Fálkinn


Fálkinn - 25.09.1963, Blaðsíða 27

Fálkinn - 25.09.1963, Blaðsíða 27
staðarferð í lögmætum erinda- gjörðum. Hefur hann þá með- ferðis dádýrakjöt, fáein bjór- skinn og tennur úr villigöltum, og ef til vill nokkrar þurrkaðar moskusblöðrur. Þetta lætur hann í skiptum fyrir búrhnífa, kjötaxir og smíðaáhöld — og salt. Hann talar kínversku reip- rennandi og er heiðarlegur í viðskiptum, en reyni einhver að pretta hann, er eins víst að sá hinn sami finnist dauður með ör í bakinu einn góðan veðurdag. „Hvernig er hann í hátt?“ Wang liðsforingi, sem var ættaður af þessum slóðum, sagði, að hann líktist hvorki Miaos, Yaos, né Holaos ætt- flokkunum. því að þeir væru dökkir og smávaxnir og hrukk- óttir í framan allt frá bernsku. Þeir, sem höfðu séð Hvíta Apann, lýstu honum þannig, að hann væri um fimm fet og tíu þumlungar á hæð samanrekinn og herðabreiður með krafta- lega handleggi og afar háls- stuttur. Hið sérkennilegasta við útlit hans var hvítur hárvöxt- ur, miklar augabrúnir og löng augnahár. Hann var mjög loð- inn um bringu, arma og fót- leggi. Þegar hann hljóp, snerti hann jörðina með allri ilinni og sveiflaðist áfram eins og api. Hvort þetta stafaði af því, að hann var vanur að ferðast í fjöllum og skóglendi, vitum við ekki, en göngulagið og hinar stóru, útglenntu tær ásamt hvítum, silkimjúkum hýung á fremur grönnum fótleggjum gerðu manninn einkennilega fáránlegan í útliti. „Hann sækist eingöngu eftir stúlkum og ungum konum,'1 lauk Wang máli sínu. Hershöfðinginn sat álútur og dró andann með erfiðismunum. „Hafa konurnar aldrei fundizt, dauðar eða lifandi?" spurði hann. „Nei, það er það furðulegasta af öllu," svaraði liðsforinginn. „Hafi hann nauðgað þeim og skilið þær einhvers staðar eftir, hlutu sumar að ná til byggða eða lík þeirra að finnast.“ „Hefur hann einnig rænt börnum?“ „Nei, mæður hræða einungis börn sín með Hvíta Apanum. Mér er sagt, að hann ræni að- eins kvenfólki á aldrinum átján til tuttugu og tveggja ára.“ Wang liðsforingi hugsaði sig um andartak og bætti svo við: „Það kemur naumast fyrir, að hann ræni konum, sem eiga börn. Ég veit ekki hvernig á því stendur, en það er altalað hér í sveitinni, að mæður séu óhultar fyrir honum, og sumir segja, að hann sé mesta barna- gæla.“ Hershöfðinginn fann sárt til auðmýkingar sinnar og vissi ekki, hvað til bragðs skyldi taka. Það var erfitt að segja, hvort Hviti Apinn hefði drýgt þessa dáð í hefndarskyni eða til að draga dár að hershöfðingjan- um. Hann hafði ekki einungis misst konuna, sem hann unni, heldur þótti honum og sem heiður og álit kínverska hers- ins væri í veði. Hér átti hershöfðinginn ein- stökum óvini að mæta. Af sögu- sögnum að dæma, var hann gæddur yfirnáttúrlegu þreki, bragðvísi og þrautsegju, og það var ólíku saman að jafna að elta uppi konuræningja, eða skipuleggja venjulega herferð. Hermenn voru staddir upp um kletta og klungur og niður í gjár og gljúfur, ef vera mætti, að þeir fyndu einhverja bend- ingu um, hvar frú Ouyang væri niðurkomin. Hálfur mánuður leið, og þá fann einn af mönnum okkar rauðan, ísaumaðan skó hang- andi á trjágrein á að gizka þrjátíu mílur frá herstöðinni. Þennan skó hafði kona hers- höfðingjans átt. Hún gat eðli- lega ekki krönglazt upp fjöll og firnindi, og ræninginn hafði. orðið að bera hana. Skórinn var gegnsósa og upplitaður af sól og regni. Þernan og hershöfð- inginn staðhæfðu bæði, hver eigandinn var. Sennilega var konan enn á lifi og höfð ein- hvers staðar í haldi. En hvar var fylgsni Hvíta Apans? Við kenndum í brjósti um hershöfðingjann. Hann hafðist við í einrúmi, og sveinn hans sagði, að hann snerti ekki mat- inn. Enginn þorði að yrða á hann þennan dag. Daginn eftir kallaði hershöfð- inginn mig á fund sinn löngu fyrir dögun, „Lei,“ mælti hann, „við leggjum í dag af stað til að leita að konu minni. Ég hef ákveðið að fresta öllum hernaði um skeið. Veldu tvær tylftir manna til fararinnar og sjáðu um nauðsynlegan útbún- að. Leiðangurinn kann að taka mánuð eða meira — hver veit. Wang liðsforingi kemur auð- vitað með.