Fálkinn - 12.06.1963, Blaðsíða 6
Hin fullkomna vörn gegn tannskemmdum þekkist
ekki. En þetta er víst. Glerungur tannanna þarf að
rofna, til að tannskemmdir geti hafizt. Fyrir nokkr-
um árum uppgötvuðu tannvísindamenn, að efmð
FLUORIDE styrkir glerung tannanna að miklum
mun og minnkar tannskemmdir um allt að 50%.
Ef þér viljið áfram hafa heilar tennur, þá breytið
um í dag og notið framvegis Super Ammident tann-
krem með FLUORIDE.
Blaösölubörn í úthverfum!
takiö eftir!
Framvegis verður FÁLKINN a£-
greiddur á hverjum þriðjudegi kl.
13.00 á eftirtöldum stöðum til
hægðarauka fyrir ykkur:
Tunguvegi 50, sími 33626.
Langholtsvegi 139, kjallara,
sími 37463.
Kleifarvegi 8, kjallara,
sími 37849.
Melgerði 30, Kópavogi,
sími 23172.
Orðbragð hinna yngztu.
Kæri Fálki!
Um daginn sá ég í blaðinu
bréf frá Sig. Sig. þar sem
hann er að mælast til þess að
foreldrar læri að beygja nöfn
barna sinna rétt. Mér finnst
það nú alveg lágmark að for-
eldrarnir kunni að fara rétt
með nöfnin úr því að þau eru
að skella þessum nöfnum á
varnarlaus börnin. Ég er því
algjörlega sammála Sig. Sig.
En það er ýmislegt annað
sem foreldrar ættu líka að
leggja á sig í sambandi við
uppeldi barna sinna eins og
t. d. orðbragð barnanna. Það
var ég óþægilega minntur á
um daginn.
Það var einn daginn er ég
var að koma heim úr vinn-
unni að ég sá tvo litla stráka
vera að rífast. Þeir hafa verið
svona þriggja til fjögurra ára.
Annar þeirra hélt á bíl í
fanginu en hinn stóð and-
spænis honum með spýtu
reidda til höggs. „Fáðu mér
bílinn, helv. . . fíflið þitt.“
„Haltu kj . ..“ svaraði sá með
bílinn. „Ef þú færð mér ekki
bílinn eins og skot þá stúta
ég þér.“ Og svona héldu þeir
áfram meðan ég heyrði til
þeirra. Þessi samræða þeirra
stakk mig ónotalega. Ég hafði
satt að segja ekki búist við
svona orðbragði af ekki eldri
drengjum. Kannski er ekki
þægilegt við þetta að ráða og
ef til vill er þetta „tíðarand-
inn.“ En hvernig væri að
reyna að breyta þeim tíðar-
anda.
Með þökk fyrir birtinguna.
J. H.
Svar til Steinu:
háttu strák greyið eiga sig
hann hefur ekki gert þér nokJc
urn skapaðan hlut. Þú getur
ekki œtlast til þess að hann líti
viö þér eftir þaö sem þú hefur
gert honum.
Svar tíl Palla:
Þaö var leiðinlegt aö svona
skyldi fara og viö látum samúö
okkar í Ijósi Palli minn. En þú
ert sennilega duglegur strálcur
þótt þú sért eklci gamall og þess
vegna skaltu hara reyna aftur
Fáöu þér nýjan útbúnað og vittu
hvort ekki tekst betur til þá.
Svo skaltu nota eitthvaö af tóm-
stundunum þínum til aö oefa
þig aö skrifa því þótt bréfiö þitt
væri ekki langt þá fór klukku-
tími í aö lesa þaö og ef til vill
liefur eitthvaö veriö misskiliö.
Svar til Þ. M.
Því miöur getum viö ekki
frætt þig á þessu en viö ráö-
leggjum þér aö leita i einliverju
erlendu leikarablaöi. Vonandi
hefur sú leit einlwern árangur
í för meö sér.
Góðar framhaldssögur.
Kæra Pósthólf!
Um leið og ég sendi ykkur
nokkrar úrklippur þá vil ég
koma á framfæri þakklæti
mínu fyrir góðar framhalds-
sögur sem blaðið flytur. Ég
tel að framhaldssögurnar í
blaðinu hjá ykkur séu þær
beztu sem birtast í nokkru
blaði.
Ein sem les
framhaldssögurnar.
Langar að skrifa.
Kæri Fálki!
Ég er fimmtán ára og mig
langar alveg óhemjumikið til
að skrifa. Ég les mikið af
góðum bókum og ég held að
ég fylgist vel með því sem
er að gerast í kringum mig.
En þótt mig langi svo mikið
til að skrifa þá er það segin
saga að þegar ég sezt niður
til að skrifa þá get ég ekkert
skrifað. Mér dettur ekkert í
hug og það sem ég skrifa er
að því er mér finnst tóm vit-
leysa. Hvað á ég að gera?
Getið þið ekki gefið mér eitt-
hvert gott ráð? Ég vona að
þið svarið þessu bréfi í Póst-
hólfinu.
P. K.
Svar:
Skrifa. Og ef ekki vill bet.ur
til þá tóma vitleysu. Þú ert ekki
skuldbundinn af neinum til aö
slcrifa annaö.
Poul Newman.
Kæri Fálki!
Um leið og ég þakka þér
allt gamalt og gott vænti ég
þess að þú getir gefið mér
upplýsingar um heimilisfang
Poul Newman sem lék í
myndinni Hamingjuleitin sem
nýlega var sýnd í Nýja Bíó.
Ég vænti þess að þú getir
birt þetta umbeðna heimilis-
fang í Pósthólfinu sem allra
fyrst.
Með þökk fyrir aðstoðina,
N. K.
Svar:
Viö vonum aö þú getir notazt
viö þetta heimiUsfang: Poul
Newman, 20th. Oentury Fox,
Beverly Hills, Hollywood, U.S.A.
FALKINN
6