Fálkinn - 12.06.1963, Page 34
PANDA DG UPPFINNINGAMAÐURINN MIKLI
Um líkt leyti og hattasalinn hljóp út úr búð sinni,
kom Hugsuðurinn inn í þorpið með vélarnar sínar
þrjár. ,,Hjálp“, hrópaði hattasalinn. „Hjálp, það er
vélskrímsli. .„Það hlýtur að vera vélmaðurinn
minn,“ sagði Hugsuðurinn við sjálfan sig. Hann stöðv-
aði vélar sínar við dyrnar á búðinni og kíkti inn fyrir.
Þar var vélmaðurinn önnum kafinn við að máta hatta
á Panda. Mótmæli hans höfðu engin áhrif á vélmann-
inn. „Hjálpin er að koma,“ hrópaði Hugsuðurinn,
„vertu þolinmóður.“ Hann hljóp að vélunum sínum
og setti þær í gang og stýrði þeim síðan inn í búðina.
„Til árásar, mínar fögru,“ sagði hann sigri hrósandi,
„náið í hann.“
Það var sama hvað Panda gerði eða sagði, hann gat
ekki stöðvað vélþjóninn í að máta á hann hatta.
„Hérna er ég,“ sagði Hugsuðurinn glaðhlakkalega, „ég
er hérna með nokkrar dásamlegar vélar til þess að
eyðileggja vélmanninn. Það væri betra fyrir þig að
víkja svolítið svo að vélamar mínar geti hafizt
handa.“ Og vélarnar hófust handa. Þær snertu aðeins
það, sem þær áttu ekki að snerta. „Kallarðu þetta
hjálp?“ hrópaði Panda. „Þetta er miklu verra.“ Auk
vélmannsins þurfti hann nú að gæta sín á vélhamr-
inum, vélsöginni og vélúðaranum, sem réðust á allt,
sem varð á vegi þeirra.
Þessar uppfinningar reyndust gjörsamlega gagnslaus-
ar í að gera vélmanninn óvirkan. Vélarnar eyðilögðu
nefnilega allt, nema vélmanninn. „Stöðvaðu þessar
vélar,“ hrópaði Panda. En nú var ekki lengur hægt
að stjórna vélunum. Vélmaðurinn hélt áfram að máta
hatta og vélarnar söguðu, úðuðu og hömruðu allt, sem
var inni í búðinni. Hávaðinn var ógurlegur og varð
til þess að lögreglumaður þorpsins kom á vettvang.
„Nújá“, sagði lögreglumaðurinn, „hér er hinn snar-
vitlausi uppfinningamaður að verki. Það er kominn
tími til að stanza þessa vitleysu, svo að ekki hljótist
illt af.“
34 FÁLKINN