Fálkinn


Fálkinn - 12.06.1963, Qupperneq 14

Fálkinn - 12.06.1963, Qupperneq 14
í BXKDHl Á SÖGU Það er víst komið sumar, þótt sólin hafi ekki mikið látið sjá sig. Hugurinn leitar því sólarlanda, þar sem yngismeyjar og sveinar spóka sig á hvítum sandi baðstrandanna. Við sjáum sólbrúna líkamana ærslast í sjónum, og lítil börn moka sandi og þokkadísir spranga um á bikini, sleikjandi ís eða liggj- andi í þægilegum þilfarsstólum hlustandi á transitortækin sín. Það eru baðstrandir á íslandi og ef til vill munum við sjá eitthvað líkt þessu lífi hér í Nauthólsvíkinni til dæmis. Hins vegar er okkur sagt, að hér viðri sjaldan svo vel, að meyjarnar geti brugðið sér í bikini baðföt. En það er fleira en bara baðföt, sem hugsa þarf um fyrir væntanlegt sumar. Borgarbúar bregða sér í sveitina og þá er um að gera að klæðast hentugum og þægilegum klæðnaði, eða sportfatnaði eins og hann er daglega nefndur. Fyrir skömmu nefndi Eyfirðingafélagið í Reykjavik til skemmtunar í fjáraflaskyni. Allur ágóði rann í sjóslysasöfnunina. Skemmtunin fór fram í Hótel Sögu og voru ýmis skemmtiatriði á dagskrá. Meðal annars komu sýningarstúlkur fram í sund- og sport- fötum, sem Sportver h.f. hefur framleitt. Auk þess sýndi Ómar Ragnarsson íþróttabúninga — og fór kollstökk aftur á bak og heljarstökk áfram. Sportver h.f. er ekki gamalt fyrirtæki. Það hefur um þriggja ára skeið framleitt æfingabúninga fyrir íþróttafélögin hér í bæ og leikfimisföt fyrir skólafólk, en aðal áherzl- una hefur fyrirtækið lagt á framleiðslu sund- fata og stretchbuxna. Stretchbuxurnar eru mjög vinsælar meðal kvenfólksins og buxurnar frá Sportver h.f. þykja sérlega góðar. Þær eru í þremur gæða- flokkum og eru þær flokkaðar eftir því hve hlutfallið milli ullar og nælon er hátt. Þær beztu eru til dæmis úr 39% nælon og 61% ull. Buxur þessar fást í nokkrum verzlunum, t. d. Tíbrá, London, Sif, o. fl. Sportver framleiðir einnig blússur úr terri- líni; þær eru kvarterma og með ermahnöpp- um, en það er nýjung í tízkuheiminum. Fiamh. á bls. 28. 14 FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.