Fálkinn


Fálkinn - 25.09.1963, Blaðsíða 31

Fálkinn - 25.09.1963, Blaðsíða 31
manna byggðar, þó að með ólík- indum virtist. Húsráðendur buðu biskupi og svein hans góð- gerðir, sem þeir þáðu af mikilli ánægju. Beini allur var hinn bezti, og var biskupi borinn mjöður framandi, er hann kunni vel að meta eftir hið erfiða ferðavolk og villu. Biskup bann- aði sveinum sínum stranglega að grennslast hið minnsta um hátterni eða uppruna hraunbú- anna og og jafnramt að' forðast glens allt og vera hin hljóðustu um nóttina. Hann lét sveina einn eða tvo vaka af um nótt- ina og fylgjast með háttarlagi heimamanna með hægð, svo lít- ið bæri á. Ekkert undarlegt bar fyrir þá um nóttina. Fólkið var hið mennilegasta og kurteist á allan hátt og framkoma þess þekk, þó að það talaði lítið, að- eins það allra nauðsynlegasta. Morguninn eftir árla kom bóndi til biskupstjaldsins og bauð biskupi að fylgja honum á rétta leið, sem hann kvað ekki myndi verða langt. Biskup tók boði hans með þökkum. Var svo búizt til ferðar. Um daginn riðu þeir biskup og bóndi jafn- an í humátt frá sveinunum og urðu sveinar þess áskynja, að þeir ræddu margt saman, og fór hið bezta á með þeim. Bóndi fylgdi biskupi að Jökulsá og gekk allt farsællega. Að skilnaði gaf bóndi biskupi hest gráan, hinn bezta grip og mesta gæðing. Hest þennan átti Odd- ur biskup síðan og var hann ávallt nefndur Biskups-Gráni. Biskup kvaddi bónda með mestu virktum og þakkaði hon- um fyrir góðan farargreiða og leiðsögn. Héldu svo hvorir sína leið. Þegar bóndi hafði yfirgefið biskup og sveinana, mælti biskup til þeirra, og bannaði þeim algjörlega, að segja nokkrum manni frá komu þeirra til kotbæjarins í hraun- inu og fólkinu þar. Sveinarnir lofuðu því og efndu, þar til biskup var látinn. Einn bisk- upssveinninn, síra Grímur Jóns- son, er síðar varð prestur á Húsafelli, sagði frá þessu eftir lát Odds biskups. Sonur hans Helgi prestur á Húsaf. heyrði föður sinn segja söguna, en hann sagði síðar síra Halldóri Jónssyni presti í Reykholti, en af honum nam síra Jón Hall- dórsson hinn fróði prestur í Hítardal, en skrásetti hann síð- ar. Eru því ágætar heimildir fyrir sögn þessari. Sagan er hin merkasta heimild um tilvist útilegumanna á 17. öld, enda er óyggjandi, að talsvert hefur verið um byggð sakamanna á afskekktum stöðum á 17. öld. Heimildir: Biskupasögur Jóns Halldórssonar, Landfræði- saga íslands, Ódáðahraun og fleira. Hvíti apinn — JFi amhaid af bls. 27. þornuðum fljótsbotni á brenn- heitum júnídegi, og við sofnuð- um skjótt. Morguninn eftir var ferðinni haldið áfram. Leiðin lá öll upp upp í móti, og eftir tveggja stunda göngu vorum við komn- ir upp í þrjú þúsund fet. Lítill lækur rann eftir gilbotninum og hvarf ofan í jörðina annað veifið. Hitabylgjur köstuðust frá hvítu klöppunum fyrir neð- an og þokuslæður lágu inn með fjallshlíðinni. Þarna var tals- vert af fasönum, og við sáum oft glitta í fjaðraskraut þeirra inni í kjarrinu. Hvarvetna óx vínviður á stærð við pálmatré og loftið var mettað af angan. Þegar við komum upp í skarð- ið milli fjallanna, blasti við ó- vænt sjón. Rétt undir fjallsegg- inni hafði verið hlaðinn stíflu- garður úr stærðar hellum og höggnu stórgrýti og stíflaði á, sem féll úr einum þverdalnum. Ómögulegt var að gera sér í hugarlund, hvenær, hvernig og af hverjum hún hafði verið gerð, því að björgin voru svo stór, að verkfæralaust gætu engir flutt þau úr stað nema yfirnáttúrlegar verur. Augljóst var, að stíflan varð gerð af mönnum, sem bjuggu handan fjallgarðsins, til þess að breyta straumfalli árinnar, semsteypt- ist niður í djúpa gjá fyrir neð- an. Skammt þar frá lá eldgam- all vegvísir, hálfgrafinn í jörðu, og á honum var hið sérkenni- lega letur Mansbúa. Einn her- mannanna, sem var ættaður frá Mans, sagði, að áletrunin tákn- táknaði eftirfarandi: „Hið mikla verndarsvæði himinsins há.“ Önnur merki um manna- vist sáum við ekki á þessum stað. Að rannsökuðu máli kom í ljós, að fljótið væri alvarlegur farartálmi. Það rann í djúpum ál inn með fjallinu, og á því var engin brú sjáanleg, hvorki úr tré né kaðli. Hún hefði hvort sem er ekki komið að notum, því enginn hefði komizt upp þverhníptan hamarinn hinu megin nema fuglinn fljúgandi. Fjallabúarnir virtust hafa gert þennan stífugarð í hernaðar og Framh. á bls. 34. KVIKMYNDIR AUBREY INDÍÁNASTÚLKAN Fyrir þá sem lítið skilja í erlendum málum hefur „prógramið“ verið notað sem hjálpartæki til að skilja efni kvikmyndarinnar. Þetta hefur þó haft marga og stóra galla í för með sér. Menn vita efni myndar- innar fyrirfram í smáatriðum en þó fara stórir hlutir forgörðum. Og þeir sem ekki nota „prógröm“ hafa hvartað sáran yfir því að heyra það þulið yfir sér úr næstu sætum. Það hefur færst mjög í vöxt að kvikmyndahúsin láti setja íslenzkan texta við myndirnar sem þau taka til sýningar Þetta er mikill og góður kostur og ætti „prógram“ með nákvæmum söguþræoi að vera óþarfi við slíkar myndir heldur aðeins sem nánari kynning á myndinni og þeim sem að henni standa. íslenzkur texti og stórar stjörnur eru einkenni myndar sem bráðlega verður sýnd í Austurbæjarbíó. Mynd þessi heitir Indíánastúlkan og verður efni henn- ar ekki rakið hér en þes aðeins getið að sögusviðið er í Texas, söguþráðurinn viðburðaríkur og margar góðar senur. FALKINN 31

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.