Fálkinn


Fálkinn - 25.09.1963, Blaðsíða 34

Fálkinn - 25.09.1963, Blaðsíða 34
Hvíti apinn Framh. aí bls. 3L varnarskyni, en ekki til þess að fá áveiturækt til ræktunar. Fjallið leit út fyrir að vera óvinnandi vígi. Samt sem áður hlaut að vera hægt að komast yfir það að norðanverðu. Við héldum upp með ánni. Sums staðar var kjarrið svo þétt, að við misstum sjónar á henni. Þegar við beygðum inn með fjallinu, reis skyndilega um fimm hundruð feta hár kletta- veggur fyrir framan okkur. Hann var úr granít og minnti á venjulegan borgarmúr. Stein- þrep voru höggin í kletta- sprungu og hurfu inn í skugg- ann. Það var ekki um neitt að villast, við höfðum fundið inn- ganginn. Við litum hikandi hver á annan. „Þetta er ríæsta furðulegt," sagði hershöfðinginn. „Það er erfitt að segja, hvað tekur við fyrir handan. Það krefst fífl- dirfsku að komast inn í þetta sjálfgérða vígi. Engir geta ver- ið betur vopnaðir en við. Við getum mætt hverju, sem að höndum ber, ef við hættum okkur inn í lokað land. En samt sem áður eigum við ef til vill ekki afturkvæmt. Fólkið, sem þarna býr, er áreiðanlega ekki hrifið af óboðnum gestum. Mér leikur samt sem áður hugur á að kanna, hvað er þarna fyrir ínnan. Ef það er Hvíti Apinn, má búast við snörpum átökum. Ef það er ekki hann, má gera ráð fyrir vinveittum þjóðflokki. Hvert er álit ykkar?“ Allir voru á einu máli um að ráðast til uppgöngu. Þegar við komum upp, sáum við, að við. mundum lenda í sjálfheldu. Fyrir ofan þrepin tók við þrjátíu feta langur stallur, þar sem hægt var að ráðast að mönnum ofan frá með spjótum og sverðum. Eina af- drepið var smáblettur undir stórum kletti. Þröng göng hlykkjuðust inn á milli hamra- Veggja alla leið að rammgerri hurð úr harðviði; hún var harð- læst að innanverðu. Það komst ekki nema einn í senn inn göng- in. Naumast var hægt að hugsa sér haglegra né öruggara vígi. Við börðum árangurslaust að dyrum, Þegar við lögðum við hlustirnar, heyrðum við raddir c>g hlátra kvenna og barnaúr fjarska. Við hömuðumst á hurð- inni og hrópuðum. Eftir á að gizka tuttugu mínútur gægðist höfuð yfir klettabrúnina og spurt var, hverjir við værum. Wang liðsforingi, sem talaði mállýzku þeirra, sagði, að við 34 værum flokkur veiðimanna á suðurleið. Höfuðið hvarf og við heyrðum hávaða og greinilega æsingu fyrir innan. Þegar við litum upp næst, blöstu við okk- ur tólf örvaroddar. Hershöfð- inginn fullvissaði mennina um, að við færum með friði og bað þú ljúka upp fyrir okkur. Aðstaðan var erfið; þegar hurðin var opnuð, stóð Wang fremstur. Hann litaðist um. Tuttugu bogaskyttur stóðu í tveimur röðum og miðuðu á innganginn, sú fremri kraup á kné, en aftari röðin stóð. Wang var auðveldur skotspónn. Sitt hvoru megin við dyrnar stóðu sex menn með brugðna hnífa. Ekkert var hægara en að sneiða höfuðin af óboðnum gestum, jafnóðum og þeir stigu inn úr hellinum. Nú reið á að sýna háttvísi. Wang gekk feti framar og brosti. Um leið og þeir tóku hníf hans úr slíðrinu, þustu tveir hermenn úr hellinum að baki hans. Það söng í stáli og örfar flugu af streng. Þrír eða fjórir féllu þegar til jarðar. Skyndilega kvað við skipandi rödd og ryskingarnar hættu. Við litum upp og sáum Hvíta Apann standa upp á kletti skammt frá. Ouyang hershöfðingi gekk fram og Hvíti Apinn stökk nið- ur af klöppinni og kom til móts við hann. „Hér hafa orðið mistök,“ mælti hershöfðinginn. „Við er- um á leið suður og æskjum leyfis að fara hér í gegn.“ Hann kynnti sig. „Mér er mikill heiður að komu ykkar,“ svaraði Hvíti Apinn. Flestum ættarhöfðingj- um hefði staðið enn meiri ógn af valdi hershöfðingjans, en Hvíti Apinn kom fram við hann eins og stoltur gestgjafi við ferðalang. Hárið á honum var undið upp í hnút, og hann var berfættur eins og menn hans. Þrátt fyrir þessar ógurlegu, hvítu augabrúnir var ró og virðuleiki yfir manninum. „Fyrst þið eruð gestir mínir, langar mig að biðja ykkur að leggja frá ykkur vopnin. Eins og þið sjáið, er ég vopnlaus," mælti hann og hló hátt og hressilega. Hershöfðinginn skipaði okk- ur að leggja niður vopn. Þegar Hvíti Apinn sá það, varð við- mót hans ofur ljúfmannlegt. Hinum særðu var nú hjálpað á fætur. Það er erfitt að lýsa tilfinn- ingum mínum, er ég tók að lit- ast um. Allstór slétta um- kringd háum fjöllum á allar hliðar, með skuggasælum gló- aldinlundum, dvegpálmatrjám