Fálkinn


Fálkinn - 25.09.1963, Blaðsíða 29

Fálkinn - 25.09.1963, Blaðsíða 29
Sjö systkini Framhaid af bis. 10. Um 1895 brá Steinunn búi í Þykkvabæ enda voru börnin þá farin að þroskast og gátu komið sér í vistir og komu sér vel. Sjálf fór hún í lausa- mennsku, var meðal annars í kaupavinnu hjá Guðlaugi sýslu- manni á Kirkjubæarklaustri og borgaði hann henni meira, en um var samið. Þegar Þórður sonur Steinunnar fór að búa, settist hún að hjá honum, og var með honum upp frá því. Steinunn andaðist á Hryggjum í Mýrdal 1. desember 1943 og vantaði þá aðeins 6 daga upp á 97 ára aldur. Þá átti hún 73 afkomendur. Biskupsins hef ég . . . Framhald af bls. 12. Eftirmaður Gísla biskups Jón- assonar á biskupsstóli í Skál- holti, var Oddur Einarsson. Hann var mikill atkvæða- og dugnaðarmaður í biskupsem- bætti. Að fornu var það svo, að Skálholtsbiskupar áttu að vísi- tera biskupsdæmi sitt allt á þremur árum, skipta fjórðung- unum í þrjú sumur. Ekki eru til glöggar heimildir um það, hve skylduræknir biskupar voru við þessar embættisgerðir í ka- þólskri tíð. Líklegt er, að bisk- upar hafi lítt sinnt þeim. En Ég ætla að gera tilraun og vita hvort ég fæ bréfi mínu svarað. ég er fædd... og er Ameríkani í föðurætt. Ég hef , aiizt upp á ... hjá ömmu minni en hún fluttist hingað fyrir nokkrum árum og var ég ,hér í skóla þá en fór síðastlið- inn vetur til... í Gagnfræða- skóla. Síðastliðinn vetur var ég með strák, sem fæddur er... Við vorum saman í rúmlega hálft ár en það er víst allt búið núna. Eins og stendur er ég mjög hrifinn af einum vini hans og hann af mér. Hann er fæddur ... Um þessar mund- ir erum við aðeins góðir vinir og kemur okkur mjög vel að öllu leyti. Ég hef mikla löngun að fregna hjá þér hvort eitthvað gæti orðið úr þessu með mig og annan hvorn þess- ara pilta, einnig um framtíð mína, gæfu og gengi yfirleitt. Gjörið svo vel að sleppa öllum ártölum, stöðum o.fl., sem ég strika undir. Kær kveðja, Svabba. eftir siðskiptin virðist þetta hafa verið gloppótt. Oddur bisk- up vísiteraði biskupsdæmið heldur vel, eftir því sem ráða má af heimildum, þrátt fyrir það, að á embættisárum hans væri erfitt árferði í landinu, harðindi, vor- og sumarkuldar. Hann var mikill hraustleika maður og karlmenni til hvers sem var. Hin forna leið Skálholtsbisk- upa til Austurlands lá yfir mið- hálendið, norður Sprengisand og yfir þvert Ódáðahraun til Möðrudals á Fjöllum. Leið þessi var erfið, vandrötuð og torfær. Biskup þurfti því að halda á góðri leiðsögn kunnugs manns til ferða til Austurlands. Oddur biskup var allra biskupa útsjónarsamastur urn allt er til ferðalaga þurfti. Hann valdi ávallt til fylgdar knálega og hrausta unga menn, venjulega nýútskrifaða stúdenta úr Skál- holtsskóla. Enda var nauðsyn- legt fyrir verðandi embættis- menn að kynnast ferðalögum um fjöll og firnindi undir leið- sögn þaulkunnugs manns. Hann hafði einnig valinn mann til fylgdar norður um öræfin torfærustu og vandrötuðustu leiðina. Maður þessi hét Þórður og var fátækur og mikill fjöl- skyldumaður, svo hann hlaut auknefnið Barna Þórður. Ekki er getið, hvar Þórður bjó, en líklegt er, að hann hafi búið í fjallasveit í Þingeyjar- eða Múlasýslu. Svo bar við eitt sinn á efri árum Odds biskups, að hann bjóst til vísitatíuferðar til Aust- urlands. Biskup hafði stefnt Barna Þórði ákveðinn dag til móts við sig við Kiðagil. Bjóst Oddur biskup af stað úr Skál- holti með fríðu föruneyti og vel útbúinn að farkosti öllum. Segir svo ekki af ferðum hans fyrstu áfangana. En það er af Þórði að segja, að hann bjóst að heiman og var annar svipur yfir útbúnaði fjöl- skyldubóndans en biskups. Þar var engin reisn yfir ferð og kostur enginn og útbúnaður allur af lélegra tæinu. Barna Þórður kom til Kiðagils á til- settum degi, en biskup var þar ekki kominn með föruneyti sitt. Þórður settist þar að um stund og beið biskups. Þórður var illa útbúinn að öllu, svangur og sennilega klæðvana. Hann var því alls ekki búinn