Fálkinn


Fálkinn - 25.09.1963, Blaðsíða 35

Fálkinn - 25.09.1963, Blaðsíða 35
Kvikmyndir Framh. af bls. 31. John Huston heitir leikstjóri þessarar myndar. Hann hefur fengizt við margt um dagana. Um tíma lagði hann stund á listnám í Evrópu, þá var hann atvinnuhnefaleikari og um tveggja ára skeið var hann í riddaralögreglu Mexícó. Það síðastnefnda hefur sjálfsagt komið honum í góðar þarfir við töku þessarar myndar því hún var að mestu tekin í Mexícó. Huston hóf feril sinn við kvikmyndir með því að skrifa kvikmyndahandrit. Það var árið 1937 en 1941 stjórnaði hann fyrst myndatöku. 1948 hlaut hann Oscars-verðlaunfyr- ir myndina Þrír menn í gull- leit. Indíánastúlkuna leikur Au- drey Hepburn. Hun er án efa með vinsælustu kvikmynda- leikkonum heimsins og hefur farið með aðalhlutverk í mörg- um myndum. í Nunnunni, sem Austurbæjarbíó sýndi í vetur lék hún aðalhlutverkið. Stærsta karlhlutverkið í þess- ari mynd leikur Burt Lancaster. Er óþarfi að kynna hann nánar því hann er íslenzkum kvik- myndahúsgestum að góðu kunn- ur. Audie Murphy fer einnig með stórt hlutverk í þessari mynd. Murphy varð frægur fyrir framgöngu sína í síðari heimsstyrjöldinni og hlaut eng- inn jafn mörg heiðursmerki og hann. Um þátttöku sína í stríð- inu hefur hann skrifað bókina „Til heljar og heim aftur“ sem komið hefur út á íslenzku. Bókin hefur einnig verið kvik- mynduð og var sú mynd sýnd í Hafnarbíó fyrir nokkrum ár- um. Með allstórt hlutverk fer John Saxon. Hann er einn af vinsælustu yngri leikurunum vestan hafs og hefur getið sér mjög gott orð fyrir leik sinn í ýmsum myndum. Tónabíó sýndi í vetur mynd með John Saxon, „Harðjaxlar". Hvíti apinn Framhald af bls. 34. eiga venjulega ekki nema tvö eða þrjú börn. Ég tek ykkar konur fram yfir.“ „Hvernig náðuð þér þeim? Rænduð þeim?“ Samræðurnar voru komnar vel á veg. „Nei, ég sótti þær. Þeir mundu taka okkar stúlkur, ef þeir gætu. En þeim er eins holt að reyna það ekki.“ Hvíti Ap- inn þagnaði og rak upp hlátur. „Ykkar þjóð er skrítin," bætti hann við. „Tja, þér verðið að fyrirgefa, en mér er óskiljan- legur sá háttur, að láta for- eldra stúlkunnar og piltsins gera út um ráðhaginn. Ég kann betur við að bera brúðina sjálf- ur inn fyrir þröskuldinn.“ „Álítið þér ykkar aðferð far- sælli?“ Hvíti apinn horfði einkenni- lega á hann. „Okkar máti er skemmtilegri og æsilegri. Þér sjáið stúlku. Yður lítzt vel á hana. Þér biðjið foreldra henn- ar að sjá um, að hún komi til húss yðar eins og ekkert sé um að vera. Brúðguminn lætur ekkert til sín taka. Hvað er gaman að slíku?“ Samtalið var farið að angra hershöfðingjann. Hann taldi til- gangslaust að stæla við Hvíta Apann um þá skemmtilegu íþrótt, sem kallast konurán. „Fluttu þér kínversku kon- urnar hingað með valdi? Þér vitið, að ríkisstjórn mín leggur bann við slíku.“ Bros Hvíta Apans gaf til kynna, að álit kínversku stjóm- arinnar á málinu kæmi honum ekki við. Við vorum nú staddir á hæð, þaðan sem sjá mátti yfir alla sléttuna. Litbrigði gróðurins á bakkanum hinum megin sýndi, hvar áin rann fyrir sunnan hana og austan, unz hún braut á klöppum undir hamraveggn- um í norðri og vestri. Hafi það verið ætlun Hvíta Apans, að færa okkur heim sanninn um, að land hans væri óvinnandi virki frá náttúrunnar hendi, tókst honum það. Um kvöldið efndi höfðinginn til veglegrar veizlu. Á borðum voru kjúklingar og fasanar og að síðustu skjaldbökusteik. Gestgjafinn skartaði til heiðurs við gesti sína. Hann var klædd- ur skinnkyrtli, og vesti úr rauðlitaðri fílshúð. Samskonar rauðum ræmum var vafið um handleggina. Búningurinn var eins og brynja í sniðum, enda bitu hann engin vopn. Tuttugu innbornir stóðu upp við vegg- inn með spjót sín. Konur höfð- ingjans gengu út og inn og báru mat á borð. Við höfðum ekki árætt að inna þorpsbúa eftir konu hers- höfðingjans af ótta við að gera uppskátt erindi okkar. En Hvíta Apanum hlaut að vera Ijós til- gangur fararinnar, þótt fram- koma hans væri í anda hins veituia gestgjafa. Hersöfðing- inn var annars hugar, meðan á máltíðinni stóð. Hvíti Apinn hafði í rauninni játað á sig konuránið. Skyndilega heyrðum við að kona hljóðaði fyrir innan. Hershöfðinginn þekkti rödd konu sinnar og reis á fætur. Henni hafði tekizt að slíta sig lausa, meðan hinar konurnar voru önnum kafnar. Hún hljóp beint í fangið á bónda sínum og grét sáran. Hvíti Apinn horfði á, meðan hershöfðinginn reyndi að sefa hana. „Þetta er eiginkona mín!