Fálkinn - 07.11.1962, Qupperneq 24
FIMM
MÍIMÚTUR
UM
FURÐULEG
FYRIRBÆRI
ENSKA STÚLKAN.
Sumarið 1919 fór Sigurður Sumar-
liðason með seglskipið Helgu sem var
eign Túliníusar, kaupmanns á Akur-
eyri. Þetta sumar var Helga í einskonar
leiðangri fyrir Norðurlandi, keypti fisk
í lestarnar úr nokkrum mótorbátum og
opnum bátum, en seldi þeim aftur á
móti vistir í staðinn. Guðrún, kona Sig-
urðar var með í förinni og annaðist hún
matreiðslu síðari hluta sumarsins, því
matsveinninn veiktist skyndilega, þeg-
ar Helga lá við akkeri á Raufarhöfn.
Matsveinninn var sendur með póstskipi
til Akureyrar og dó hann þar nokkru
síðar.
Það var kunnugt, að ýmsir höfðu
orðið varir við reimleika um borð í
Helgu. Höfðu nokkrir menn orðið varir
við unga, enska stúlku, sem þar átti að
vera á ferli. Sigurður hafði heyrt frá
þessu sagt, en lagði ekki á minni. Tveir
menn höfðu árið áður sagt honum all-
greinilega frá þessu, annar Jóhann
Rögnvaldsson, kaupmaður á Akureyri,
hafði verið háseti á Helgu með Jóhanni
Halldórssyni skipstjóra. Höfðu þeir
báðir orðið varir við þessa ensku stúlku
í draumi.
Það var eitt kvöld síðari hluta ágúst-
mánaðar, að mikið annríki var um borð
í Maríu við fiskmóttökuna. Unaðsfull
síðsumarsnóttin lagðist yfir, áður en
gengið var til náða.
Sigurður Sumarliðason, skipstjóri og
kona hans sváfu ein í káetunni. Sig-
urður svaf stjórnborðsmegin, en kona
hans bakborðsmegin í skipinu. Segir
hann svo frá þeim atburðum er á eftir
komu:
24 FÁLKINN
Við höfðum vakað langt frameftir við
fiskvinnu og vorum því þreytt, þegar
við gengum til hvílu. Sofnuðum við
strax. Ég vil skjóta því hér inn, að það
var orðið langt síðan mér hafði komið
enska stúlkan í hug. Ekki man ég með
vissu hvað klukkan var um nóttina,
þegar ég sá í draumi unga stúlku koma
niður káetustigann. Ekki datt mér þá
heldur í hug, að þetta væri enska stúlk-
an. Hún var með dökkan hatt á höfði
og í dökkbláum fötura. Hún var fríð í
andliti og björt yfirlitum og gekk öfugt
niður stigann, eins og alvanur sjómað-
ur og snéri því baki við mér þá. Mér
varð auðvitað starsýnt á stúlkuna, því
ég átti ekki von á neinu kvenfólki niður
í káetuna, þá snéri hún sér snöggt við
og kom rakleitt að kojustokknum til
mín. Ekkert orð lét hún falla, en ég þótt-
ist skilja á tilburðum hennar, að hún
vildi komast upp fyrir mig í kojuna.
Ég yrði nú á hana og spurði hvað hún
eiginlega vildi? Hún anzaði ekki, en
gerði sig líklega til þess að hífa sig upp
á kojustokkinn. Fór nú að síga í mig og
spurði ég hana óþolinmóðlega hvort
henni dytti virkilega í hug að fara uppí
til mín og benti ég henni meðal annars
á að konan mín svæfi þarna bakborðs-
megin, beint á móti mér í skipinu. Virt-
ist það ekki hafa nein áhrif á hana.
Reiddist ég þá og gerði mig líklegan til
þess að hrinda henni frá mér þar sem
hún var að klofa yfir kojustokkinn til
mín, en þegar ég ætlaði að láta til
skarar skríða, þá hrökk ég upp og losaði
svefninn. Sá ég þá á eftir henni upp
stigann, opnum augum. Hvarf hún aug-
um mínum upp káetuopið, en ég glað-
vaknaði í kojunni. Hún var eins til fara
og ég hafði séð í draumnum.
Það var farið að birta af degi, þegar
ég vaknaði, svo vafalaust hefur þetta
verið seinnipart nætur. Ekki hafði Guð-
rún, kona mín vaknað við þetta og
sagðist hún um morguninn ekkert hafa
um þetta vitað.
