það . ..., stamaði Kristín yfirkomin. — Það hefur verið mitt leyndarmál þangað til nú. Ég var hrædd um að faðir þinn myndi gera sér erfiðara fyrir um að fá skilnaðinn. ellegar jafnvel taka drenginn frá mér, eins og hann tók þig frá mér. Vottur af öfundsýki gerir vart við sig í hugskoti Kristínar. Hún reynir að bæla það niður. En það situr í henni eins og svolítil aðkenning. Maríon grípur hendur Kristínar. — Kristín! Þú verður að komast héð- an. Hlustaðu nú á mig. Ég hef hugsað um það allt saman. Þú kemur með mér. Við kaupum hús í Tánus. Þar búum við bara tvær! Þegar ég fer í ferðalög, kemur þú með mér. Við eigum að fara til Stokkhólms og Helsingfors, — og í haust til Buenos Aires. Kristín hristir höfuðið. — Ég get það ekki! Ég get ekki yfirgefið pabba. Ef ég fer í burtu, er búið með allt. Þá taka hinir Mylnubæinn frá honum. Það gerir útaf við hann. Og þá .... þá liti ég aldrei framar glaðan dag, mamma! Hún neyðir sig til að segja þetta. Hún veit að hún hefur á réttu að standa. Hún er bundin gömlu mylnunni, bundin föður sínum og falli hans. — Hvað skuldar faðir þinn mikla fjárhæð? Hvað er Mylnubær veðsettur fyrir miklu? spyr Maríon Gaspadi. — Gildir það ekki einu? — Hve mikið? spyr móðir hennar óþolinmóð. — Eitt hundrað og fimmtíu þúsund! svarar Kristín og bítur á vörina. — Hundrað og fimmtíu þúsund! end- urtekur Maríon skelfingu lostin. Svo fer hún að ganga um gólf í stof- unni. Allt í einu nemur hún staðar frammi fyrir dóttur sinni. — Ég hef lagt fyrir nokkuð af pen- ingum, segir hún. — Það er ekki alveg nóg. En ég get fengið fyrirframgreiðslu hjá grammófónfélaginu. Auk þess á ég góða vini, sem munu áreiðanlega hjálpa mér. Kristín lítur upp til hennar. Fyrst skilur hún ekki hvað það er, sem móðir hennar á við. En allt í einu verður henni það ljóst! Þarna er björgunin! Eina ráðið! Hún þarf ekki að giftast Páli! Og sögunarmylnan verður áfram í eigu föður hennar! Tárin koma fram í augu hennar, og hún grætur og hlær í senn. — Þú átt við að þú ætlir að útvega pabba peninga? — Ég neyðist víst næstum til þess, barnið mitt, svarar móðir hennar bros- andi. Kristín fleygir sér í fang hennar. Hún þrífur um mitti móður sinnar, lyftir henni upp og sveiflar henni í kringum sig eins og brúðu. — Kristín! þetta þoli ég ekki! segir móðir hennar og grípur andann á lofti. Þegar Kristín setur hana loks niður í hægindastól. eru þær báðar orðnar laf- móðar. En allt í einu verður Kristín áhyggju- full. — Heldurðu .... heldurðu að pabbi taki við þessu? — Auðvitað ekki, ef það kemur frá mér, svarar móðir hennar. — En okkur verður ekki skotaskuld úr að hagræða því. Það er ofur einfalt. Snemma í fyrramálið tala ég við bankastjóra í Köln. Síðan býr hann það svo út, sem hann hafi skjólstæðing, er gjarna vilji leggja nokkra fjárupphæð í eitt- hvert fyrirtæki, og hefur í því sam- bandi heyrt getið um sögunarmylnuna. Eftir nokkra daga er búið að kippa öllu í lag. — Ég skal áreiðanlega sjá um, að peningarnir verði notaðir í réttu augna- miði, mamma, segir hún innilega. — Það getur þú verið fullviss um. Maríon lítur forviða á dóttur sína. — Þú? En um það leyti verður þú ekki hérna. Þá verðum við komnar veg allrar veraldar! FALKINN 23

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.