Fálkinn


Fálkinn - 25.09.1963, Blaðsíða 22

Fálkinn - 25.09.1963, Blaðsíða 22
Fraiiskur skinkuréttur y2 kg tómatar 1 grænn pipar 1 stór laukur ögn af hvítlauk Vz pk. spaghetti 4 vænar skinkusrieiðar Smjör Salt 4 msk. rifinn ostur. Hérgaterta Vz kg ber, bláber, sólber Sykur ' 125 g hveíti Húsráð Látið aldrei afganga af hveitibrauði fara til spillis, safnið þeim saman og þurrk- ið Þá í bakaraofninum við vægan hita. Malið þá í hakkayél og geymið í vel- luktu íláti þar til brauð- mylsnu er þörf. Athugið að blanda ekki sætum brauð- afgöngum saman við. Þegar brauðið er hakkað hættir brauðmylsnunni til að fljúga í allar áttir, festið því plastic poka framan á vélina, þá er séð við því. Spaghettíið soðið í léttsöltuðu vatni. Tómatamir flegnir, ef hýðið er þýkkt, skomir í stóra báta. Allt hreinsað innan úr græna pipamúm og handskorinn í ræmur. Laukur og hvítlaukur saxaður gróft. Smjör hitað á pönnu (ekki brúnað) Íaukur hitaður þar í nokkrar mínútur. Tómatarnir látnir saman við, eiga að verða meyrir, mega ekki fara í sundur. Saltað. Spaghettíið látið í smurt eldfast mót. Leggið vel fulla matskeið af tómat-laukjafningnum á hverja kjötsneið og brjótið þær saman, raðið þeim ofan á spaghettíið. Látið jafninginn í kringum kjötið. Rifnum osti stráð yfir, 2—3 msk. af bræddu smjöri jafnað ofan á. Sett inn í vel heitan ofn, þar til það er fallega gulbrúnt. Borið fram með grænu saíati. Skornar smáköknr 5 dl hveiti V2 dl kartöflumjöl 2 dl flórsykur 1 tsk. vanillusykur 200 g smjörlíki 1 dl saxaðir hnetu- kjarnar Venjulegt hnoðað deig. Skift í tvennt, mótaðar 2 lengjur 3 cm í þvermál. Geymdar á köldum stað. Skornar í sneiðar, reynið að hafa þær jafn þykkar og kringlóttar. Bakað við 200° í 10—12 mínútur. ► Berin hreinsuð og skoluð með vatni ef þarf, látið síga vel af þeim. Láfið í eldfast mót, sykri stráð yfir (sykurmagnið fer eftir ber j ategundinni). Deigið hnoðað léttilega saman. Flatt út, skorið í lengjur, sem lagðar eru yfir berin. Deigrönd látin allt í kringum mótröndina. Bakað við góðan hita. Borið fram volgt með þeyttum rjóma. Nota má hraðfryst ber í þennan rétt. 22 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.