Fálkinn


Fálkinn - 25.09.1963, Blaðsíða 30

Fálkinn - 25.09.1963, Blaðsíða 30
Biskupsins hef ég . . . Framh. af bls. 29. biskup lagði á Ódáðahraun árí fylgdarmanns. Eins og kunnugt er, var Ódáðahraun alræmdasta úti- legumannapláss landsins, enda hlaut hraunið nafn af því, að þangað söfnuðust ódáðamenn. og aðrir, er brotlegir höfðu orð- ið við lögin. Eftirtektarvert er, að nafnið Ódáðahraun kemur fyrst fyrir, svo mér sé kunnugt um, í fyrrgreindri vísu Barna- Þórðar, en þar næst í Undur íslands eftir Gísla bisku'p Odds- son í Skálholti, son Odds bisk- Ups. Af þessu er sjáanlegt, að á dÖgum Odds biskups hafá úti- legumenn verið í hrauhinú,. enda komst biskup í fulla raun um það á leið sinni þetta sum- ar yfir hraunið. Ódgðahraun er illt yfirférðar og þar Íéynast tálmar, en fyrir flestum var þó margs konar hættur og farar- mest hætta að lenda í höndum útilegumanna, þvi að þeir voru margir ódælir viðureignar. Ferð biskups og sveina hans gekk sæmiiega. fyrst í stað. Þeir héldu eins ,og leið liggur norður öræfin og lögðu svo á Ódáða- hraun. Skömmu eftir, að þeir voru komnir í hraunið skall á þá þoka og var heldur í dimm- ara lagi. Missti biskup brátt leiðar, þar sem hann gat ekki greint nein kennileiti lengur. Varð svo brátt að hann var al- ' gjþrlega villtur og vissi hvergi hyar íarið var. Mjög er kynlegt, að vera villtur í sollnu hrauni í svarta þoku, hver hraundrang- ur er sem tröll eða óvættur, er hann greiðist út úr þokunni, og alls konar kynjaveröld opnast hinum veglausa ferðamanni. Allt minnir á ógnir og skelfing- ar hins dulda og óttafulla kynjaheims, og ekki sízt, þegar ferðamaður er villtur í mesta furðuheim íslands, Ódáða- hrauni. Það er því hægt að gera sér í hugarlund, hvernig hinum ungu fylgdarmönnum biskups hefur orðið við, þegar allt var komið í óefni í Ódáðahrauni. En biskup var mikill hugmaður og hvatti sveinana óspart að sýna karlmennsku og láta hvergi bugast. Svo fór fram lengi dags, að þeír vissu ekkert, hvar þeir fóru og tók brátt að líða að kveldi. En oft verður undarlegt í ferð, þó að ratvísi bregðist — svo varð hér. Þegar mjög var liðið á dag, þóttust þeir finna reykjarlykt, og þótti það aug- ljóst vitni um mannabyggð. Reyndu þeir að fylgja lyktinni og tókst það að lokum. Þeir komu loks að kotbæ heldur litlum en ekki ólaglegum. Þar kvöddu þeir dyra og reyndist þar fyrir heimafólk nokkurt, bæði karlmenn og konur. Heimafólk. tók biskupi og fylgd- arliði hans vel, en var heldur í fámálla lagi. Biskup nam þarna staðar og var feginn að vera kominn til nokkurrar SLYSATRYGGINGAR ÁBYRGDATRYGGINGAR ALMENNAR TRYGGINGAR hf 30 FAUKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.