Fálkinn


Fálkinn - 25.09.1963, Blaðsíða 37

Fálkinn - 25.09.1963, Blaðsíða 37
□TTÚ DG BRÚÐUR SÆKDNUNGSINS lcop. HARTKN TOONDCR S1UPIOS Hann lét hina um að gæta Karenar og Fáfnis og skundaði inn í kastalann. Á meðan höfðu þeir átt í þófi Eðvald og Ari, þvi að lið þeirra voru .iöfn. Koma Ottós gerði það að verkum, að frændi hans fór að hafa betur. Brátt voru Eðvald og menn hans afvopnaðir o gfarið með þá inn í innri garðinn. „Hvað eig- um við að gera við hann?“ spurði Áki og benti á fangana. Nú, þegar hættan var liðin h.iá og hann hafði náð kastalanum aftur, fannst honum hann vera lávarður og herra alls, sem hann hafði umsión með. „Varpið þeim í fangelsi og sendið svo sendiboða til konungsins," svaraði Ottó. „Konungur verður sjálfur að skera úr þessu máli.“ „Og ætlazt er til að ég sjái um, að þeirra sé gætt og ég sjái þeim fyrir fæði þangað til,“ kveinaði Áki og hóf deilu við Ottó, sem var rofin af hrópum frá einum manna, sem sem staðsettir voru við hliðið. „Víking- arnir eru að koma." Sigurður var ífararbroddi þeirra. Hið ný- fengna hugrekki Áka bráðnaði eins og vetrarsnjór fyrir vorsól- inni, er hann sá víkinganaHann skalf og horfði með opinn munn á, er Ottó gaf skipanir um að loka hliðunum og draga upp brúna. Norðmennirnir, sem sáu að eitthvað hafði gerzt í fjarveru þeirra, hröðuðu göngu sinni... Það tók aðeins nokkrar mínútur að loka hliðunum, en það tók lengri tíma að draga upp brúna. Hlekkur eftir hlekk af hinni þungu keðju var dreginn upp ... Um leið og þeir voru að þessu, hlupu Norðmennirnir fram og voru sér þess meðvitandi, að það var um lif og dauða að tefla, að kastalinn væri ájfram í höndum þeirra. Nokkrir víkingar hlupu út á brúna sem hafði verið dregin upp til hálfs og vonuðust til að geta klifið veggina þaðan. „Vopnberi," kallaði Áki æstur. „Láttu mig hafa klif- una mína með broddunum." Hann og nokkrir menn hans þutu til brjóstvirkisins fyrir ofan hliðið. 1 æsingi augnabliksins tók enginn eftir Áka, sem hafði forðað sér í skuggann til að horfa á undirbúninginn að vörn kastalans. Einn hermannanna, sem sem gættu Fáfnis, gekk til hans og hvíslaði einhverju i eyra hans. Herra kastalans leit i kringum sig hikandi. „Farið með hann til herbergja minna," hvislaði hann, „en hafið auga með honum.“ Er Fáfnir var leiddur inn í kastalann, hélt Áki á eftir honum. „Hvað getur hann viljað segja mér, sem er svona mikilvægt fyrir framtíð mína?“ tautaði herra kastalans. Fullur ömur- légra hugboða hugsaði hann um beiðni Fáfnis um viðtal. Það gat ekki verið hættulfegt, að verða við ósk hans, hugsaði Áki, þar sem Fáfnis yröi gætt, og hann var alla vega óvopnaður. Hann horfði í kringum sig... Nú var heppilegur tími, því að enginn veitti honum athygli. Hann læddist varlega gegnum aðalinnganginn i kastalann... Á meðan reyndu Norðmennimir árangurslaust að klífa veggina ae ðutan, en voru stöðugt hindr- aðir i þvi af hinum snöggu viðbrögðum manna hans. Skvamp, sem heyrðist við og við úr vígisgröfinni bar vitni um, að aðgerðir Ara heppnuðust... „Við verðum að setja verði,“ taut- aði Ottó, og syipaðist um i kringum sig eftir Áka. En hann sást hvergi „Ég verð að spyrja Danna, hvert Áki hefur farið,“ hugsaði hann, en honum varð ekki betur ágengt við að finna Danna en Áka. FÁLKINN 37

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.