Fálkinn


Fálkinn - 25.09.1963, Blaðsíða 16

Fálkinn - 25.09.1963, Blaðsíða 16
 Gamla myndin var tekin, þegar byltingin mikla var að hefjast í samgöngu- málum okkar íslendinga: Bílarnir voru að byrja að flytjast til Iandsins. Landslagið, sem myndin er tekin í, minnir satt að segja talsvert á myndir úr fjallaferðum nútímans, þar sem stórir og sterklegir „fjallabílar“ fara lítt troðnar slóðir. Þó er þessi mynd tekin, þar sem nú er Kleppsvegurinn í Reykjavík. Við stýrið situr maður að nafni Gunnar Gunnarsson, en við hlið hans eigandi bílsins, Jónatan Þorsteinsson. Eins og hin myndin, sem tekin er úr efstu hæð stigahúss nýrrar „blokkar“ við Kleppsvegin, hefur margt breytzt. Við sjáum stórhýsi Kassagerðarinnar og Tollvörugeymslunnar, en á milli þeirra sést, fyrir enda götunnar, kletturinn gamli, sem enn er ó- breyttur, eins og Viðey og Esjan. Reykjavík fyrr og nú IV 16 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.