Fálkinn


Fálkinn - 25.09.1963, Blaðsíða 4

Fálkinn - 25.09.1963, Blaðsíða 4
MANNASKIPTI Jón A. Guðmundsson. Með þessu tölublaði Fálkans verða ritstjóraskipti á blaðinu og einnig fram- kvæmdastjóraskipti. Gylfi Gröndal, sem verið hefur ritstjóri blaðsins frá nóvem- ber 1960, lætur nú af störfum og tekur nú senn til starfa sem ritstjóri hjá Alþýðublaðinu. Jón A. Guðmundsson, Gylfi Gröndal. sem verið hefur jafn lengi fram- kvæmdastjóri blaðsins lætur nú einnig af störfum, þar eð hann flyzt úr bænum. ★ Er Gylfi Gröndal tók við rit- stjórn blaðsins hafði hann um skeið verið blaðamaður við Al- þýðublaðið. Honum var mikill vandi á höndum. Blaðið hafði komið óreglulega út og upplagið var lítið. En hann lét erfiðleikana ekki á sig fá og í ritstjórnartíð hans hefur upplag blaðsins marg- faldazt og eykst enn stöðugt. Hef- ur frammistaða Gylfa í þessu starfi vakið verðskuldaða athygli í blaðaheiminum og meðal almenn- ings. Gylfi gerist nú ritstjóri við Alþýðublaðið. Fálkinn þakkar honum frábær störf og árnar honum allra heilla í nýju starfi. ★ Jón A. Guðmundsson flyzt nú úr Reykjavík. Er hann tók við framkvæmdastjórn Fálkans var fjárhagur blaðsins hvergi nærri góður og störf hans því erfið. Með vaxandi velgengni blaðsins hefur hann þokazt í rétta átt, og er Jón lætur nú af störfum er ólíkt bjartara framundan, en er hann kom til blaðsins. Fálkinn þakkar honum vel unnin störf og árnar honum allra heilla í fram- tíðinni. Gáfurrnar Karl kom á prestssetið að Kolfreyjustað. Þar var mynd af Maríu mey í stofunni — Hvaða kvenmaður er þetta? spyr karl. — Það er hún María mey. Þú hlýtur að kannast við hana er honum svarað. — Já, líklega hef ég séð hana á Seyðisfirði. Brandararnir — Segðu mér, hvers vegna hlóstu ekki, þegar ritsjórinn sagði ^ fína brandarann áðan. — Ég er ekki búinn að segja þér, að ég þoli ekki manninn og þess vegna ætla ég að bíða með að hlæja, þangað til ég kem heim. Kvenfólkið Sýslumaður nokkur þingaði í barnsfaðernismáli fyrir mörgum árum. Stúlkan nefndi 8 menn með nafni, sem gætu verið feður að barninu. Sýslumaður spyr hana þá, hvort hún geti ekki tilnefnt fleiri. Þá sneri stúlkan upp á sig og svaraði: — Viljið þér ekki reyna að moða úr þessum fyrst. Orðheppnin Sr. Árni í Grindavík var óvenju orðheppinn maður. Einu sinni var hann að lýsa túninu á Þönglabakka. Hann komst svo að orði: — Túnið er svo þýft, að þar fótbrotnaði eitt sinn kött- ur. Vitsmunirnir Kona kom inn í sölubúð og spurði hvort þar væru perur til sölu. -—- Nei, anzaði búðarþjónn- inn, — við höfum ekki perur, en við höfum aprikósur. — Jæja, segir konan, ég ætla þá að fá eina fimmtíu kerta. iHcnningin Leiklistin stendur með blóma um land allt. í einu þorpinu voru menn ákaflega samvizkusamir og lærðu hlut- verk sín alveg utan að. Nú hófst leiksýningin og er einn leikandinn hafði þulið hlut- verk sitt hárrétt, tók hann hatt sinn og staf og sagði um leið: — Tekur hatt sinn og staf og gengur út til vinstri. 4 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.