Fálkinn - 17.04.1963, Qupperneq 8
Frá bæjarhólnum í Reykjanesi er út-
sýni fagurt, nesið blasir þar vel við,
úfið hraun og lábarðar klappir á yztu
nefum; Valahnjúkur í suðvestri, hár
og tignarlegur. Þar stóð gamli vit-
inn á Reykjanesi áður. í austri sér í
grænan blett umhverfis hverina. Og
ljós reykurinn liðast til lofts; ber hann
til okkar angan brennisteins. Að baki
okkar gnæfir vitinn, há, hvít súla.
Léttir í spori göngum við niður túnið.
Það er sólskin og hiti himinninn heiður,
Húllið er eins og spegill. Þar lóna
nokkrir bátar. Þeir eru á línu. í fjarska
rís Eldey úr hafi.
— Þarna er Karlinn, segir Gamalíel
Jónsson, títt nefndur Manni á Stað,
hér um slóðir. Hann bendir okkur á
drang einn mikinn, sem skagar upp úr
sjónum.
— Og þarna er Kerlingin og þarna
er Strákurinn.
Það er víða, sem nátttröllafjölskyldur
hafa dagað uppi. Og áfram er haldið.
Við erum í svolitlum dal í hrauninu.
Það glittir á lítið lón innan við malar-
kamb þann, sem liggur milli Vala-
hnjúks og nessins.
— Strákar, segir Tómas Þorvaldsson,
formaður björgunarsveitar slysavarnar-
félagsins Þorbjörns í Grindavík, —
hérna í lóninu er einhver sú bezta laug
frá náttúrunnar hendi, sem ég veit um.
Hér er sjórinn heitur. Ég lærði að synda
í þessari laug. Það þarf bara að hreinsa
hana, þá verður hún ein bezta útilaug á
landinu. Hugsið ykkur, heitur sjór.
Við höfum nú gengið túnið á enda
og klifrum yfir girðinguna. Stefnan er
tekin fram á nesið.
— Ætli það sé ekki bezt, að við för-
um götuna, sem liggur þarna fram á
klappirnar, segir Manni á Stað.
Þetta er þröngur jeppavegur og
brátt beygjum við frá honum og höld-
um niður að sjónum.
— Við verður fljótari að finna stað-
inn, ef við förum meðfram ströndinni,
segir hann.
Aldan gefur klöppunum selbita öðru
hverju og löðrið þeytist hátt í loft upp.
— Þetta er nú ekkert, segir Tómas,
þið ættuð að sjá brimið, þegar hann
stendur á land.
Torfærurnar eru margar, hraunið er
erfitt yfirferðar hér, nema á sléttum
klöppunum.
— Heyrðu, Manni, spyr Tómas, áttu
hnífinn enn?
— Hvaða hníf? spyr ég.
— Það var svona sveðja, segir Manni
og teiknar fyrir okkur gripinn með
fingrinum, — strákurinn minn tók hann
af einum Kínverjanum á Clam. Ég veit
ekkert um þennan hníf núna. Ég not-
aði hann þegar strandið varð til þess
að rista fötin af mönnunum. Þau voru
olíuborin.
— Og þegar ég ætlaði að skera utan
af einum Kínverjanum fötin, varð
Myndin hér að ofan er af þeim Gamaliel Jónssyni (til vinstri) og Tómasi Þor-
valdssyni (til hægri) formanni björgunarsveitar Þorbjörns í Grindavík.
Þeir standa skammt frá staðnum, þar sem Clam rak upp fyrir þrettán árum.
Myndin hér til hægri er af Reykjanesvita og nánasta umhverfi.
8 FÁLKINN