Fálkinn


Fálkinn - 12.06.1963, Side 21

Fálkinn - 12.06.1963, Side 21
Hér sjáum við gamla mynd úr gamalli re- výu, sem hét „Títu- prjónar.“ Haraldur leikur hér með Soffíu Guðlaugsdóttur, sem var mikilvirk leikkona fyrr á árum eins og kunnugt er. úr augum hans augnablik, en það kviknaði vonbráðar aftur. — Og úr því að við erum að tala um veiðiskap, þá ætla ég að segja þér frá mr. Gildvist, sem dvaldist hér um nokk- urra ára skeið. Við fórum oft á veiðar saman. Þetta var alveg einstakur dreng- ur í sér, léttur og skemmtilegur, þegar því mátti við koma. Þegar hann fór héðan lá leið hans til Ameríku og þangað heimsótti ég hann í hitteðfyrra og dvaldi hjá honum í vikutíma. Eitt kvöldið vorum við boðnir í mikla og góða veizlu og þegar staðið hafði verið upp frá borðum, kemur til mín ókunnur maður og spyr hvort ég sé að halda sýningu þar. Mér kom þetta talsvert á óvart og kvað svo ekki vera. Þá fór hann að ræða við mig um íslenzka myndlist og talaði við mig undir- gefinn rétt eins og ég væri einhver meistari í þessum fræðum. Seinna komst ég að því, að vinur minn sem ég dvaldi hjá hafði sagt þessum ágæta manni, að ég væri einn bezti málarinn hér. En sagan var ekki þar með öll. Rétt á eftir kemur annar og fer að tala við mig um eldvarnirnar af mikilli Framh. á bls. 36. TEXTI: JÓN ORMAR. MYNDIR ÚR SAFNI HARALDAR Á. SIGURÐSSONAR.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.