Fálkinn


Fálkinn - 25.09.1963, Blaðsíða 36

Fálkinn - 25.09.1963, Blaðsíða 36
beltisstað hékk slíður og upp úr því stóðu tvö máð hnísskefti, vafin mjóum slifurvír. Höfð- inginn litaðist um, hreykinn og sæll á svip eins og konungur. Dansinn hófst án tafar, en ekki alltof skipulega. Trumbu- slagararnir börðu slönguskinns- bumbur sitjandi á jörðunni hjá fimmtíu feta hárri fánastöng, sem stóð á miðri' flötinni. Tveir menn blésu í gríðarlanga lúðra, sem framleiddu djúpa tóna, er gátu heyrzt í hálfrar mílu fjar- lægð. Eldri mennirnir stungu spjótum sínum í jörðina og horfðu á stúlkurnar, sem tóku saman höndum og dönsuðu um- hverfis flaggstöngina og fall- egu, rauðu, ísaumuðu giftinga- borðarnir þeirra flögruðu í gol- unni. Allar stúlkur áttu slíka mittislinda, sem þær saumuðu í af miklum hagleik og smekk- vísi. Mæður þeirra horfðu á, og ungu mennirnir stóðu hjá og klöppuðu og kölluðu til stúlkn- anna. Þegar einhver þeirra hafði valið sér pilt, sveiflaði hún borðanum í áttina til hans um leið og hún dansaði hjá. Litist honum á hana, greip hann lindann og dansaði með. Þannig var haldið áfram með glettum og gamni, hlátrum og daðri, og sífellt fjölgaði pörun- um. Piltarnir dönsuðu í ytri hringnum og héldu í rauðu böndin á stúlkunum sínum. Frú Ouyang horfði hugfangin á dansinn. Hershöfðinginn gerð- ist óþolinmóður, en Hvíti Ap- inn skemmti sér konunglega og hló og drakk eins og hann lysti. Hann átti á hættu að missa í mesta lagi eina konu . „Gott og vel,“ sagði hann að lokum og sneri sér að gestinum. „Ég veit, að þér eruð mikill hershöfðingi, og ég kæri mig ekki um að koma illa fram við yður. Nú skulum við fara að fornum venjum, og megi sá fræknari vinna.“ Hann fékk lánaðan giftingar- borða hjá einni kvennna sinna og útskýrði keppnina, sem grip- ið var til, er tveir menn kröfð- ust sömu konunnar. Bandið var um fimm þumlungar á breidd, og í það var saumuð slanga. Það yrði fest efst á stöngina, og sá, sem gat skotið af boga sem næst slönguauganu, átti að fá stúlkuna. fsaumaði borðinn var dreg- inn að hún. Hann blakti letilega í golunni. Allt fólkið stóð um- hverfis og fylgdist með því sem gerðist af miklum æsingi. Þessi elskendakeppni var einstök í sinni röð. „Hvað segið þér um hundrað 36 FÁLKINN skrefa fjarlægð?“ spurði Hvíti Apinn. Oyuang herhöfðingi hikaði andartak og gaf síðan samþykki sitt. Skotmarkið var örsmátt og á stöðugri hreyfingu, og það var jafnmikið undir heppni komið og snilli að hæfa það. Hann lét færa sér úrvals örvar og bezta bogann. Áhorfendur viku til hliðar, bumbur voru barðar og andrúmsloftið var þrungið eftrvæntingu. Frú Ouyang var ljóst, að hún átti frelsi sitt undir skotfimi eigin- mannsins. Hann átti ráð á þremur skotum. Hershöfðnginn var afburða snjall bogmaður. Hann lék sér að því að hæfa fugla á flugi á lengra færi en þessu, en fuglar fljúga venjulega í beina stefnu. Hann miðaði á slöngu- hausinn næst stönginni — og geigaði. Borðinn hlykkjaðist kenjóttur undan örinni og hún flaug langt út í buskann. „Þér höfðuð ekki nægilega hliðsjón af vindinum,“ sagði Hvíti Apinn. Hann lék við hvern sinn fingur. í næstu atrennu var hersöfð- inginn heppnari. Örin klauf borðann rétt við slönguhaus- inn. „Bravó!“ hrópaði Hvíti Ap- inn. „Eitt skot er eftir.“ Síðasta skotið missti algjör- lega marks. Nú gekk höfðinginn fram. Hann spennti þungan bogann, eins og hann væri leikfang, him- inlifandi yfir að eiga kost á því að keppa við kínverskan hers- höfðingja. Hann stóð grafkyrr. Örin hlaut að fljúga af strengn- um í nætsu andrá. Maðurinn kerrti höfuðið, og eitt andar- tak var líkast því sem hann væri allur í auganu sem hann hvessti á markið. Á broti úr sekúndu, áður en borðinn næði að bærast, sendi hann örina í gegnum slönguhausinn. Fólkið rak upp drynjandi fangaðaróp. Bumbuslagararnir hömuðust eins og þeir ætluðu að sprengja bumburnar sínar. Bandið var dregið niður og rannsakað. Övarnar höfðu verið merktar, og það var ekki um neitt að villast. Ouyang hers- höfðingi var náfölur og konan grét. Keppnin var háð eftir settum reglum, og hann varð að sætta sig við úrslitin. „Mér fellur þetta miður,“ sagði Hvíti Apinn. „En þér stóðuð y'ður vel.