Fálkinn - 07.11.1962, Side 30
Ríkliarðnr
Framhald af bls. 11.
um, að minnsta kosti hvað knattspyrn-
unni viðkemur. í Þýzkalandi á ég marga
ágæta vini.
— Þú hefur aldrei ætlað að g'erast
atvinnumaður í knattspyrnu?
— Þegar enska liðið Lincoln City var
hér á árunum buðu þeir Herði Óskars-
syni, Halldóri Halldórssyni og mér út.
Mér fannst þetta ekki fýsilegt boð og
fór hvergi. Halldór var sá eini okkar
sem fór utan, en hann kom fljótlega
heim, eins og fleiri. Árið 1952 var hér
bridge sveit frá Svíþjóð og í henni var
m. a. Putte Kock, formaður landsliðs-
nefndarinnar sænsku, Meðan á dvöl
hans stóð, fór fram leikur milli Akra-
ness og Reykjavíkur sem hann sá og ósk-
aði þá eftir samtali við mig. Hann
spurði hvort ég mundi hafa hug á að
koma til Svíþjóðar og keppa þar með
A. I. K. Ég sagði honum að ég hefði
mikinn hug á þessu, en hinsvegar sagði
hann mér að þetta væri ýmsum van-
köntum háð. í sænsku meitsarakeppn-
inni (Alsvenskan) gilda þær reglur að
útlendingar fá ekki að keppa. Ef ég
flytti út yrði ég að stunda mína vinnu
og dvelja talsvert í Svíþjóð þar til
keppnisleyfi fengist, það gæti tekið
nokkurn tíma. í þessari meistarakeppni
fá menn greitt fyrir leiki og eitthvað
fyrir æfingar. Þetta komst í blöðin hér,
og þar með var það komið í hámæli.
Blöð í Noregi tóku það upp og ræddu
mikið um þetta og þaðan barst þetta
til Svíþjóðar og vakti þar mikla at-
hygli. Mönnum þótti sem verið væri
að brjóta reglur. Blað í Gautaborg
skrifaði mér og bað mig að segja hvern-
ig málið væri vaxið. Þetta gerði ég,
sagði hvað okkur Kock hefði farið á
miili, og ekkert hefði verið fastlega
ákveðið, en ég hefði haft mikinn áhuga
á málinu. Þetta allt varð til þess að
ekkert varð úr þessu. en þetta er
skemmtilegasta tilboðið sem ég hef
fengið. — Eins og menn muna fór ég
til Bretlands 1959 og dvaldi hjá liðinu
Arsenal nærri því mánuð, en þá meidd-
ist ég illa og varð að fara heim. Þetta
ár var ég í betri þjálfun en mörg und-
angengin ár, og ekki gott að segja hvað
úr hefði orðið, ef meiðslin hefðu ekki
komið til sögunnar. Það er ekki svo
mjög erfitt að fá samning uppá 2—3
þúsund pund því þessi fjársterku lið
kaupa mikið af mönnum, og þetta er
ekki upphæð sem skiptir neinu máli —
en gæti skipt máli ef maðurinn yrði
seljanlegur seinna fyrir kannski 50—60
þúsund pund. Það er mikið um svona
brask í heimi atvinnumennskunnar.
Þessar þrjár vikur mínar með Arsenal
eru erfiðustu vikurnar í lífi mínu. Ég
sagði við Helga Dan áður en hann fór
út: Þú gerir ekki samning eftir þrjár
vikur, þetta verða mjög erfiðar vikur,
— enda kom það á daginn. Það er allt
annað að vera ungur og frjáls, en vera
kominn til ára sinna og eiga fyrir heim-
ili að sjá. Atvinnumennskunni fylgja
ýmsir stórir gallar. Þetta er ekki leikur
þetta er atvinna og menn svífast einskis
til að koma sér áfram. Það reyna að
sjálfsögðu allir að komast sem lengst
og ef þú átt einn lélegan leik ertu
kannski búinn að vera, þér er bolað frá
af öðrum sem bíður eftir að komast að.
