Fálkinn


Fálkinn - 25.09.1963, Blaðsíða 38

Fálkinn - 25.09.1963, Blaðsíða 38
Hispursmey Framh. af bls. 36. „Fástu ekki um það,“ sagði Mason. „Brjóttu hana niður.“ Drake kippti honum til hlið- ar. „Hagaðu þér ekki eins og fífl, Perry,“ sagði hann. „Við höfum morðingja lokaðan inni í pldhúsinu. Hringdu á lögregl- una." „Þá það, Páll,“ sagði Mason. „Hringdu á lögregluna. Ég ætla að líta á þennan mann og at- huga hvað hann hefur verið dauður lengi.“ Lögfræðingurinn gekk nokk- ur skref til baka, fleygði sér svo snögglega á hurðina, sem gaf lítið eitt eftir en skall strax að stöfum aftur. Mason sagði: „Komdu Páll, hjálpaðu mér hérna.“ Drake var í símanum. „Að- eins andartak. Ég er búinn að ná í lögregluna.“ Drake sagði það sem hann þurfti að segja og lagði tækið niður. Mason tók stól og sveiflaði honum af afli á eldhúshurðina. Spjald í hurðinni mölbrotnaði. Hann leit inn í eldhúsið og sagði: „Það stendur stórt borð vifr hurðina og rúmdýna milli veggjarins og borðsins." Mason sveiflaði stólnum aft- ur, braut annað spjald, sneri sér síðan við og hljóp fram í ganginn. „Það eru bakdyr á eldhúsinu,“ sagði hann, „þær eru opnar.“ Hann hljóp inn í gang, sem lá út úr aðalganginum, kom þar að opnum dyrum og gekk inn í eldhúsið um þær. Drake hringdi aftur í lög- regluna og sagði: „Tilkynnið bílunum sem eru á leiðinni hingað, að einn maður að minnsta kosti og kona — hún er sennilega gísl — hafi slopp- ið út úr leiguhúsinu.“ Drake lagði niður símann fór síðan að hinum hreyfingar- lausa manni á gólfinu. Hann þreifaði á púlsinum. „Máttlaus og rólegur,“ sagði hann, „en hann slær þó.“ Einkanjósnarinn benti á lít- inn, rauðan blett á skyrtu mannsins. Hann hneppti skyrt- unni frá og í ljós kom lítið gat á húðinni. „Þetta gat er eftir skamm- byssukúlu af stærðinni 22,“ sagði Mason. „Hringdu eftir sjúkrabíl.“ Enn fór Drake í símann og hringdi. Síðan stóðu þeir lög- fræðingurinn og njósnarinn andartak í dyrunum. Þá heyrðist rödd út úr gang- inum: „Hvað er hér á seyði?“ Fyrsti lögregluþjónninn var kominn. Mason sneri sér að honum. „Það hefur sýnilega verið skotið af byssu hérna, mannrán og innbrot. Við kró- uðum þetta fólk inni í eldhús- inu, en það komst út bakdyra- megin.“ Lögregluþjónninn færði sig að manninum á gólfinu. „Getið þið gefið okkur lýsingu á þeim sem hér voru að verki?“ spurði hann Mason. Mason hristi höfuðið. „Við báðum lögregluna að útvai'pa til bílanna .. .“ „Ég veit, ég veit, sagði lög- regluþjónninn. Við sendum fjóra útvarpsbíla á vettvang til að stöðva alla, sem færu út úr húsinu . . . hérna er þá sjúkra- bíllinn kominn,“ sagði hann. Þeir heyrðu í sírenu. Meðan Mason og Drake biðu í ganginum og farið var með særða manninn í sjúkrakörfu, kom Tragg lautinant í saka- málalögreglunni. „Jæja, jæja, jæja!“ sagði Tragg. „Venjulega ertu hinum megin girðingarinnar, Perry. Mér skilst þú hafir núna beð- ið um aðstoð lögreglunnar." „Vitanlega gerði ég það,“ svaraði Mason. „Hvað géturðu sagt okkur um málið?“ „Ég er smeykur um að það sé mjög lítið,“ sagði Mason. „Leigjandi þessarar íbúðar leit- aði til mín út af máli, sem ég hef ekki leyfi til að gera upp- skátt um að svo stöddu, en hún hafði ástæðu til að ætla, þegar hún hringdi til mín, að hún væri í hættu. Hún sagði mér að hún vildi að ég kæmi tafarlaust.“ „Hvers vegna hringdurðu ekki í lögregluna?“ spurði Tragg. „Það hefði hún getað sjálf, ef hún hefði talið ástæðu til þess.“ Tragg sagði: „Það fylgir bíl- skúr þessari íbúð og við ætlum niður og líta inn í hann. Það er bezt að þið Drake komið með mér niður. Ég kæri mig ekki um að missa sjónar af ykkur. piltarnir okkar litu inn í bílskúrinn, og hvað heldurðu að þeir hafi fundið?“ „Hvað?“ „Við höfum verið að leita að bíl, sem olli slysi, ljóslituðum Cadillac, skrásetningarnúmer WHW 694, sem stolið var í San Francisco fimmta septem- ber og olli slysi hérna sjötta olðast þegar þú í'orst bak þessari Otemju henti hún þér af balci svo þú vprst nœrri skal þvi rit'brotinn og ( passa l'ótbrotinn. miv: 38 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.