“ Frú Ouyang missti stjórn á sér og grét hástöfum. Aðskiln- aðurinn var sár og erfiður. Hershöfðinginn beit á vör og reyndi að stilla si6. Vopnin höfðu verið skilin eftir við hellisdyrnar, svo að við gætum tekið þau með. Hvíti Apinn fyldi okkur að útgang- inum og gaf hershöfðingjanum forláta kopartrumbu að skiln- aði. Erfið þetta ekki við mig, hers- höfðingi, „mælti hann að síð- ustu. „Ef þér kærið yður um að heimsækja mig að ári, mundi það gleðja mig mjög. Verði kona mín þá ekki búin að ala mér barn, skal ég af- henda yður hana aftur.“ Ári síðar gerðist nokkuð und- arlegt. Hershöfðinginn fór aftur að vitja um konu sína, og komst að raun um, að hún hafði eign- ast son. Honum til undrunar var hún klædd að hætti innbor- inna kvenna og dillaði barninu, sem hún var auðsæilega hreyk- in af, í fangi sér. Hershöfðing- inn varð gramur. „Ég geri mér enn vonir um, að hershöfðinginn láti þig lausa, svo að þú megir koma með mér“ sagði hann, við hana. „Nei,“ svraði konan, eigin- manninum til stórrar furðu. „Þú verður að fara án mín. Ég get ekki skilið drenginn eftir — ég, sem er móðir hans.“ „Þú átt þó líklega ekki við, að þú viljir heldur vera hér kyfr? Ertu orðin ástfangin af Hvíta Apanum?“ „Það veit ég ekki, en hann er faðir barnsins míns. Þú verð- ur að fara einsamall. Ég er ánægð hér.“ Hershöfðingjanum brá mjög við þessi orð. Honum veittist örðugt að skilja, að framferði Hvíta Apans var önnur eins fá- sinna og hann hafði haldið. Hvíti Apinn hafði gengið með sigur af hólmi. Og Ouyang vissi hvers vegna. Þetta síðasta áfall reið hers- höfðingjanum að fullu. Hann bar aldrei sitt barr upp frá því. Guðrún Guðmundsdóttir íslenzkaði. llispursiney Framh. af bls. 25. Fylgir ekki bílskúr íbúðinni yðar?“ „Jú, en læsingin bilaði á hon- um svo að ég get ekki opnað hann.“ „Jæja, einmitt,” sagði Mason. „En segið mér nú eitt. Er faðir yðar á lífi?“ „Sannleikurinn er sá, herra Mason, að ég veit ekkert um fjölskyldu mína. Ég var — ég var gefin í bernsku. Ég held að ég sé óskilgetin.“ „Bíðið kyrr þar sem þér er- uð,“ sagði Mason. „Ég kem strax og tala við yður. Drake kemur með mér.“ Hann lagði símann niður. Drake lagði bíl sínum fyrir framan Parkhurst bygginguna. Hann og Mason gættu vel í kringum sig þegar þeir fóru út úr bílnum. „Sérðu nokkurn vera að njósna um húsið eða bílinn, Páll?“ spurði Mason. „Ekki enn,“ svaraði Drake. „Jæja, við skulum fára upp,“ sagði Mason. Þeir fóru úr lyftunni- á ní- undu hæð og gengu að dyrum íbúðar nr. 907. Þegar Mason studdi á bjölluhnappinn, heyrð- ist hringing. Síðan varð dauða- þögn. Mason sagði: „Hún ætti ör- ugglega að vera hérna.“ Hann þrýsti aftur á hnappinn, lagði síðan eyrað við hurðina. „Það er eins og verið sé að draga eitthvað eftir gólfinu,“ sagði hannog barði á hurðina. Innan dyranna heyrðist dynk- ur, eins og eitthvað dyttL Kona hljóðaði og hljóðið snögg- þagnaði, eins og einhver hefði tekið fyrir munninn á hennL Mason fleygði sér á hurðiria. Læsingin hrökk upp og hurðin opnaðist eins og öryggiskeðja hennar leyfði. Innan úr íbúð- inni heyrðist hurð skella að stöfum. „Komdu,“ hrópaði Mason til Drakes. „Samtaka nú. — Núna!“ Mennirnir skullu á hurðina báðir í einu. Skrúfurnar, sem héldu öryggiskeðjunni drógust út og hurðin flaug upp á gátt. Mason og Drake stóðu kyrrir brot úr sekúndu og virtu fyrir sér hervirkin. Dyrnar að svefn- herberginu stóðu opnar, svo að þeir sáu, að skúffur höfðu verið dregnar út og á gólfi stofunn- ar lá maður á bakinu í afkára- legum stellingum. Það heyrðust hljóð handan lokaðra dyra, sem lágu áreiðan- lega að eldhúsinu. Mason hljóp til að henda sér á hurðina. Hún opnaðist um þumlung og smáll svo aftur. Mason hörfaði til að gera aðra atrennu. „Komdu Páll,“ hrópaði lög- fræðingurinn, „við skulum opna þessar dyr!“ Báðir menn- irnir fleygðu sér með öllum þunga á hurðina. Hún opnaðist um þumlung og lokaðist aftur. „Einhver hefur skorðað sig við hurðina hinum megin,“ sagði Drake. „Varaðu þig! Þeir geta farið að skjóta.“ Framhald á bls. 38..

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.