“ Ég gerði eins g hann skipaði. Ég valdi úr tvær tylftir ungra, vaskra manna, þeirra á meðal beztu bogaskyttur landsins og bjó þá spjótum og rýtingum. Við þurfum ekki að taka með okkur miklar matarbirgðir, því að nóg var af ávöxtum. í fjöll- unum uxu villtar appelsínur, og hermennirnir gátu grafið upp gómsætar rótarhnyðjur og steikt þær yfir eldi. Við vorum þvi við öllu búnir og höfðum ekkert að óttast. Sjálfur var hershöfðinginn frábærlega vopnfimur og gat klofið app- elsínu með ör á hundrað feta færi. Satt að segja nutum við ferð- arinnar. Það var hressandi að vera úti í háfjallaloftinu og út- sýnið var stórfenglegt. Við fór- um um fjöll og villiskóga, eftir hrikalegum gljúfrum og um skóglendi vaxið risavínviði, dvergfuru, og „tárvotum bamb- us, sem varð allt að hundrað fetum á hæð. Þarna voru einnig góðar veiðilendur. Við þurft- um hvorki að óttast menn né dýr á leið okkar. Þeir inn- fæddu, sem á vegi okkar urðu vissu hverjir við vorum. Þetta er heimsins bezta fólk, ef það fær að búa í friði með Kínverj- unum. Það vílar raunar ekki fyrir sér að stinga mann í bak- ið í hefndarskyni, en það hefur ofan af fyrir sér með hrís- grjónarækt og veiðiskap og sýn- ir engum áreitni að fyrra bragði. En það var vita von- laust að fá neinar upplýsingar um Hvíta Apann af þeirra munni. Eina svarið, sem allir gáfu var: „Ég veit það ekki.“ Hershöfðinginn hafði grun um, að Hvíti Apinn stæði í vináttu- sambandi við þessa ættflokka, og hann væri hetja í þeirra augum. Við höfðum haldið í suð- vesturátt inn á landsvæði, sem hershöfðinginn hafði aldrei komið á fyrr. Breiður, uppþorn- aður árfarvegur blasti við sjón- um og batt enda á sókn frum- skógarins í vestur. Framundan risu klettótt hæðadrög með kræklóttum runnum á stöku stað. Stórar, vatnsnúnar klapp- ir bentu til þess, að hér hefði áður verið frjósamur dalur með fossandi bergvatnsá, en síðan hefði náttúran skipt um skoð- un og beint straumi fljótsins í aðra áttt. Úti við sjóndeildar- hringinn í vestri gnæfðu súlu- myndaðir drangar, hrikafagrir. Það var ekki hægt að líkja þessum kalksteinsklettum við annað en súlur og sívalninga, sem vindur, regn og raki mill- jón ára hafði í sameiningu mót- að úr misháa turna. Hvergi sáust merki um mannabyggð. Sólin varpaði löngum, hvítum og svörtum skuggum yfir dal- inn, um leið og hún hvarf á bak við klettaborgirnar. Það yrði erfitt að finna vatn á þessum hrjóstruga stað. Við vorum nú staddir um hundrað milur frá bækistöð okkar. Eyðimörkin virtist binda endi á förina, sem hafði reynzt árangurslaus fram að þessu. En hershöfðinginn var heillað ur af hinu einkennilega lands- lagi. Landið hækkaði hinum megin við ána, og gróður tók að myndast og þéttast á ný. Þar sem hinum turnskreytta tinda- skaga sleppti, tók við langur fjallshryggur, sem ómögulegt var að komast yfir. Tindarnir glóðu gullnir í kvöldskininu og minntu á uppljómaða álfaborg. Hátt í lofti flugu tveir fiskiern- ir í átt til fjallaheimkynna sinna. Hershöfðinginn var staðráð- inn í að fylgja árfarveginum allt til upptaka. Hann var von- góður og skipaði okkur að leggja á brattann. Ef við flýt- um för, getum við eflaust fund- ið náttból skömmu eftir sólar- lag. Eftir klukkustundar gang upp ósnortinn árfarveginn, lagðan straumþveginni möl, komum við á grasi gróna hjalla. „Lítið á!“ kallaði skarplegur, tvítugur piltur, einn af svein- um hershöfðingjans. Við okkur blasti eldstæði, hlaðið úr hnullungum, og aska umhverfis það. Hér hafði ein- hver sýnilega kveikt eld og matazt. Skorpið bjúgaldin — og glóaldinhýði lá á víð og dreif. Við höfðum ekki mætt nokkurri lifandi sál í tvo daga, og hlóðirnar voru notaleg sönn- un þess, að við vorum ekki einu mennirnir í heiminum. Lo snuðraði í kringum þær og hrópaði upp yfir sig á ný: „Lít- ið á!“ Við þustum allir nær. Lo hélt á svörtu silkibandi eins og því, er konur hnýta um hár sitt, meðan þær eru að klæða sig. „Frú Ouyang hlýtur að eiga það,“ sagði Lo. Við hefðum fegnir viljað trúa honum, en það var engin ástæða til að ætla, að sérhver silkiborði þyrfti endilega að tilheyra konu hershöfðingjans. Hann gat auðvitað ekki fullyrt neitt um það, hvort hún ætti hann eður ei. Hann starði aðeins á borðann og andvarpaði. En við erum öll gripin óskhyggju við vonlausar aðstæður. Þessi fundur hleypti kappi í kinn, og við biðum þess með óþréyju að finna bráðina og láta til skar- ar skríða. Okkur var ljóst, að við áttum að mæta hættulegum óvini, en allt var betra en að- gerðarleysið og þessi tilbreyt- ingarlausa ganga. Við lögðumst til hvíldar und- ir stjörnubjörtum himni. Jafn- vel þrautreyndir hermenn þreytast af að arka eftir upp- Framhald á bls. 31. rÁLKINN 27

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.