Fálkinn


Fálkinn - 25.09.1963, Blaðsíða 12

Fálkinn - 25.09.1963, Blaðsíða 12
Á þjóðveldistímanum var sá dómur kveðinn þyngstur yfir sakamönnum, að þeir voru dæmdir til skógargangs. Slíkir sakamenn voru úr öllum tengsl- um við samfélagið og réttdræp- ir hvar sem var. Kostur þeirra varð að leggjast út á fjöll og skóga. Þeir hlutu nafn af byggð sinni og því nefndir skógarmenn. Þetta nafn varð til löngu fyrir ísiands byggð, en lifði samt hér á landi, þrátt fyrir það, að hér væru engir skógar, sem sakamenn gætu hafzt við í. Hinn almenni réttur á þjóðveldisöld, var arftekinn frá ættarsamfélögunum fornu og byggðar á erfð langt aftur í aldir.Á íslandi fekk réttur þessi fasta hefð og var lengur við líði, en víðast hvar annars stað- ar. Eftir að landið missti sjálf- stæði, reyndu landsmenn lengi að halda í margt úr hinum forna rétti. Af því er mikil saga, en er fyrir utan svið þessa máls. 111 urðu örlög skógarmanna hér á landi, miklu verri en í nokkru landi öðru. Sköpuðust þau aðallega af því, að landið er eyland, langt frá öðrum löndum, harðbýlla og vetrar- harðara en önnur lönd Norður- álfu. Það var því erfitt að verða skógarmaður eða útlagi á ís- landi. En þrátt fyrir það, tókst mönnum að ganga skógargöngu árum saman, og urðu frægir af í sögum og sögnum aldanna. Frægastur allra íslenzkra skógarmanna er Grettir Ás- mundarson, hinn sterki. Hann var skógarmaður um tuttugu ár og leið margs konar hörm- ungar, eins og alkunna er af sögu hans. Gísli Súrsson og Hólmverjar eru líka frægir, þó með öðrum hætti sé. Margir fleiri skógarmenn urðu frægir á þjóðveldisöld. Sumir þeirra urðu skógarmenn um skamman tíma, leituðu síðar í skip og komust til annara landa. Þeir hófu þar nýtt líf og urðu sumir frægir menn af atgervi og hreysti. Sennilegt er, að hinn harði dómur, skógargangan, hafi orð- ið til þess, að ránsmönnum stórfjölgaði og uppi varð í land- inu talsverður hópur manna, er lifðu á ránum og gripdeildum. Dómur þessi varð því hæpinn fyrir þjóðfélagsheildina og bitnaði aðallega á saklausum bændum og búandmönnum. Árangur hans varð því slæm- ur fyrir félagsheildina og hafði í för með sér, að upp kom í landinu hópur útlaga, sem frið- samir borgarar urðu hvergi hultir fyrir. Eftir að áhrif kirkjulegs rétt- ar fór að gæta verulega í nor- rænum löndum, hófu kirkjunn- ar menn brátt áróður gegn hin- um forna rétti og dómsaðferð- um, en sérstaklega útlagadóm- um. Sjónarmið klerklega valds- ins var aðallega og fyrst og fremst, að koma á austrænum eða rómönskum rétti. Jafnframt krafðist kirkjan, að hluti af sakeyri lenti í fjársjóðum hennar. Þess vegna vildi hún, að sakamenn væru dæmdir í sektir. En í áróðri kirkjunnar, var oft annað látið í veðri vaka, meðan verið var að rífa grunn- inn undan hinu forna skipulagi. Skoðanir kirkjunnar komu snemma fram hér á landi, eftir að kristin trú festi hér rætur. En það tók langan tíma að brjóta á bak aftur hugarfar fólksins til hins forna réttar. Ekki skal þess ógetið, að í kirkjulögum var til bannfær- ing, þar sem menn voru dæmd- ir í algjöra útlegð og úr sam- félagi við annað kristið fólk. En kirkjan leysti menn úr slíku banni, ef hún fékk greidda nægilega háa fjárfúlgu. Grettis saga sýnir vel, að á þjóðveldisöld lifðu menn lang- an tíma í útlegð á fjöllum og í óbyggðum. En eftir að kirkjan fekk alræðisvald í siðferðismál- um og landið missti sjálfstæði, urðu dómar í sumum sakamál- um svo þungir, að brotlegir menn kusu heldur að fara í út- legð á fjöll, en lenda í höndum réttvísinnar. Þessir menn urðu útilegumenn og lifðu flestir á ránum,aðallega stálu þeir sauðfé byggðarmanna. Sumir fundu að vísu byggilega dali, langt frá við sæmilega afkomu, jafnvel byggð, og reistu þar bú og lifðu betur en margir kdtbændur í sveitunum. Útilegumenn voru margir fyrr á öldum, fleiri en menn grunar almennt nú á dögum. Á seinni öldum varð enginn þeirra eins frægur og Fjalla Eyvindur Jónsson og fylgikona hans Halla. Þau lifðu á fjöllum hátt á annan áratug. Á stundum var líf þeirra ærið erfitt í útlegð- inni, ömurleiki einverunnar sótti að í kulda og við knappan kost og reið lífsmagni þeirra nær því að fullu. En hitt veifið lifðu þau við allsnægtir af bú- fé sveitarmanna. Saga þeirra er rík