Fálkinn


Fálkinn - 25.09.1963, Blaðsíða 8

Fálkinn - 25.09.1963, Blaðsíða 8
Dapurleiki. Háttvirta blað. Ég hef í talsverðan tíma haft það í huga að skrifa ykkur bréf en það er ekki fyrr en núna sem ég kem því í verk. Heldur þykir mér pósthólfið hjá ykk- ur dapurlegt svo ekki sé meira sagt. Það verður að teljast til algjörra undantekninga ef þar birtast skemmtileg bréf. Þó skal ég fúslega játa að þetta er ekki ykkur að kenna heldur hinna sem skrifa ykkur bréfin. Ég hef stundum verið að velta því fyrir mér hvað það er nú ómerkilegt sem fólk skrifar út af. Ef maður í næsta húsi hef- ur of hátt þá fáið þið um það línu rétt eins og þið væruð ábyrgir fyrir þessum hávaða. Ef einhver hefur grun um að hann hafi verið féflettur þá fá- ið þið línu rétt eins og það hefðu verið þið sem féflettuð. Og þannig gengur það. Og þannig mun það sennilega ganga áfram. Nú má enginn skilja þessi orð mín svo að ég sé vondur. Því fer víðs fjarri heldur er það þannig að mér leiðist þetta. Og þá er rétt að snúa sér að aðalefni bréfsins. Og ef mig minnir rétt þá hefur þetta verið tekið til meðferðar áður en hvaða máli skiptir það þar sem hér er ekkert gamanmál á ferð- inni. Þannig er mál með vexti að um daginn heyrði ég konu senda son sinn út á götu eftir yngri bróður sínum með svo- felldum orðum: Farðu og segðu Eigli að koma í matinn. Þetta þótti mér nú heldur mikið af því góða. Mér þykir það eigin- lega lágmarkskrafa að foreldr- ar kunni að beygja nöfn barna sinna rétt. Fyrst þau eru að klína þessum nöfnum á varnar- laus og saklaus börnin eiga þau að fara rétt með þau. Og þegar ég heyrði þetta datt mér í hug að það væri í vissum tilfellum rétt að kenna foreldrunum fyrst og láta börnin eiga sig á meðan. Sem sagt ala foreldrana upp. Svo hef ég þetta ekki lengra að sinni en þakka fyrir allt gamalt og gott. Lesandi. Svar: ViO þökhum þér Lesandi fyrir þetta bréf sem aö mörgu leyti var ekki svo galiö. Viö viljum taka þaö fram aö bréfin þurfa ekki aö vera neitt sérlega merkileg og aö þaö er alltaf gaman aö fá bréf. Þaö sem þú skrifar um hefur áöur veriö tekiö 7lér til meöferö- ar og vísum viö til bréfa skrifta. En sennilega ert þú einn af þeim mönnum sem oft veröur dálítiö sár svo ekki sé meira sagt. Svar til Kára: Viö getum vel skiliö þaö aö þér finnist þetta ekkert gamanmál. En viö viljum ráöleggja þér aö liefja elcki neinar stórframkvœmdir aö óhugsuöu máli. Þú skalt aö minnsta kosti telja upp aö tíu áöur en þú ferö aö rœöa viö strákinn sem eyöilagöi fyrir þér málið. Þetta er hlutur sem alltaf er aö koma fyrir og tíminn einn getur lœknaö. Bezt mun vera aö hugsa sem minnst um þetta. Þú, getur lika huggaö þig viö þaö aö þetta er ekki eina stúlkan í heirrn inum og áreiöanlega getur þú fundiö aöra viö þitt liæfi. Svo ertit heldur ekki nema sextán ára og margt getur skeö enn. Vertu þess vegna bara rólegur. Slæmir vegir. Pósthólf Fálkans. Það er að mínu áliti alveg furðulegt hvað sumum vegum hér er illa haldið við. Það er bókstaflega eins og ekkert sé fyrir suma vegina gert. Það þýðir lítið fyrir okkur að vera að leggja vegi ef þeim er ekki haldið við. Og vegur sem ekki er haldið við er að mörgu leyti verri en enginn vegur því þá væri maður ekki að klöngrast eftir þessu og eyðileggja bílinn. Það getur verið að sumir segi að fjárveitingar í vegina séu of litlar til þess að unnt sé að halda vegunum sómasamlega við. En það er lágmarkskrafa' að sýndur sé einhver litur í þá átt. Vegfarandi. Svar: r Malarvegir okkar eru oft erfiöit í viöhaldi og kostnaöarsamir. Þaö er rétt lijá bréfritara aö oft er svo sem ekkert sé gert til viöhaldá en flestir munu samt sammáld um aö einhver litur sé sýndur. En auövitaö er aöaláherzlan lögö á, fjölförnustu vegina. Svar til O. P.: Viö getum því miöur ekki skoriö úr þessari deilu ykkar þannig aö, endanleg niöurstaöa fáist enda mun þaö á fœri fárra. BáÖir hafiö þiö talsvert til ykkar máls og mundum viö því leggja til aö þiö semduö um jafntefli og fœruö saman út til aö skemmta ylckur fyrir upphœöina sem lögö var. undir i veömálinu.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.