Fálkinn


Fálkinn - 12.06.1963, Qupperneq 36

Fálkinn - 12.06.1963, Qupperneq 36
* IBataldur \. Framhald af bls. 21. þekkingu og vildi fræðast hvernig þess- um málum væri háttað hjá okkur. Vinur minn hafði líka staðið fyrir þessu og hann átti eftir að standa fyrir meiru. Rétt um það leyti sem ég er að fara heim kemur einn ennþá og virtist hafa mikinn áhuga á að ljóðin mín væru þýdd á enska tungu. Svona var nú það, hann hafði gaman af að glettast við mann. — Hefur þú safnað sögum um sjálfan þig? — Nei, það hef ég ekki gert að öðru leyti en því, að ég á íslenzka fyndni heima og þar eru nokkrar skráðar. — En eru sögurnar allar sannar? — Já, þær eru það sumar þeirra en aðrar hef ég búið til sjálfur. En það skiftir kannski ekki máli í sjálfu sér. Eitt er nauðsynlegt fyrir alla sanna húmorista og það er að geta gert grín að sjálfum sér. Ef menn hafa þennan eiginleika, þá leyfist þeim miklu meira. Ég skal segja þér tvö dæmi um sögur sem ég bjó til sjálfur. Einu sinni sagði ég frá því á skemmtun að skátar hefðu komið til mín og beðið mig að lána sér skyrtuna mína. Sjálfsagt, vinir mínir, sagði ég, en hvað ætlið þið að gera við hana? Þeir sögðust ætla að fara í her- mannaleik og skyrtan min ætti að vera hermannatjaldið. Svo er önnur sem þú kannast kannski við, um strákinn i strætó sem ég bað að standa upp svo gömul kona gæti setzt. Þá svaraði strák- ur: Stattu sjálfur upp, manni, svo allir geti setzt! Einu sinni var ég að skemmta í Vest- mannaeyjum á einhverjum fundi og mér fannst húmorinn í salnum ekki upp á það bezta. Áður en ég gekk inn á senuna bað ég tjaldamanninn að gera aðeins rifu á tjöldin. Hann gerði það og ég stóð þarna í rifunni og horfði fram í salinn. Þá byrjuðu sumir að brosa og ég sneri mér að tjaldamann- inum og sagði með miklum þjósti: Hvað er þetta, maður, dragðu alveg frá svo ég sjáist allur. Þá glumdi við skellihlát- ur. Við getum kallað þetta ,,triks“ og þau er oft nauðsynlegt að nota til að ná upp góðum húmor í salnum. Tryggvi vinur minn Magnússon, sem ég sagði þér frá í gær, var lítill maður og ein- hverju sinni þegar illa gekk, sagði hann við mig: Stattu hérna á bak við mig, Halli, svo þú sjáist ekki. Já, þetta getur verið alveg bráðnauðsynlegt. í Bláu stjörnunni flutti ég einu sinni kvæði og Alli átti að koma inn á eftir mér. Við tókum okkur saman um smá brand- ara í sambandi við þessa innkomu hans. Þegar hann gekk inn spurði hann: Hvernig gekk þér? Vel, sagði ég, það klöppuðu fjórir þarna megin. Helvíti hefur þér gengið vel maður, sagði Alli, ertu í framför? Þá bætti ég við: En þessi þarna, og benti á mann í salnum, hann klappaði konunni sinni! Og maður þarf að vera við öllu búinn 36 FÁLKINN á leiksviði. ,Einu sinni henti það okkur Tryggva á premief að gley'ma s.volitlu úr rullunum. Þá segir Tryggvi: Hvað segir þú maður? ekki neitt, sagði ég, þú átt að segja næst! — Hvernig tóku menn því ef þeir urðu fyrir háði? — Menn bregðast misjafnlega við háðinu og það fer að sjálfsögðu eftir því hvernig mennnirnir eru. Stundum var kannski gengið fulllangt í þessum efnum og menn urðu sárir. Aðrir höfðu lúmskt gaman af þessu og hringdu í mann og þökkuðu fyrir. Það kom auð- vitað oft fyrir, að menn sem við vorum að grínast með voru á sýningu og við- brögðin voru misjöfn. Sumir skelli- hlógu, en aðrir sátu með stirðnað bros á vör og þorðu ekki apnað en að brosa ef á þá skyldi vera horft. — En ykkur hefur aldrei verið hótað? Nei, það kom sjaldan fyrir. Menn hringdu og voru kannski sárir. Ég man ekki eftir nema tveimur eða þremur, sem hótuðu málsókn. Ég man, að þegar við vorum að leika Þorlák þreytta var eitt atriðið hjá mér að segja frá kvenna- fari og fylliríi sem Þorlákur átti nýlega að hafa farið á. Ég taldi upp nokkra drykkjufélaga Þorláks, og nefndi þá nöfn manna er