Fálkinn


Fálkinn - 25.09.1963, Blaðsíða 10

Fálkinn - 25.09.1963, Blaðsíða 10
Þær myndir, sem hér birtast, eru af sjö systkinum. Þau eru öll á aldrinum 81—91 árs. Mun það fátítt að jafnstór systkina- hópur nái svo háum aldri. Foreldrar þessara systkina voru þau Steinunn Þorsteins- dóttir og Þorlákur Sveinsson. Þau bjuggu í Þykkvabæ í Land- broti. Þau giftust árið 1870 og bjuggu saman í rúmlega áratug. Þá andaðist Þorlákur, 43 ára, ,,úr innanveiki,“ frá 7 börnum, — það elzta 10 ára. Sama árið og Þorlákur dó, gengu misling- ar um sumarið. Það var harða vorið 1882. Þá dó fjöldi manna úr mislingunum um land allt, t. d. létust 15 manns úr þeim í Prestbákkasókn, flest börn. Ekki gerðu þeir samt neitt skarð í hóp ekkjunnar í Þykkvabæ. Eftir lát manns síns bjó Steinunn áfram með börnunum í Þykkvabæ. Hún var bæði kjarkmikil og forkur til allra verka, gekk jafnt að kvenna- störfum og karlmannsverkum eins og t. d. skepnuhirðingu, slætti og veiðiskap. Nágrann- arnir reyndust henni mjög hjálplegir til þess að halda heimilinu saman svo að hún þurfti ekki að tvístra hópnum sínum og láta börnin frá sér til vandalausra meðan þau voru voru í bernsku. Börnin reynd- ust bæði tápmikil og ötul og 1 epptust við að verða að sem rnestu og beztu liði. Var það mörgum undrunarefni, hve mikið þau þoldu að vinna án þess það kippti úr þroska þeirra cða vexti. Framh. á bls. 10 FÁLKINN Sveinn 91 árs — Skrifar símareikninga — Sveinn f. símstjóri í Vík. Hann er fæddur 9. ágúst 1872 Kona hans er Eyrún Guð- mundsdóttir frá Ytri-Dalbæ í Landbroti. Hafa þau eignast 15 börn og eru 11 þeirra á lífi. — Þau hjón Eyrún og Sveinn voru með fyrstu landnemunum í Víkurkaup- túni — settust þar að aldamóta- árið þá hafði Sveinn lært söðlasmíði og stundaði hann þá iðn lengi ásamt allri þeirri vinnu, sem til féllst í hinum unga og vaxandi höfuð- stað Skaftárþings. — Þegar síminn kom til Víkur 1914 gerðist Sveinn símstjóri og var það fram yfir sjötugt. — Og enn er Svein að hitta dag hvern á símstöðinni í Vík — glaðan og reifan — með spaugsyrði á vörum. — Þykkvibær I Landbroti, bernskulieimili systkinanna sjö. Stóra húsið er bæði íbúðarhús og skóli, byggt af hinum kunna athafnamanni Helga ÞórarinssynL Agnes eldri 88 ára — Eins og fleiri, komin til Reykjavíkur — Hún er fædd 21. marz 1875. Allan starfsaldur sinn dvaldi hún í fæðingarsveit sinni — Landbrotinu. Um tvítugt réðst hún til Auðuns Þórarins- sonar í Eystri-Dalbæ. Þau bjuggu þar eftir það allan sinn búskap og eignuðust 4 börn, sem öll eru á lífi. Mörg undanfarin ár hefur Agnes dvalist í Reykjavík á vegum dætra sinna, sem þar búa. Agnes yngri 87 ára — Líklega raka ég ekkert í sumar — Hún er fædd 6. júlí 1876. Tvær elztu dætur sínar, sem fæddust með rúmlega árs millfe bili, létu þau Þykkvabæjar- hjón, Þorlákur og Steinunn heita í höfuðið á móður hús- freyjunnar. Agnes yngri bjó allmörg ár með Gunnari Jóns- syni á Hervarstöðum, sem er heiðarbýli inn af Holtsdal á Síðu. Þau eignuðust eina dóttur. Nú lengi undanfarið hefur Agnes dvalið hjá bróð- ur sínum og mágkonu í Arnar- dragi. Hefur ætíð verið einkar kært með þeim syst- kinunum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.