Þér gengur kannski vel og ert orðinn
rótgróinn í klúbbnum þegar þú einn
góðan veðurdag ert seldur. Sumir menn
bíða þess aldrei bætur að vera seldir.
Eitt dæmi þess sá ég þarna úti. Arsenal
keypti Mel Charles, bróðir hins þekkta
John Charles sem keyptur var fyrir
100 þúsund pund til Ítalíu. Mel var
mjög góður áður en hann var keyptur,
en við þá breytingu sem því fylgdi varð
hann ekki nema miðlungs maður. Ég
dreg í efa að hann verði nokkru sinni
eins góður aftur. Meðan ég dvaldi þarna
lék Arsenal æfingarleik við brezka
landsliðið, sem nokkrum dögum síðar
átti að mæta Svíum á Wembley — og
landsliðið tapaði. Ég fékk að leika þenn-
an leik og varð sannfærður um að Sví-
arnir mundu vinna. Ég átti nokkrum
sinnum í tæri við miðframvörðinn, og
hann var svo seinn, að þótt ég væri með
boltann bar heldur í sundur. Mér fannst
allt liðið svifaseint. Eftirá sagði ég við
þá að þeir mundu tapa, þeir réðu ekki
við hraða Svíanna. Þetta kom líka á
daginn. í knattspyrnu legg ég mest upp-
úr hraðanum. Fljótur maður er alltaf
hættulegur. Það er ekki nóg að vera
mikill tekniker, en vera lengi að fram-
kvæma hlutina. Vera fljótur og hafa
augun opin fyrir hverju tækifæri, það
er mitt kjörorð. Menn gera alltaf vit-
leysur í leik, og það er hægt að fyrir-
gefa, ef maður finnur að maðurinn hef-
ur gert sitt bezta. og er ekki að tefja
með boltann.
— Hvernig virka áhorfendur á þig?
— Þeir virka vel á mig, ég verð ekki
svo mjög var við þá. Þegar út í leik er
komið, er það hann sem skiptir máli,
og sem öll hugsun snýst um. Það er
kannski ef boltinn er út af, og maður
hleypur á eftir honum, að maður heyr-
ir að ein rödd sker sig úr. Annars hef
ég séð áhorfendur eyðileggja spilara
með hrópum og köllum, sérstaklega
kantmenn. Þeir verða helzt fyrir barð-
inu á þeim, og ekki alltaf vandaðar
kveðjurnar. Ef maðurinn er viðkvæmur
fyrir þessu verður hann alveg gjör
ómögulegur. og allt sem hann reynir fer
í vaskinn. Mönnum er kannski í sum-
um tilfellum vorkunn. Þeir kaupa sig
ár eftir ár, leik eftir leik inn á völlinn.
og þegar það kemur fyrir oft, að einn
maður gerir ekki það sem hann getur,
senda þeir honum tóninn, því þeim
finnst hann latur og ekki gera skyldu
sína. Það er líka áð mörgu leyti rétt.
— Hvernig er að spila stórleik?
— Það er ekkert verra að spila stór-
leik heldur en venjulega leiki. Ég er
sjaldan nervus fyrir leik og eiginlega
aldrei þreyttur — fyrr en eftir á. Verstu
leikir sem ég spila eru pressuleikir og
svo hygg ég að sé um fleiri. Þarna eru
valdir af Landsliðsnefnd 11 leikmenn
sem eiga að vera þeir beztu, og þá
er ekki um annað að gera en standa sig,
maður verður hreinlega að vinna. Þetta
setur mann í erfiða aðstöðu, nokkurs
konar klemmu, því þeir sem valdir eru
í Pressuna hugsa eðlilega um það eitt
að spila sig inn og þeirra aðstaða er
betri.
— Og hvernig taktik er ákveðin. Það
er nú misjafnt. Maður kynnir sér að
30
FALKINN