Fálkinn


Fálkinn - 25.09.1963, Blaðsíða 39

Fálkinn - 25.09.1963, Blaðsíða 39
september, en forðaði sér af slysstaðnum.“ „Var sá bíll í skúrnum?“ „Rétt getið. Það er bezt þið lítið á hann.“ „Þá hefur hugboð skjólstæð- ings míns verið rétt,“ sagði Mason. „Um hvað?“ „Ég er hræddur um að ég geti ekki sagt þér allt af létta eins og sakir standa, Tragg, en það , að bíllinn er þarna, kem- ur heim við ástæðuna til þess að hún leitaði til mín. Hún taldi að verið væri að reyna að flækja hana í það — ja hún taldi að það hlyti að vera eitthvað, sem gerðist sjötta september. Hún vissi ekki fyrir víst, hvað það var.“ „Og þú kannaðir málið og fréttir um þetta bílslys?“ „Já.“ „Og þú vissir að bíllinn, sem slysinu olli, var í þessum bíl- skúr?“ „Það vissi ég sannarlega ekki,“ sagði Mason. Lögregluþjónn kom upp í lyftunni, rétti Tragg saman- brotið blað. Tragg fletti því í sundur, las það og sagði: „Mað- urinn, sem farið var með í sjúkrabílnum var dáinn þegar komið var með hann í spítal- ann, svo að nú er um morð að ræða.“ Tragg gekk á undan til lyft- unnar og frá henni til bílskúrs- ins. Hann tók lykil úr vasa sín- um, opnaði hengilás og kveikti Ijós. Tragg sagði: „Láttu á höggv- arann þarna hægra megin, Perry. Sérðu þennan köngurló- arvef? Hann liggur frá bílnum að verkfærabekknum, og líttu á flugurnar, sem eru í honum. Hann hefur verið þarna í nokk- urn tíma.“ Tragg horfði á andlit Masons og sagði: „Ég er búinn að vera við þetta starf nógu lengi til að vita, að konum er ekki að treysta, Perry, ef hún hefur haft tóm til að æfa frásögn sína. Kannski hefur skjólstæð- ingur þinn verið fluttur burt með valdi, kannski ekki. Það var myrtur maður á gólfi í íbúð hennar. Það er tvennt til um það, hvort hún hefur unnið það verk. En það er stolinn bíll í bílskúrnum hennar, bíll, sem olli slysi og flýði af slys- staðnum.“ Hann bandaði Mason og Drake út úr bílskúrnum. „Jæja Perry?“ sagði hann. Mason sagði: „Tragg, ég vildi gjarnan verða að liði, en ég verð að prófa nokkrar upplýs- ingar. Ég skal láta þig fá alla þá vitnsekju, sem ég get sam- vizku minnar vegna.“ „Þá það,“ sagði Tragg, „ef það er það bezta sem þú getur fyrir okkur gert, verður líklega svo að vera.“ Mason sneri sér að Drake jafnskjótt og Tragg var utan heyrnarvíddar og sagði: „Hringdu á skrifstofu þína, Páll. Ég vil ná tali af ungfrú Minden áður en lögreglan nær í hana.“ „Sjálfsagt,“ sagði Drake, „en við ættum að fara svolítið lengra áður en við reynum að hringja." Mason sagði: „Hún getur enn verið í réttarsalnum.“ „Hugsanlegt,“ sagði Drake, „en ég er á þeirri skoðun, að lögfræðingur hennar hafi kom- ið henni burt eins fljótt og mögulegt var.“ „Það,“ sagði Mason, „er rök- rétt ályktað. Við skulum hringja á skrifstofu þína og vita hvað er að frétta.“ Þeir óku nokkurn spöl, unz þeir komu að benzínsölu með símaklefa. Drake hringdi, kom aftur og sagði: „Þetta stendur allt heima, Perry. Hún fór úr réttinum ásamt lögfræðingi sín- um. Hann fór með hana í bíl og ók með hana til Montrose. Líklega eru þau þar bæði núna. Hvað eigum við að gera næst?“ Mason hugsaði sig um andar- tak, sagði síðan: „Við höldum áfram að hringja. Við skulum hringja í Mínervu heima hjá henni í Montrose og sjá hvað úr því verður.“ Mason hringdi og heyrði kvenmannsrödd svara? „Hvað get ég gert fyrir yður? Þetta er bústaður ungfrú Minden.“ „Þetta er Perry Mason lög- fræðingur,“ sagði Mason. „Ég óska að tala við ungfrú Mind- en.“ „Ég er smeyk um að það sé ekki hægt, því miður, herra Mason, en get ég ekki skilað einhverju?“ „Segið henni,“ sagði Mason, „að ég viti hver hafi hleypt af skotunum á flugvellinum og að ég vilji tala við hana í sam- bandi við það.