að bíða lengi eftir biskupi í óvissu, enda hafði hann ávallt komið á réttum tíma. Hélt hann því, að biskup hefði tafizt svo, að hans yrði ekki von fyrst um sinn. En til vonar og vara, vildi hann gefa biskupi í skyn svo svo ekki yrði um villzt, að hann hefði mætt við Kiðagil á stefnu- degi, svo að ekki yrði töf að því, að eftir sér yrði beðið, ef svo færi að biskup kæmi síðar. Þórður tók það því til ráðs, þar sem hann sá ekkert til ferða Svar til Svöbbu. Þegar þú fæddist var merki Vogarinnar rísandi og plánetan Neptún að rísa á austurhimni. Fólk, sem hefur merki Vogar- innar á einhvern hátt sterkt í stjörnukortum sínum á mjög erfitt með að vera án ástar eða einhverra rómantískra sam- banda. Þetta merki gefur ríka þörf fyrir félagsskap, og þú átt því yfirleitt auðvelt með að umgangast hinar ýmsu mann- gerðir og jafnvel að sameina skoðanir þeirra. Hitt er annað mál að ekki er rétt að vera jábróðir allra aðeins til að halda friðinn. Staðfesta er nauðsyn- leg í grundvallarskoðunum Neptún rísandi gefur til kynna að þú sért mjög dreymin og að heimar hugans og dagdraum- anna, séu fremur athafnasvæði þín heldur en blákaldi heimur veruleikans. Þú munt vafalaust vera ein þeirra persóna, sem elskar tónlist, enda er það vel. 1 ástamálunum ertu ekki nægi- lega föst í rásinni, sem stendur og stafar það af stöð Mánans i fimmta hus», en það stendur fyrir ástamálin og Máninn bendir til breytileikans í þeim efnum, eins og hið sístækkandi og minnkandi geislaandlit hans á himnunum. Ég mundi vilja segja að sá sem þú varst fyrst með hálfa árið ætti miklu betur við þig, þar eð grundvallareðli hans er miklu líkara þínu eðli. Hins vegar er pilturinn, sem þú get- ur um síðar í bréfi þínu undir merki Steingeitarinnar, sem er gagnstætt þínu sólmerki og eru hjónaskilnaðir mjög algengir þegar stofnað er til hjónabands úr gagnstæðum sólmerkjum. Þeir sem bezt ættu við þig eru þeir sem fæddir eru undir merki Fiskanna eða á tímabil- inu frá 20. febrúar til 20. marz og undir merki Sporðdrekans eða á tímabilinu frá 24. okt. til 22. nóv. ár hvert. Þú hefur Júpíter í öðru húsi fjármálanna, þannig að litlar líkur eru til þess að þig skorti skotsilfur þegar þér vex fiskur um hrygg. Þrátt fyrir að æsku- biskups, að hann setu upp aug- Ijós merki. Hann fann moldar- flag eitt uppþornað eða tjarnar- stæði og risti þar með staf sín- um vísu þessa- Biskups hef ég beðið að raun og bitið lítinn kost. Áður ég lagði á Ódáðahraun át ég þurran ost. Lá enginn Barna Þórði, að hann væri ekki fús til langrar biðar, og vera búinn að fara yfir þvert Ódáðahraun svo mat- arvana. Skömmu eftir að Þórður var farinn úr Kiðagili, kom biskup þangað og sveinar hans. Þeir fundu vísu Þórðar og lásu. Þeim varð heldur hverft við, er þeir vissu Þórð farinn og ekki var lengur von hinnar ö.ruggu leiðsagnar hans yfir Ódáða- hraun. Var nú illt í efni. Um tvær leiðir var að ræða. Annars vegar að fara beinustu leið til byggða norður yfir niður i Bárðardal, og halda síðan aust- ur sveitir. Var það mikill krók- ur og tók langtum lengri tíma svo við það hlaut ferðaáætlun biskups öll að stórbrenglast. En hin leiðin var, að leggja á öræf- in og Ódáðahraun, án fylgdar- manns. Biskupssveinar voru allir ungir menn, hugaðir og áræðnir. Þeir töldu biskup á að leggja á hina torfæru leið, og sögðust myndu rata undir leið- sögn hans. Réðist því svo að ár þín og síðustu ár ævuinar kunni að verða nokukð þröng. Það athyglisverðasta í stjörnu korti þínu er hve margar plá- netur eru nálægt hvirfillínu þinni á fæðingarstund. Þetta bendir yfirleitt til þess að þú verðir vel þekkt fyrir vel unnin störf í þágu hins opinbera eða einhverra félagssamtaka, sem þú kannt að verða meðlimur í. Það eru einnig horfur á því að þú eigir eftir að hafa ein- hver samskifti við útlönd og jafnvel að setjast þar að. Mjög hagstæðar afstöður eru til giftingar þegar þú ert tutt- ugu ára. ★ FÁLKINN 29

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.