Fálkinn


Fálkinn - 25.09.1963, Blaðsíða 6

Fálkinn - 25.09.1963, Blaðsíða 6
Rashil Bose var á leið yíir Harvard Yard, þegar sendisveinn kom til hans og afhenti honum símskeyti, sem tilkynnti honum lát föður hans. Það var fagran vormorgun, þriðja maí, og hann mundi minnast þessa dags sem banadægurs föður síns. Þangað til klukkan hálftíu þennan morgun, var faðir hans lifandi í huga hans. „Kvittið hér,“ sagði drengurinn kæruleysis- lega. Rashíl, sem var utan við sig eftir að hafa lesið skeytið, kvittaði fyrir dauða föður síns. Hann rétti drengnum blýantsbútinn aftur, veitti því athygli, hve höndin, sem tók við honum, var óhrein, fálmaði í vasa sinn eftir smápeningi, þegar drengurinn hikaði, og þegar drengurinn var farinn, settist hann niður á bekk undir tré. Hann las skeytið aftur. Það var frá systur hans: „Pabbi dó í morgun. Útförin bíður komu þinnur. Padmaya.“ Hann braut hvítan pappírsmiðann varlega saman og stakk honum í brjóstvasann án þess að trúa því, að faðir hans væri í rauninni látinn. Hann skildi, að hann yrði að hitta var hann þar, en hann treysti sér ekki til að segja hina slæmu fregn. Þess í stað lagði hann skeytið á skrifborðið og tók sér sæti. Deildar- forsetinn var skarpleitur, viðkunnanlegur maður á sjötugs aldri, íhugull og mildur eftir langar samvistir við háskólastúdenta. Hann las skeytið, braut það siðan saman og rétti Rashil það aftur. „Ó,‘‘ sagði hann. „Mér þykir það mjög leitt. Ég hef aldrei hitt föður yðar, eins og þér vitið. Ég held að hann hafi aldrei heimsótt þetta land, ekki satt? Nei, ég hélt ekki, en bréfaviðskipti hans við mig varðandi yður —■ allmikil að vöxtum, verð ég að segja, þó að ég hafi aldrei minnzt á þau við yður — sýndu að hann var menntamaður. Vilduð þér kannski fá þessi bréf?“ „Ef yður er sama,“ tautaði Rashil. „Ég skal ná í þau fyrir yður undir eins,“ sagði deildarforsetinn. Hann ýtti á takka, og gráhærð kona kom inn. ,,Louise,“ sagði hann, „gerið svo vel að sækja bréfin frá föður Rashils. Þér finnið þau í skjalasafninu." „Já, herra, ég veit,“ sagð,i konan og var SniJÉsaga efitir Pearl S. Buek HAUSKUPAN . úUt. CT& Fyrri hluti deildarforsetánn strax og skipuleggja flug- ferðina heim. Éngú að síður hikaði hann, hafði ekki mátt' tií, hreyfings.' Fegurð. ,um- heimsins fastmótaðist skyndilégá; trén í grænu laufskrúði, er ilmuðu enn af vori og rauðar tíguisteinsbyggingarnar stóðu þarna sem óumbreytiiegar andstæður., Fugl söng í éikartiénu, sem hann sat undir, ’og í sólskin- inu reikuðu .ungir menn áléiðis í tima sína. Mar-gir þeirra kölluðu til hans. - i „Hte, Ra.sh!“’.: r Ilann liafði aldrei. sagt föður sínum, að þeir köÍÍuðu hann Rásh, Rashil Vár fornt nafn í ssttinni, vírðipg þesS- skilyrðisiaus, og fáðir: háns héfðí verið á’ öðSfu máli og sagt eitthvað á þessa ieið: „Þú héfðir átt að stöðva þá í byrjun.