“ Ég skal skila þessu og hringja til yðar síðar á skrifstofuna. Þakka yður fyrir,“ svaraði röddin og það small í símanum. Mason sagði: „Páll, ef ég get náð tali af Mínervu, er hugsan- legt að ég geti aflað upplýsinga sem geta bjargað lífi Dorrie Ambler. Við skulum fara, Páll.“ Þá bar hratt yfir þegar út á þjóðveginn kom. Montrosebú- staður Mínervu Minden var stórfengleg bygging upp á hæð og Drake ók upp malarborna heimreiðina, sem lá í sveig að bílstæði. Breiðar svalir voru meðfram húshliðinni. Mason hringdi Samanrekinn maður, sem frem- ur líktist lífverði eða bryta opnaði dyrnar og stóð þar þegjandi. „Ég óska að tala við trúnað- arritara Mínervu Minden eða framkvæmdastjóra hennar,“ sagði Mason. „Ég er Perry Mason.“ Mason og Drake gengu á eftir brytanum inn í skrifstofu. „Gerið svo vel að fá ykkur sæti,“ sagði hann og fór út úr herberginu. Andartaki síðar kom há- vaxin, snareygð kona á fimm- tugsaldri inn í herbergið. „Sæl- ir, herra Mason,“ sagði hún. „Ég er Henrietta Hull, trún- aðarritari ungfrú Minden, og þetta geri ég ráð fyrir að sé Páll Drake einkanjósnari.“ Mason brosti. „Væri nokkur leið til þess að við gætum hitt ungfrú Minden að máli?“ „Það er því miður algerlega ómögulegt, herra Mason. Þegar lögfræðingur ungfrú Mindens frétti að þér væruð að reyna að ná tali af henni, sagði hann henni að tala ekki við yður.“ „Þá það,“ sagði Mason. „Ég skal leggja spilin á borðið. Ungfrú Minden hefur fengið aðra konu til að gegna hlut- verki tvífara síns.“ „Er það svo?“ spurði Henri- etta Hull. Mason sagði: Við gerðum ráð fyrir að ungfrú Minden mundi koma upp um sig á flugvellin- um, en hún áttaði sig í tíma og taldi betra að taka á sig ábyrgðina af að hleypa af þess- um skotum en Ijósta því upp, að hún ætti tvífara.“ „Þetta er furðuleg staðhæf- ing, herra Mason. Ég geri ráð fyrir að þér hafið sannanir." „Ég ber fram staðhæfingu,“ sagði Mason. „Ég vildi gjarnan að þér flyttuð Minervu Minden hingað. Þér gætuð líka sagt henni, að auglýsingin sem varð til þess að tvífari var fenginn, hafi átt að vera dauðagildra. Ég veit ekki hvort Minerva Minden vissi, að þessi tvífari hennar yrði settur í lífshættu, en sú stúlka er í alvarlegri hættu. Lögreglan hefur beðið mig að segja það sem ég vissi. Ég verð tafarlaust að ná tali af ungfrú Minden.“ „Ég þakka yður fyrir að koma, herra Mason,“ sagði Henrietta Hull og reis snöggt á fætur. Hún rétti Mason höndina. Síðan sneri hún sér að Páli Drake. „Það er ánægju- legt að hafa kynnzt yður, herra Drake.“ Mason stakk lyklinum í lás- inn að einkaskrifstofu sinni, gekk inn og þar tók Della Street á móti honum. Hún sagði: „Hvers vegna verða einkaritarar gráhærðir, herra Perry Mason? Er þér það ljóst, að þú hafir boðað tvo skjól- stæðinga hingað og ég hef ver- ið að reyna að hafa þá góða, og ef matartíminn hefði ekki kom- ið á milli, hefðu þeir sjálfsagt orðið fleiri?“ „Þeir eru í fremri skrifstof- unni?“ ,,Já.“ „Og hvað fleira?“ spurði Mason. „Mér skilst þú kannist við mjög virðulega konu að nafni Henriettu Hull og er ritari Mínervu Mindens?“ „Hvað með hana?“ „Hún hringdi og sagði, að ekki kæmi til mála að þú gætir fengið að tala við ungfrú Minden, en þú vildir kannski vita af því, að ungfrú Minden hefði haft njósnara á hælum Dorrie Amblers síðan hún reyndi að svíkja mikla fjár- fúlgu út úr ungfrú Minden með hótunum.“ Framh. í næsta blaði. Vitið þér að . . . TEDDY-nælongallinn með Scott FOAM BACK er heitur í kulda og svalur í hita. Efnið andar, þ.e.a.s. lokar ekki inni útgufun lík- amans. Fást í verzlunum um land allt

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.