og dreifðum hrísgrjónaekrum, leiddi hugann að einhverju undralandi. Það var ilmur í lofti og þægilega heitt, saman- borið við svækjuna fyrir hand- an fjallgarðinn. Birtan í þess- um sólskinsdal, hinn skæri lit- ur á laufi, blómum og ávöxtum hafði fjörgandi áhrif, og mér þótti sem ég hefði verið hrifinn inn í töfraheim. Bjálkakofar stóðu á víð og dreif. Þeir voru með stráþaki og gólfið fáein fet frá jörðu. Konur og hálf nakin börn léku sér og hlógu í sólskininu. Snjóhvítir og ó- trúlega skrautlegir páfagaukar flögruðu á milli trjánna. Það var næstum ógerningur að hugsa sér að nokkuð illt væri til í slíku umhverfi. „Ég öfunda yður af þessu fagra landi!“ sagði hershöfð- inginn kurteislega, en af fullri einlægni. „Og svo rammlega víggirtu,“ svaraði Hvíti Apinn og hló við. Höfðinginn bjó sjálfur í stórum timburskála. Gólfið var úr óhefluðum viði og húsgögn naumast engin utan nokkrir plankar, sem notaðir voru til að sitja á, og löng tekkplata, er hvíldi á sundurhöggnum trjábol, var eina borðið þar inni. Hópur af glöðu og for- vitnu fólki safnaðist saman til að virða fyrir sér gestina, á meðal nokkrar kínverskar kon- ur. Þetta var um nónbil og okk- ur voru borin hrísgrjón og ein- hver ilmandi kjötréttur, mjög kryddaður. Hvíti Apinn átti nokkrar konur, sem nefndust meiniang. Konurnar voru ekki hafðar út af fyrir sig, eins og í Kína. Hershöfðinginn minntist ekki á konu sína, en ég sá, að hann var þvingaður og órólegur, meðan hann gerði að gamni sínu við gestgjafann undir borðum. Hvíti Apinn bauðst til að sýna gestunum land sitt að loknum málsverði. Ef til vill var tilgangur Hvíta Apans með því sá, að sýna gestunum fram á, hve vita von- laust þeim var að reyna að flýja. Þessi undarlega mann- vera gekk hratt og léttilega þrátt fyrir að minnsta kosti tvö hundruð punda líkamsþunga. Hann var vörpulegur og vöðva- stæltur, útlimirnir grannir en sterklegir og virtust einkar vel fallnir til ferðalaga um frum- skóga og fjalllendi. Maðurinn var í fuilu samræmi við um- hverfi sitt. Hvítur hárvöxtur- inn og koparbrúnt hörundið var ekki eins fáránlegt og ég hafði haldið, og átti birtan þarna og litir umhvefisins ef- laust sinn þátt í því. Hinir sterku drættir við munn og vanga, sinaberir handleggirnir og breitt bakið bar allt vott um mikinn vilja- og vöðvastyrk. Hann var stoltur og hamingju- samur og leit ekki út fyrir að skulda neinum neitt — hvað þá heldur að hafa rænt eiginkonu gests síns. Ættarhöfðinginn og hershöfð- inginn fóru í fararbroddi, við Wang komum á eftir ásamt nokkrum liðsforingjum. Hers- höfðinginn kom auga á kín- verska konu, sem stóð í kofa- dyrum með barn á armi.. „Ég sé ekki betur en að þetta sé kínversk kona.“ „Já, þær eru þó nokkrar hér. Þér hafið gaman af fögrum kon- um?“ svaraði Hvíti Apinn kæruleysislega. Konan horfði á okkur þegj- andi, og við héldum áfram. „Börn þeirra eru líka fríðari,“ sagði hann eins og í framhaldi af hugsunum sínum. „Ekkert gleður menn mína eins og fagr- ar eiginkonur. Ég vil, að fólk mitt sé hamingjusamt. Landið sér okkur fyrir gnægð matar — fiski, veiðidýrum, fiðurfé og hrísgrjónum. Við þörfnumst ekki peninga, og ég legg ekki skatt á þegnana. Ef þeir veiða stóran fisk, þá eta þeir stóra fiskinn. Nú, ef þeir veiða lít- inn fisk, eta þeir lítinn fisk. Okkur skortir aðeins salt og kvenfólk — já, og að sjálfsögðu hnífa.“ „Hvað eigið þér við með því, að ykkur vanti kvenfólk. Það er mikill fjöldi af því hér. „Ég sá að hershöfðinginn mundi fara að komast að efninu. „Þær eru ekki nægilega margar. Hér eru um þrjú hundr- uð karlmenn, en aðeins liðlega tvö hundruð konur. Eins og þér sjáið getur þessi slétta brauð- fætt að minnsta kosti þúsund manns í viðbót. Mig dreymir um að sjá allt þetta konungs- ríki,“ og hann sveiflaði hend- inni, „fullt af fólki, fallegu fólki, hraustu fólki. En okkur vantar konur.“ „Hvernig má það vera?“ spurði hershöfðinginn undrandi. „Hér eru um þrjú hundruð konur í allt, ef maður telur þær gömlu með. Ég geri það ekki. Það eru aðeins konur frá átján til fjörutíu og fimm ára, sem geta átt börn. Ein, sem ég kom með hingað fyrir tíu árum, hef- ur átt sjö stráka í röð, og alla efnilega. Kínverskar konur eru frjósamar. Ég veit ekki, hvernig á því stendur, en okkar konur Framh. á bls. 35. FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.