Fálkinn


Fálkinn - 25.09.1963, Blaðsíða 7

Fálkinn - 25.09.1963, Blaðsíða 7
lands, lengra en rödd mín nær. En þú ert aldrei lengra í burtu en svo, að hjarta mitt nái ekki til þín. Hegð- aðu þér eins og ég væri við hlið þér.“ Hann hafði ekki alltaf hegðað sér eins og faðir hans væri við hlið hans, að minnsta kosti ekki hvað Josie viðvék. í sannleika sagt — hann hafði notið ákveð- inna stunda með henni, einkum vegna þess að faðir hans var ekki við hlið hans. Nú þegar faðir hans var lát- inn, mundu slíkar stundir áldrei framar verða til. Látn- ir kunna að vera nálægari éh lifendur. Hann gekk hægt meðan þetta var í huga hans og kom að stundarfjórðungi liðnum tíl skrifstofunnar, þar sem Josie var að störfum. Hann gá rautt hár hennar glóa á inilli grárra skjalaskápa. Það háfði verið hár hennar, sem hann hafði hrifizt af í fyrstu — hið furðulega hár henn- ar. Gat það verið raunveru- legt? Hann hafði kynnt sér auglýsingarnar í tímaritun- íim í lestrarsalnum. Bersýni- lega gat amerísk stúlka haft hárið eins á litinn og hún óskaði. Hann hafði aldrei haft kjark til að spyrja Josie, hvort þetta væri litur, sem hún hefði valið. Hún sá hann koma og brosti breitt til hans.Hlýjan, sem í því fólst, raskaði ró hans að venju. Rödd hennar lét sem söngur í eyrum hans. ! „Hæ, Rash! Hvaða erindi áttu hingað um þetta leyti dags? Áttu ekki að vera í éðlisfræðitímum eða ein- hverju?“ Hann tók símskeytið upp ur vasa sínum og rétti henni það þegjandi. Hún las það, og glaðiegt andlit hennar, viðfeldið en ekki sem fríðast, Varð alvarlegt. ! ,,Ó, guð, Rash, það er hræðilegt! Þú vissir ekki að hann væri veikur, eða neitt Væri að, er það?“ Hann hristi höfuðið. Augu hans fylltust tárum, sem leituðu útrásar. Hún sá þau og dró hann inn á milli tveggja raða af skjalaskáp- um og tók utan um hann. „Rashil, elskan — Hann hallaði höfðinu að öxl hennar. Siðan herti hann sig upp. „Josie,“ sagði hann, nærri brostinni röddu, „ég verð að fara heim í dag. Hvernig get ég náð í miða?“ „Elskan, það er erfitt svona í snatri, en ég skal sjá hvað ég get gert. Faðir þinn var áhrifa- maður, var það ekki?“ „Ég geri ráð fyrir — jú, hann var það. Hann var forstjóri fyrirtækis síns — stærstu hampiðjunnar —.“ „í ríkisstjórninni, á ég við.“ „Jú, hann var ráðherra.“ „Ég ætla að segja þeim það. Stundum gerir það gæfumuninn. Ef mér misheppnazt, geturðu þá ekki fengið sendiráðherrann eða einhvern til —.“ „Mér líkar það ekki.“ „Láttu mig þá um það, elskan. Guð, en hvað ég mun sakna þín.“ Hún hélt þétt utan um hann, og utan við sig af sorg gerði hann það, sem hann hafði aldrei áður leyft sér að gera — hann tók utan um hana og þau föðmuðust stundar korn. Síðan leit hún upp, og þau kysstust. Það höfðu þau heldur aldrei gert. Það var truflandi og þó undarlega hug'gandi. „Rash,“ sagði hún blíðlega. „Ég efast um, að þú vitir nokkurn tíma, hvað Þú hefur kennt mér.“ „Kennt þér, Josie?“ „Ao karlmaður getur verið blíður og kúrt- eis, beðið í stað þess að hrifsa —“ Hann varð svo hissa, að hún hörfaði um fet. „Skiptir ekki máli. Ég veit ekki hvað ég er að tala um. Ég skal ná í miðana, Rash. Hafðu ekki áhyggjur af því.“ Hann fór við svo búið,treysti henni. Hún var svo fær, svo viss um hvað hún gæti gert. Síðar um daginn, þegar hann var að taka saman föggur sínar, hringdi hún til hans. „Rash, ég læt miðana í pósthólfið þitt.“ „Ó, Josie, þakka þér fyrir.“ „Heyrðu, Rash, ég vil ekki kveðja þig. Þetta var nóg í morgun. Ég hata kveðjur. Þær eru svo fjári endasleppar. Aðeins eitt — ætlarðu að koma aftur?“ „Ég vona það.“ „Ég líka. Guð blessi þig þangað til —“ Rödd hennar kafnaði skyndilega. „Josie,‘ hrópaði hann. „Ég verð að sjá þig, áður en ég fer.“ „Allt í lagi, Rash. Ég skal geyma miðana þína.“ Frh. á 26.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.