Fálkinn


Fálkinn - 12.06.1963, Page 20

Fálkinn - 12.06.1963, Page 20
Við höfum kvaðzt hjá pósthúsinu og hann hafði verið að tala um Hart í bak og gömlu Iðnó. Hann hafði sagt að það vantaði Borgarleikhús svo Leikfélag- ið fengi betri skilyrði. Svo hélt hann niður á skrifstofuna í Hafnarstrætinu að sinna venjulegu viðskiptavafstri. Hann hafði horfið frá einum þætti lífs síns að öðrum. Þegar ég kom til hans morguninn eftir sá ég strax að hann mundi vera í sérlega góðu skapi, það vottaði fyrir brosi í andlitinu. — Gerðu svo vel, vinur minn og fáðu þér sæti við borðið hérna á móti mér. Ég þarf að tala svolítið við þig. Hann settist í stólinn og teygði sig eftir skjalatöskunni og dró fram mikinn blaðabunka. — Þetta hérna eru blöð frá Englandi og nú ætla ég að biðja þig að hafa þig hægan á meðan ég renni rétt yfir þau. Þú gerir mér mikinn greiða með þessu. Ég hef talsverðan áhuga fyrir knatt- spyrnunni í Bretlandi. Hann fór að fletta blöðunum, fletti þeim hægt og fór höndum um skeggið og það hummaði í honum. Einu sinni virtist hann verða hissa og sagði ojæja, en hélt svo áfram og var allt í einu búinn með allan bunkann, lagði hann frá sér og horfði brosandi og spyrjandi á mig yfir borðið. — Þú ert kannski í getraununum? — Ég vil nú ekki beinlínis segja, að ég sé í getraununum en hitt skal ég játa, að ég hef fiktað smávegis við þetta í hvert sinn er ég kem til Eng- lands, auðvitað í mjög smáum stíl, en þó er nauðsynlegt að vita einhver deili á ensku og skozku knattspyrnuliði. Þetta getur verið ákaflega spennandi og setur svolítinn fjólubláan lit á gráu dagana. Ekki skil ég hvers vegna ekki fæst leyfi til að hafa getraunir hér. Þær gætu orðið mikill fjárhagslegur styrkur fyrir íþróttirnar, og er ekki meiri bransi en venjulegt happdrætti. Annars þarf ég að játa svolítið fyrir þér. — Nú? — Já, ég fékk svolítið samviskubit, þegar þú varst farinn í gær. Þegar ég hafði kvatt þig þarna á götunni upp- götvaði, ég að raunverulega hef ég ekkert að segja þér í dag, því þú ert alveg búinn að þurrpumpa mig. Að vísu get ég bætt við einu öðru um þetta og hitt en það má ekki fara í blaðið. Og ef við eigum að halda áfram að spjalla saman þá geri ég það með einu skilyrði. Hann fékk sér sígarettu og ég þagði meðan hann var að kveikja í og beið eftir hömlunum. — Settu blýantinn þinn og blaðið í > vasann. Okkur líður báðum betur svo- leiðis. Sviðsmynd úr Bláu stjörnunni. — Ég hef heyrt sagt, að þú værir góður veiðimaður. — Það get ég ekki sagt, en ég hafði gaman af að fara á veiðar. Það er skemmtileg og þægileg hreyfing, meðan maður gat hreyft sig. En úr því að við erum farnir að tala um veiðiskap þá langar mig að segja þér frá einum hundi sem vinur minn átti. Þetta var góður veiðihundur og að sama skapi góður félagi. En hans biðu dapurleg örlög. Eitt sinn þegar við vorum á veið- um komst hundurinn í minkaeitur og það varð hans bani. En ég átti mynd af honum og hana setti ég upp á vegg í herberginu mínu heima, sem ég kalla sögu mannsandans, innan um aðra góða vini mína. Hann þagnaði og horfði hugsandi fram fyrir sig og brosið hafði horfið

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.