“ Þó að hann hefði aldrei heyrt föður sinn segja þessi orð, gat hann næstum heyrt hann segja þau nú, hérna í Harvard Yard. Hann veifaði með semingi til Bandaríkjamannanna, en neyddi sig síðan .til að ganga í. áttina til skrifstofu deildarforsetans. Andartaki síðar 6 FÁLKINN ekki laust við þótta í röddinni, rétt eins og það væri. hennar mál en ekki hans, hvar bréfin voru geymd. Hún fór út úr herberg- jnu, og deildarforsetinn hélt áfram: „Þér kom- ið aftur til okkar í haust, vona ég.“ „É!'g vona þáð líka,“ sagði Rashil. „Það , væri skaði, ef þér lykjuð ekki við síðasta árið. Þér hafið verið föður yðar til sóma, Rashil.“ „Þakka yður fyrir, herra.“ Gráhærða konan kom aftur með bréfa- bunka. Hún lét þau á skrifborðið og hvarf að vöimu spori. Deildarforsetinn blaðaði í bréfunum. Þau voru afar mörg, öll skrifuð á þunnan indverskan pappír — rithöndin fögur en mjög.smá og skammt á milli lína. „Nú eigið þér þau. Þér getið lesið þau á leiðinni heim,“ sagði deildarforsetinn. Hann stakk þeim í stórt, brúnt umslag og rétti Rashil. „Þakka yður fyrir,“ sagði Rashil. Deildarforsetinn Jeit snöggvast á bréfasafn- ið á skrifborði sínu. „Ef ég get hjálpað yður —“ „Ég kom aðeins til að kveðja, herra.“ „Góða ferð, drengur minn. Mér þykir það sannarlega leitt — en þér komið aftur, þér komið aftur.“ Þeir tókust í hendur. Lítil hönd Rashils hvarf í sterk- legum hrammi deildarforset- ans. Að því búnu yfirgaf hann herbergið með bréfa- bunkann í hendinni og yþr aftur kominn út í sólskinjð. Hann hafði enga hugmyjpd um, að faðir hans hefði lá.tið sig háskólavist hans syo miklu skipta. Bréfin, sém hann hafði fengið frá Ipd- landi, höfðu að geyma héll- ræði frá foreldrum hans, enda þótt þau væru áyalt undirrituð af föður hans, ^n hann hafði gert ráð fyrir, að lengra næði áhugi foreldýa hans ekki. Padmaya var óút- reiknanleg við bréfaskriftir, eins og á öllum sviðum. Mán- uðir gátu liðið án þess að orð kæmi frá henni, og síðan kynni hann allt í einu að fá bréf daglega í viku eða jafnvel hálfan mánuð. Þann- ig hafði hann ekki fengið neinar fréttir af veikindum föður síns. Samt hafði faðir hans dáið í gær, og í kvöld — ekki seinna — yrði Rashil að vera lagður af stað heim- leiðis. Það var ekki hægt að fresfa útförum í loftslagi Indlands. Maímánuður yar bærilega svalur í Cambridge, en í Bangipur var þegar orð- ið mjög heitt. Að vísu yar þar íshús, og lík föður hans yrði geymt þar í nokkra daga. Nú á dögum var ísinn fluttur á flugvélum frá rót- um Himalaya, enda þýtt þeir hefðu verið næstum eins fljótir á góðum hestum flá dögum afa hans, að því ,er faðir hans hafði sagt honupi. Hann sá föður sinn fyrir sér liggjandi á börum í húsinp, og reyndi að leiða hugann að öðru. Hann yrði að ná sér í farmiða á ferðaskrifstof- unni, þar sem Josie vann, og síðan að taka saman fögg- ur sínar. Hann yrði að segja Josie það, auðvitað. Það yrði erfitt. Hann hafði gengið dálítið of langt, en hann kynni að hafa gengið lengra, ef hann hefði ekki vitað, hvað faðir hans hefði sa^t, væri hann — „Sonur minn,“ heyrði hann rödd föður síns segja 1 huga sér, „þú ert ungur maður á förum til fjarlægs

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.