“ sagði Ouyang og bjóst við hinu versta. „Hvað er að heyra!“ hrópaði Hvíti Apinn og lézt verða undr- andi. „Nú vandast málið, þykir mér.“ „Virðulegi höfðingi,“ mælti hershöfðinginn. „Ég kom hing- að sem vinur, og mun fara héð- an sem vinur. Þér verðið að leyfa mér að hafa konu mína á brott með mér.“ „Ég skila aldrei aftur því, sem ég tek. Hún tilheyrir mér, nema þér takið hana frá mér á ný: Ég skila engu — því mið- ur.“ Hvíti Apinn var nú ægilegur ásýndum. Hann studdi höndinni á sverðshjöltun. „Verðir!“ kallaði hann og þeir reiddu spjótin samstundis á loft. „Munið, að ég er gestur yð- ar,‘‘ sagði hershöfðinginn með festu, og hvessti augun á and- stæðing sinn. Hann vissi, að lögmál gestrisninnar er strangt hjá þeim innfæddu. Hvíti Apinn lét höndina síga. Hann gekk til herhöfðingjans og mælti: „Mér þykir leitt að þetta skyldi koma fyrir. En ég er húsbóndi á mínu heimili engu síður en þér á yðar heim- ili. Ég ráðlegg yður að reyna ekki að taka hana héðan. En meðal annarra orða, þér mun- uð vera góður bogmaður.“ „Þolanlegur,“ anzaði hinn þurrlega. „Gott, þá gerum við upp sak- irnar á morgun á heiðarlegan hátt, samkvæmt okkar siðvenj- um.“ Hann gekk til konunnar. Þangað til er hún mín.“ Ouang skalf af hræðslu og vissi ekki, hvaðan á sig stóð veðrið. „Vertu bara róleg sagði maður hennnar. „Þetta er ekki eins slæmt og það sýnist. Ég mun áreiðanlega taka þig með heim á morgun. Farðu nú með þeim.“ Konan leyfði nú hinum að leiða sig inn fyrir. Andrúms- loftið var þvingað og samræð- ur stirðar. En Hviti Apinn lét, sem ekkert væri og hagaði sér í öllu eins og hann væri sannur heiðursmaður, með táhreina samvizku. Okkur var að vísu kunnugt, að konurán eru við- tekin hefð meðal ýmissa þjóð- flokka. „Ég sótti þessar konur handa sjálfum mér,“ mælti hann til skýringar. „Ef þær hafa ekki alið mér erfingja að ári liðnu, læt ég menn mína hafa þær. Þér kar.nist við siði okkar, hers- höfðingi." Hann tók að skýra þá fyrir okkur. í byrjun hvers árs er haldin hátíð. Þá er dans- aður kjördansinn og stúlkurnar velja sér maka. Þær fara með honum til fjalls og búa með honum í eitt ár. Ef þau hafa eignazt barn að þeim tíma liðn- um, kynnir hún manninn fyrir foreldrum sínum, og þar með eru þau talin gift. Ef kunnings- skapurinn ber ekki ávöxt, slíta þau samvistum, og stúlkan vel- ur sér annan maka á næsta ný- ársdansleik. Og þannig koll af kolli, unz hún verður þunguð. „Ég fer eins að, ef kona svíkst um að ala mér bam, „lauk Hvíti Apinn máli sínu. „Ég afsala mér henni, svo að aðrir fái að reyna.“ Hershöfðinginn greip andann á lofti. „En hvað gerist, éf kon- an er ekki fær um að ala barn?“ „Það kemur afar sjaldan fyr- ir, ef þær skipta nógu oft. Óbyrjur eru eðilega lítils metn- ar. Hins vegar væri glæpsam- legt að taka mæður frá börnum sínum. Börnin eru hið raun- verulega markmið hjónabands, og eiginmaðurinn einungis hafð- ur að yfirvarpi. Eins og þið sjá- ið, verða þær allar mæður og lifa hér hamingjusömu lífi.“ Daginn eftir var efnt til elsk- endakeppni, sem skyldi hefjaal á kjördansi, samkvæmt sér- stöku boði Hvíta Apans. Karl- menn, konur og börn klæddust hátíðabúningi. Piltar og stúlk- ur hættu vinnu fyrir hádegi og spókuðu sig í sparifötunum og hlökkuðu til dansins. Hann stóð venjulega fram á kvöld, en þá héldu elskendurnir til skóg- ar, að loknu vali. Ungu stúlk- urnar voru flestar glaðlegar og héldu sig í hópum. Þær gáfu ungu mönnunum auga, brosandi og fullar eftirvæntingar og reyndu að gera upp við sig, hvern þær ættu að kjósa um kvöldið. Dansinn hófst ekki fyrr en um fjögur. Þá birtist hvíti Ap- inn með konur sínar og börn, og var frú Ouyang í þeim hópi, ringluð á svip. Höfðinginn var í herklæðum sínum, rauðu flos- húðarbrynjunni. Hinar djúpu hrukkur í veðuribitnu andlit- inu sáust skýrt í sólskininu. Við 35 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.