Fálkinn


Fálkinn - 25.09.1963, Blaðsíða 20

Fálkinn - 25.09.1963, Blaðsíða 20
Isaumaði borðinn var dreginn að hún og hann blakti letilega í golunni. Allt fólkið stóð umhverfis og fylgdist með því, sem gerðist af miklum æsingi. " Þessi elskendakeppni var einstök í sinni röð. %-v' V m HVÍTI Kínversk þjóðsaga endurisögd af LIN YIJTANG Flestir þekkja eflaust söguna af Ouyang hers- höfðingja. Hann gekk í lið með uppreistarmöhn- um, var tekinn til fanga og hálshöggvinn og ætt- mönnum hans útrýmt. Þetta var á því herrans ári 569. Menn eru ekki á einu máli um það, sem gerðist. Sumir álíta, að hann hafi átt þetta skilið, þar sem ætt hans hafði um langan aldur notið trausts og hylli keisarans. Þeir harma það að vísu, að jafnglæsilegum herforingjaferli skyldi ljúka með smán og svívirðu. Aðrir, svo sem Chiang Tsung, hafa samúð með honum og telja hann hafa leiðzt inn á þessa óheillabraut sökum þess, að keisaranum var tekin að vaxa í augum velgengni hershöfðingja síns þar syðra. En það er önnur saga. Þegar hann var um þrítugt, kom fyrir hann atvik, sem gjörbreytti skapgerð hans. Metnaður hans hiaut ólæknandi sár. Ungi hershöfðinginn í Suður-héruðunum varð bitur, uppstökkur og óhamingjusamur maður. Chiang Tsung, vinur hans, sem tókst að bjarga syni hershöfðingjans og ól hann upp á óhultum stað, getur um þetta í frásögn sinni af „Hvíta apanum,“ en dregur margt undan, eftir því sem herra Lei frá Kwangtung segir, en hann var einn úr herforingjaráðinu. Hér verður stuðzt við frá- sögn herra Lei. Hann er maður á sextugs aldri og var sjónarvottur að því, sem gerðist. Ég hef verið í þjónustu hershöfðingjans frá því að hann erfði tignina við fráfall föður síns. Föður hans hafði ég einnig þjónað, og átti því trúnað sonarins. Hershöfðinginn átti unga og fallega konu af göfugum ættum. Dag nokkurn var henni rænt. Við vissum allir — það var að minnsta kosti talið fullvíst — að Hvíti Apinn væri hér enn að verki. Mér féll illa að sjá andlit hershöfðingjans, þar sem hann sat einn og snæddi morgunverð. Þegar þetta gerðist, vorum við staddir i Changlo. Hershöfðinginn hafði verið varaður við því að fara með hina ungu, fögru konu sína inn á landssvæði frumbyggjanna. Hvíti Apinn hafði lagt það í vana sinn að ræna kínverskum konum innah hundrað mílna takmarka, og hurfu þær gjörsamlega spora- laust. Menn voru hafðir á verði umhverfis húsið nótt og nýtan dag. Þernur voru látnar sofa inni hjá ungu konunni og þjónar í næsta herbergi fyrir framan. Árla morguns vaknaði ein þernan við um- gang, en þá var konan horfin. Enginn gat skilið, hvernig ræninginn hafði komizt inn, því að allar dyr voru harðlæstar. Ég vaknaði við hljóðin í þernunni, sem æddi hálfklædd um húsið og kall- aði að húsmóðir sín væri týnd. Við hófum leitina. Húsið var bækistöð við fjöl- farinni fjallaveg. Það stóð fremst á hárri kletta- brún og hengiflug fyrir neðan. Handan við gljúfr- ið var mosavaxin klettasylla, á að gizka fimmtíu fet í beinni línu frá húsdyrunum. Ógerningur var að sjá frá sér nema svo sem tuttugu fet þarna í morgunþokunni. Það var stórhættulegt að elta ránsmanninn á hálum klettunum í slæmu skyggni. Ef manni skrikaði fptur ellegár sást yfir bugðu á einstíginum, átti maður á hsettu að hrapa til bána ofan i gljúfrið. Við gáfumst upp eftir klukkustund- ar árangurslausa leit. Hershöfðinginn var viti sinu fjær af reiði, þegar hann sneri heim með okkur og tók að yfirheyra þernuna nánar. Hann tók um axlir hennar og hristi hana. „Hvað sástu?“ spurði hann. „Ég sá ekki neitt,“ kjökraði þernan. „Ég vakn- aði við einhvern hávaða, en þá var frúin farin.“ Þetta var í fyrsta skipti, sem ég sá hershöfð- ingjann missa stjórn á skapi sínu. Hann sló stúlk- una utanundir. Hann var réttlátur maður, og við hinir eldri meðlimir herforingjaráðsins, bárum Framh. á bls. 26. 20 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.