voru í leikhúsinu. Og svo er það eitt kvöld að einn kunn- ingi minn sat rétt hjá senunni. Þetta var ágætur vinur minn og prýðis dreng- ur en hann var nokkuð hændur að kvenfólki. Jæja, það er ekki að orð- lengja það að ég dembi honum þarna í djammið með mér. Daginn eftir hring- ir hann og er mér heldur sár. Konan hans hafi orðið hin versta og sagt: Það er ekki nóg með að maður sé að frétta þessar sögur af þér utan að sér, heldur er þetta komið í leikrit líka, og það útlent leikrit. Það varð stundar þögn og svo var barið að dyrum. Þetta hefði eins getað átt sér stað í leikriti. Það var eins og Haraldur hefði sagt stikkorðið og næsta persóna birtist á sviðinu og önnur þok- ar. í dyrunum birtist maður sem átti erindi við Harald. Ég stóð á fætur og rétti honum höndina og þakkaði fyrir. — Það er ekkert, vinur minn, það er miklu heldur ég sem ætti að þakka þér. — Jæja? — Já, það er þér að þakka að í kvöld geng ég rólegur til hvílu og sef vel, vitandi það að þú kemur ekki aftur á morgun. Ef þú kæmir aftur þá gæti ég freistast til að fara að segja þér grobbsögur, maður er einmitt að komast á þau aldursárin. En heyrðu vinur, hvað heitirðu annars? — Ormur, segi ég. — Er þetta ekki merkilegt, segir hann. — Hvað? segi ég. — Um daginn þegar ég var búinn að bíða eftir þér í 15 mínútur, sagði ég við sjálfan mig. „Ætlar helvítis ormur- inn ekki að koma?“ Það var hlýja í augunum og handtak- ið fast, en nú brosti hann ekki aðeins heldur skelíihló.1 Það var í fyrsta sinn sem ég heyrði hann hlæja og sá hlátur fylgdi mér út á götu. Or. Prcstariiir eru ... Framh. af bls. 13. ar kynslóð, þó svo við sleppum öllu kynslóðakjaftæði annars. — Er það aðallega okkar kynslóð, sem sækir skemmtanir? — Nei, sem betur fer. Það er fólk á öllum aldri. Þess vegna er líka erf- iðara að skemmta. — Hefur það nokkurn tíma komið fyrir, meðan þú varst að skemmta, að einhver úr salnum kæmi upp á sviðið og vildi hjálpa til? —- Nei, hins vegar tek ég menn oft upp á svið og spyr þá út úr í anda ís- lenzkra fréttamanna. Ég skal segja þér að Ríkisútvarpið hefur verið mér alveg hrein gullnáma. — Koma þar fram skemmtilegir per- sónuleikar? — Já, og þar heyri ég raddirnar. — Segðu mér eitt, eru sunnlenzkir fyndnari en norðlenzkir eða hafa Aust- firðingar meiri kýmnigáfu til að bera en Vestfirðingar? — Fólk er náttúrlega misjafnlega misjafnlega fyndið, en það er síður en svo, að kýmnigáfan fari eftir landshlut- um. — Þykir fólki gaman að meinfyndni? — Já, það er nú meinið. Það vantar í okkur suma alveg þennan létta og skemmtilega húmor, sem meiðir ekki eða kemur illilega við neinn. Ég minnt- ist á það áðan, að fólk hlær að náung- anum og frægu fólki, sem gert er grín að. Ég held að þannig verði það alltaf. Þú veizt sjálfur, að manni þykir bezt sú fyndni, sem maður er vanastur og hefur alizt upp við. Ég hef kappkostað að semja mína texta þannig, að hver og einn geti hlegið að einhverju í þeim. En eins og ég sagði áðan þá á maður mjög erfitt með að dæma um þá sjálfur. — Skiptirðu oft um prógramm? — Já, maður verður alltaf að vera með eitthvað nýtt. Annars er hætt við að maður staðni. — Og vinsældirnar réni. — Vinsældirnar eru dálítið kyndug- ar. Um daginn var ég að lesa um mann í bandaríska sjónvarpinu. Hann er vin- sælastur allra gamanleikara þar vestra og fólkið verður bókstaflega aldrei leitt á honum. Hann er ógurlega feitur og í sínum þætti segir hann aldrei orð. Þátt- urinn hans er fyrst á morgnana og sézt hann þá fyrir framan gífurlega stórt borð, hlaðið kræsingum. Síðan byrjar hann að eta og eta, þangað til tími hans er útrunninn. Þetta þykir víst á- kaflega fyndið og er framúrskarandi vinsælt. — Vildir þú leika hans hlutverk í ís- lenzka sjónvarpinu, þegar þar að kem- ur?

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.