Fálkinn


Fálkinn - 25.09.1963, Blaðsíða 28

Fálkinn - 25.09.1963, Blaðsíða 28
LITLA SAGAIM EFTIR WILLY BREIIMHOLST LERAUGUN Það var senn komið að sjón- varpsútsendingunni. Ég hag- ræddi stólnum svolítið, náði í púðann, sem ég vil helzt hafa við bakið, hallaði mér makinda- lega aftur á bak og kveikti í góðum vindli. — Hvar eru gleraugun mín? spurði ég. Ekkert svar. Maríanna var niðursokkin í uppáhaldskvenna- blaðið sitt og sat minna en meter frá mér, svo auðvitað hafði hún heyrt, hvað ég sagði. — Hvar eru gleraugun mín? endurtók ég nokkru hærra. En ekkert svar. — Ertu ekki með heyrnar- tækið? spurði ég illkvitnislega. Þá tók hún loksins við sér. — Ég var að spyrja um, hvort þú hefðir séð gléraugun mín? Hún hafði ekki séð þau. — Ertu ekki með þau? spurði hún af sinni alkunnu hjálpsemi. Ég strauk andlitið í fimmta eða sjötta skiptið að minnsta kosti. — Nei, sagði ég. Ég er ekki með þau og þau eru ekki í hylkinu. — Hvar varstu síðast með þau? — Á mér. — Hvar á þér? Hún horfði ráðvillt á mig. — Síðast þegar ég var með þau, var ég með þau. Nú eru þau týnd. — Finndu þau þá! Ég leit á hana þakklátum augum. — Þakka þér fyrir ráðlegg- inguna, sagði ég súr. Svo stóð ég upp til þess að leita að þeim. Ég leitaði um allt húsið. En þau var hvergi að finna. Það var ekkert um annað að gera en leita á Marí- önnu og höfða til hjálpsemi hennar. — Heyrðu, sagði ég. Þú verð- ur að hjálpa mér. Útsendingin byrjar eftir fimm mínútur. Hefurðu ekki einhvers staðar rekizt á þau? — Ertu búinn að gá á nátt- borðið? Ég var búinn að því. — En á skrifborðinu? Ég var líka búinn að því. — Þau hafa víst ekki flækzt inn í eldhús? — Nei. — En í vösum þínum? Hef- ur þú leitað Þar? Ég var líka búinn að leita þar. — Þá get ég barasta ekki ímyndað mér hvað þú hefur gért af þeim. Ég leit á klukkuna. Hana vantaði þrjár mínútur í átta. Gleraugnalaus sá ég ekkert hvað sýnt var á skerminum. Það var rétt svo að ég sá hann sjálfan. Benni kom inn. , — Hefurðu séð gleraugun mín? — Nei, þú ert víst ekki með þau á þér. — Nei, þú ættir nú að geta séð það sjálfur strákur. Hjálp- aðu mér nú að finna þau. Hann litaðist um í stofunni, ráðvilltur á svip. — Hvar á ég að leita? — Það verður þú sjálfur að finna út. En þú átt auðvitað að leita á þeim stöðum, sem ég hef ekki leitað á. Hann gægðist á bak við eitt málverkið. — Þetta þýðir ekkert Benni. Þú ættir nú að geta sagt þér sjálfur, að þau eru ekki þarna. — Ertu sjálíur búinn að leita á bak við málverkið? — Auðvitað hef ég ekki gert það. — Hvernig geturðu þá vitað nema þau séu þar. — Af því að maður leggur ekki gleraugun sín bak við mál- verk, sem hangir upp’i á vegg. En'úr því að þið nenrtið ekki að hjálpa mér, skal ég sjálfur leita að þeim og finna þau. Ég rauk út úr stofunni ösku- illur. Tíu mínútur yfir átta fann ég þau. Þau lágu á hillunni yfir vaskinum í baðherberginu. Þegar ég þvæ mér I framan, tek ég þau alltaf af mér. Þetta er ávani hjá mér. Ég setti þau strax upp, fór inn í stofuna og kom mér fyrir í stólnum framan við sjónvarp- ið. — Fannstu þau? spurði Mari- anna kæruleysislega. Ég svaraði ekki. Ég var enn þá ergilegur yfir því, að maður skuli aldrei geta fengið hjálp jafnvel þótt mann vanti eins nauðsynlegan hlut og gleraugun sín. Svo lagði ég fæturna upp á skemilinn og hagræddi mér enn betur. Tveim mínútum svaf ég svefni hinna réttlátu. Ég vakn- aði við að Maríanna hristi mig. Klukkan var að verða tíu og kvöldkaffið var tilbúið. — Þú ert eini maðurinn, sem ég þekki, sem getur ekki sofið nema vera með gleraugu, sagði hún. 28 FALKINM

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.