í hug hvers einasta núlif- andi íslendings, sakir þess, að skáld hafa mótað ævi þeirra og kjör í ódauðleg verk. Fjalla Eyvindur er tákn karlmennsku og þrautseigju íslendingseðlis- ins. Saga hans er fullkomin sönnun um tilvist útilegumanna á seinni öldum, eins og saga Grettis áður. Margar sögur eru til varðveittar af útilegumönn- um, en þær eru flestar svipað- ar ævintýraljóma þjóðsögunnar. Aldirnar runnu. Breyttir hættir urðu í landi — og nýir siðir. Kaþólskan var liðin undir lok og nýr siður ríkjandi í land- inu. Fyrst í stað eftir siðskiptin gætti allmikils frjálslyndis í mörgum greinum hér á landi, en sérstaklega í trúarlegum efn- um, ásta- og siðferðismálum. Sumstaðar fór siðferði algjör- lega úr skorðum, sérstaklega í fámennum og afskekktum sveit- um. Þetta var eðilegt í jafnfá- mennu þjóðfélagi eins og ís- landi á 16. öld. En svo er oft á byltinga- og umbrotatímum, að margt losnar úr læðingi og brýzt fram í óeðlilega farvegi, en gefur lífinu nýtt gildi og leggur nýja dulda þræði að því, sem framtíðarinnar verður. En skuggavöld hinnar öfugu þró- unar þola lítt blæviðri vorleys- inga og umróts. Þau hrinda af stað á nýjan leik harðýðgi og ströngum aga. Svo varð á fs- landi áður en 16. öldin varð öll. Á siðaskiptaöld gætti mikils frjálsræðis í ástamálum. Menn tóku sér konur að vild og meyj- ar kusu sér mann af emlægri ást og girnd og gáfu honum allt. En slíkt var ekki að vilja hins kirkjulega valds, nema um stundarbil. Ríkismenn og virðingarprestar urðu þess brátt áskynja, að þeir misstu tökin, sem þeir höfðu haft um aldir á fólkinu, ef það réði sjálft ást- um sínum og hjúskap. Að þeirra dómi varð því að spyrna við fótum í þessum efnum svo um munaði. Það var líka gert. Settar voru reglur um hjúskap og samlíf fólksins, strangari og harðsnúnari en nokkurn tíma áður í allri íslenzkri sögu. Rétt- ur þessi fékk nafnið Stóridóm- ur af íslenzkri alþýðu, og varð miður vinsæll sem vonlegt var. Stóridómur varð þó við lýði allt fram í byrjun 19. aldar — og sumstaðar dæmdu prestar og sýslumenn eftir honum löngu eftir, að hann var numinn úr gildi. — Svo var hann þeim kær. — Stóridómur var aðallega til að klekkja á fólki, sem varð brotlegt í ástamálum. Sifjaspell og hórdómur voru nokkuð al- geng hér á landi á 16. öld, senni- lega mest vegna fámennis og einangrunar. Frægt er það, að Gísli biskup Jónsson i Skálholti, gekk að eiga konu, er átt hafði barn með bróðuv sínum. Til þess er að vísu saga að svo varð. Eitt sinn er sagt, að síra Gísli hafi lent í lífsháska á sjó eð'a í siglingu. Hét hann þá til guðs- þakka, ef hann kæmist lífs af, að hann skyldi taka að sér til ektakvinnu, Kristínu Eyjólfs- dóttur frá Haga á Barðaströnd, er í þann mund var sakakona í Skálholti fyrir fyrrnefnt brot. En það var forn venja hér á landi, ef frjáls maður vildi taka til eiginkonu slíka brotakonu, þá skyldi hún frelsast frá lifs- straffi og líkamsrefsingu. Síra Gísli náði heilu og höldnu úr lífsháskanum og stóð við heit sitt. Hann var einn af boðend- um hins nýja siðar og frjáls- lyndur í flestum málum. En hvað var þá um hið flöktandi laufið, þegar hinar krýndu greinar á háum meiði, bárust svo fyrir blæviðri verðandinn- ar. Eftir að Stóridómur tók gildi, sóttu valdamenn landsins fólk óspart til saka fyrir brot í ásta- málum. Margir urðu liflátnir og aðrir urðu að gjalda sektir eða þola líkamspyntingar. En þeir, sem þess áttu kost, flýðu undan vendi réttvísinnar, leituðu til fjalla og í óbyggðir, lögðust út og gerðust útilegumenn eins og skógarmenn áður fyrr. Afleið- ing Stóradóms varð því sú, að útilegumönnum stórfjölgaði í landinu. Skömmu síðar en Stóridómur tók gildi stórversn- aði tíðarfar í landinu. Um alda- mótin 1600 og fyrsta fjórðung 17. aldar, voru harðindi meiri á íslandi en nokkurn tíma um alla sögu. Á þessum árum surfu harðindi svo að, að mörg kot og heiðarbýli fóru í eyði og byggð- ust aldrei framar. En þrátt fyr- ir það, virðist fólk óhikað hafa leitað til fjalla í þeirri trú, að geta lifað þar frjálst og óhindr- að. Ömurlegt hefur líf þeirra orðið á stundum og er hægt að geta sér til, hver örlög biðu þess á harðinda- og fellisárum. Framh. á bls. 12 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.