Þegar ég hafði legið nokkra stund
vakandi í kojunni og fór að velta þessu
fyrir mér, þá fyrst kom mér enska
stúlkan í hug og ennfremur frásögn Jó-
hanns Rögnvaldssonar um hana. Sá ég
í hendi mér, að þetta myndi hafa verið
sama stúlkan, því lýsingin kom heim
við lýsingu Jóhanns, klæðnaður og ann-
að og bar þar ekkert á milli.
Ekkert kom fyrir þarna um borð í
Helgu, hvorki fyrr né síðar, sem hægt
var að setja í samband við atburð þenn-
an, hvorki hvað mig né aðra varðaði,
en flestir, sem verið höfðu skipstjórar
á kútter Helgu hafa orðið varir við þessa
stúlku og alltaf á sama stað, í káetunni.
Alltaf hefur hún verið í sömu erindum
og eins í kæðaburði, svo þetta hlýtur
að vera sama stúlkan.
Til er forn sögn, sem hefur fylgt þess-
ari veru. Sagt er, að yfirsmiðurinn, sem
smíðaði kútter Helgu hafi átt dóttur,
sem var viðstödd, þegar Helgu var
Framhald á bls. 38.
— Já, en ....
— Já, en hvað? endurtekur Maríon.
— Einhver verður að vera hér til að
gæta þess að pabbi .... að pabbi fari
ekki aftur að.....
Hún lýkur ekki við setninguna. Það
er þó Marteinn! Marteinn Goritski.
Þegar hann kemur heim, tekur hann
áreiðanlega aftur við starfi sínu hjá
sögunarmylnunni, og honum er trú-
andi til að gæta þess, að peningunum sé
ekki eytt í vitleysu.
Hún ætlar að fara að segja þetta.
Hún ætlar að segja móður sinni að
hún sé trúlofuð og að unnusti hennar
sé nú að koma heim. En móðir hennar
verður fyrri til.
— Nú hætti ég að skilja þig. Kristín!
Ég gef ekki þessa peninga í því augna-
miði að koma fallandi sögunarmylnu á
fót aftur. Ég geri það til þess, að koma
þér út úr öllu þessu svaði. Til þess að
þú þurfir ekki að neyðast til að gift-
ast Páli Glomp.
Kristín horfir niður fyrir fætur sér.
Auðvitað hefur móðir hennar á réttu
að standa. Hún er að kaupa dóttur sína
lausa, kaupa hana lausa? Það lætur illa
í eyrum, og Kristín skammast sín
undir eins fyrir það.
Maríon grípur óþolinmóð um arm-
legg dóttur sinnar.
— Eða er það nokkuð annað, sem
bindur þig við þessa sögunarmylnu?
Hefur þú leynt mig einhverju?
Kristín lítur undan.
— Það er kannski ungi maðurinn, sem
þú sendir niður í veitingakrána til mín?
Kristín hristir höfuðið. — Nei! Nei!
Það liggur við að hún æpi orðin. Hún
hefur ekki einu sinni dirfzt að hugsa þá
hugsun, sem móðir hennar hefur nú
fært í orð. Nú hefur þessi hugmynd
sezt að í sál hennar og hún getur ekki
losað sig við hana.
— Svona, svona, þú þarft svo sem
ekki að skammast þín fyrir hann, held-
ur Maríon Gaspandi áfram: — Maðurinn
lítur prýðilega út. Ég hef verið að brjóta
heilann um það, síðan ég sá hann, hvað-
an ég þekkti þetta andlit.
Kristín snýr sér að móður sinni. —
Það getur ekki verið að þú hafir séð
hann fyrr. Hann er flóttamaður frá
Tékkóslóvakíu.
-—■ Ertu viss um það, Kristín? Það
er ekki svo mjög langt síðan ég hef séð
þetta andlit. Annars skiptir það ekki
miklu máli. Hitt varðar mestu, að hann
haldi þér ekki hérna.
— Það gerir hann ekki, anzaði Kristín
flumósa. — Hið eina sem bindur mig
við mylnuna er pabbi. En ég er hrædd
um. að pabbi kunni að verða einhvers
var! Setjum nú svo, að ég fari með þér
í fyrramálið, og daginn þar eftir kem-
Framh. á bls. 38.